Innlent

Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum

Árni Sæberg skrifar
Maðurinn kom með efnin sem farþegi í flugi til Keflavíkur.
Maðurinn kom með efnin sem farþegi í flugi til Keflavíkur. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn 2580 stykki af OxyContin. Pillurnar flutti hann inn sem farþegi í flugi til Keflavíkurflugvallar, faldar í sælgætispokum í farangurstösku.

Í ákæru á hendur manninum segir að pillurnar hafi innihaldið 80 milligrömm af virka efninu oxýkódoni. Efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að hann verði dæmdur til að þola upptöku allra pillanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×