Innlent

Mótorhjólakappi fluttur á sjúkra­hús eftir á­rekstur við fram­úr­akstur

Agnar Már Másson skrifar
Bíll rakst í mótorhjólakappann, sem var síðan fluttur á sjúkrahús.
Bíll rakst í mótorhjólakappann, sem var síðan fluttur á sjúkrahús.

Ökumaður mótorhjóls var fluttur slasaður á sjúkrahús eftir að hafa lent í árekstri við bíl á Suðurlandsvegi síðdegis í dag. Hann er ekki talinn vera í lífshættu.

Lögregluni á Suðurlandi barst útkall vegna bílslyss við afleggjarann að Skeið austan Selfoss um klukkan 17.30 í dag, að sögn lögreglu.

Þorsteinn M. Kristinsson aðalvarðstjóri segir að árekstur hafi orðið milli bifreiðar og mótorhjóls við framúrakstur. 

Bíllinn hafi farið utan í mótorhjólið og mótorhjólamaðurinn slasast. Hann var síðan fluttur á Heilbriðisstofnun Suðurlands og verður þar „í bili“ að sögn Þorsteins, sem segir þó að mótorhjólakappinn sé ekki í lífshættu.

Fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út á vettvang.

Veistu meira um málið? Áttu myndir? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×