Innlent

Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breið­holti

Agnar Már Másson skrifar
Engan sakaði en eldurinn virðist hafa kviknað í klassískum Volvo 244.
Engan sakaði en eldurinn virðist hafa kviknað í klassískum Volvo 244. Aðsend

Slökkviliðið réð niðurlögum elds sem kviknaði í bíl í Vesturbergi í Breiðholtinu síðdegis í dag. Engan sakaði.

Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn um klukkan fimm en hafði þegar slökkt hann þegar blaðamaður sló á þráðinn til Stefáns Kristinssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir að engan hafi sakað.

Eldurinn kviknaði í bílnum er hann stóð á bílastæði við fjölbýlishús í Fellunum í Breiðholti í Reykjavík en Stefán kveðst ekki vita hvað olli eldinum. 

Spurður út í gerð bílsins svarar hann að um gamlan Volvo sé að ræða og myndefni af vettvangi virðist staðfesta það.

Reykurinn fór beint upp, að sögn slökkviliðsins, enda var logn í borginni í dag.Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×