99 ástæður til byltingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. maí 2015 22:14 „Smá rigning ætti ekki að stöðva byltinguna,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir skipuleggjandi. VISIR/VALLI „Það er mjög eldfimt ástand í þjóðfélaginu, fólk hefur þörf fyrir að fá rödd sína heyrða og við ætlum að láta í okkur heyra,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli á morgun. Alls hafa liðlega 6000 manns boðað komu sína á mótmælin en Sara telur þann mikla fjölda útskýrast af gríðarlegri óánægju í samfélaginu.Mótmælendur hafa í það heila greint frá 99 ástæðum sem réttlæta byltingu.„Þessi ólga virðist liggja í öllum hornum, krókum og kimum samfélagsins. Það eru harðar launadeilur í gangi, það er brotið gegn rammáætlun í hvívetna, stjórnvöld eru að valda óafturkræfum skaða á daglegum basís og ástandið er einfaldlega mjög eldfimt,“ segir Sara og bendir á að á Facebook-síðu mótmælanna hafi fólk tilgreint 99 ástæður fyrir byltingu. Þrátt fyrir að mótmælin hafi enga formlega yfirskrift segir Sara að krafan sé skýr – að núverandi ríkisstjórn fari frá völdum. „Þó svo að það sé kannski ekki raunsætt þá eru það samt okkar skýlausu skilaboð sem og krafan um gagngerar kerfisbreytingar. Því þó svo að það komi nýtt fólk inn þá er kerfið sem við búum við ennþá meingallað. Það er er ekkert verið að gera í þessum málum og það þarf aktíva vinnu til að breyta því,“ segir Sara. Mótmælunum, sem hefjast klukkan 17 á morgun, verður stýrt af Söru en auk hennar munu þrír ræðumenn taka til máls og þá verða einnig tónlistaratriði til að brjóta upp dagskrána. Sara hvetur fólk að koma með lykla eða hvað það sem fólk telur geta myndað hávaða og að klæða sig vel, það sé spáð hráslagalegu veðri; sjö stiga hita og súld. „Smá rigning ætti ekki að stöðva byltinguna,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
„Það er mjög eldfimt ástand í þjóðfélaginu, fólk hefur þörf fyrir að fá rödd sína heyrða og við ætlum að láta í okkur heyra,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli á morgun. Alls hafa liðlega 6000 manns boðað komu sína á mótmælin en Sara telur þann mikla fjölda útskýrast af gríðarlegri óánægju í samfélaginu.Mótmælendur hafa í það heila greint frá 99 ástæðum sem réttlæta byltingu.„Þessi ólga virðist liggja í öllum hornum, krókum og kimum samfélagsins. Það eru harðar launadeilur í gangi, það er brotið gegn rammáætlun í hvívetna, stjórnvöld eru að valda óafturkræfum skaða á daglegum basís og ástandið er einfaldlega mjög eldfimt,“ segir Sara og bendir á að á Facebook-síðu mótmælanna hafi fólk tilgreint 99 ástæður fyrir byltingu. Þrátt fyrir að mótmælin hafi enga formlega yfirskrift segir Sara að krafan sé skýr – að núverandi ríkisstjórn fari frá völdum. „Þó svo að það sé kannski ekki raunsætt þá eru það samt okkar skýlausu skilaboð sem og krafan um gagngerar kerfisbreytingar. Því þó svo að það komi nýtt fólk inn þá er kerfið sem við búum við ennþá meingallað. Það er er ekkert verið að gera í þessum málum og það þarf aktíva vinnu til að breyta því,“ segir Sara. Mótmælunum, sem hefjast klukkan 17 á morgun, verður stýrt af Söru en auk hennar munu þrír ræðumenn taka til máls og þá verða einnig tónlistaratriði til að brjóta upp dagskrána. Sara hvetur fólk að koma með lykla eða hvað það sem fólk telur geta myndað hávaða og að klæða sig vel, það sé spáð hráslagalegu veðri; sjö stiga hita og súld. „Smá rigning ætti ekki að stöðva byltinguna,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira