Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2025 13:41 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, aðhyllist ýmis konar kukl og gervivísindi. Margir starfsmenn CDC voru honum gramir eftir að vopnaður maður lét nýlega byssukúlum rigna yfir byggingu stofnunarinnar í Georgíu. Hann var knúinn áfram af samsæriskenningum sem Kennedy hefur meðal annars borið út. Vísir/EPA Níu fyrrverandi forstöðumenn helstu lýðheilsustofnunar Bandaríkjanna undanfarinna tæplega fimmtíu ára vara við því að núverandi heilbrigðisráðherra ógni heilsu landsmanna. Framferði ráðherrans sé fordæmislaust í sögu Bandaríkjanna. Glundroði hefur ríkt innan Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna (CDC), helstu lýðheilsustofnunar bandarísku alríkisstjórnarinnar, vegna breytingar sem Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra hefur gert þar. Kennedy, sem hefur verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um öryggi og virkni bóluefna í heiminum um árabil, rak meðal annars utanaðkomandi ráðgjafaráð um bólusetningar á einu bretti og skipaði í staðinn pótentáta sína. Stofnun hefur þegar gert ýmsar breytingar á leiðbeiningum um bólusetningar. Steininn tók úr í síðustu viku þegar Hvíta húsið rak forstöðumann CDC eftir innan við mánuð í embætti. Sá sagðist hafa verið rekinn fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar“ tilskipanir yfirboðara sinna og að reka starfsfólk að geðþótta þeirra. Í kjölfarið sögðu nokkrir af æðstu stjórnendum stofnunarinnar af sér í mótmælaskyni. Lýsa samstöðu með rekna forstöðumanninum Nú hafa níu fyrrverandi forstöðumenn CDC skrifað saman grein í New York Times þar sem þeir lýsa aðförum Kennedy hjá stofnuninni og lýðheilsukerfinu almennt sem fordæmalausum. Vísa þeir sérstaklega til brottrekstrar Susan Monarez sem forstöðumanns í síðustu viku. Lofuðu forstöðumennirnir hana fyrir að hafa staðið uppi í hárinu á Kennedy. Enginn þeirra hefði heldur tekið skipunum Kennedy þegjandi í hennar stað. Kennedy hafi einnig haft umsjón með brottrekstri þúsunda heilbrigðisstarfsmanna og veikt verulega verkefni sem eiga að verja Bandaríkjamenn fyrir krabbameini, hjartaáföllum, heilablóðfalli, blýeitrununum og fleira. Á sama tíma og versti mislingafaraldur í seinni tíð geisi geri Kennedy lítið úr bóluefnum en tali aftur á móti upp óstaðreyndar meðferðir. „Við höfum áhyggjur af afdrifaríkum afleiðingum allra þessara ákvarðana á heilbrigðisöryggi Bandaríkjanna,“ skrifa forstöðumennirnir fyrrverandi sem telja að starfsmenn stofnunarinnar eigi skilið forstöðumann sem styðji vísindin og standi við bakið á þeim. Nímenningarnir voru skipaðir í embættið af forsetanum úr báðum flokkum. Sá elsti þeirra stýrði stofnuninni frá 1977 til 2023 en sá nýjasti lét af embætti þegar Donald Trump tók við sem forseti í janúar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Glundroði hefur ríkt innan Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna (CDC), helstu lýðheilsustofnunar bandarísku alríkisstjórnarinnar, vegna breytingar sem Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra hefur gert þar. Kennedy, sem hefur verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um öryggi og virkni bóluefna í heiminum um árabil, rak meðal annars utanaðkomandi ráðgjafaráð um bólusetningar á einu bretti og skipaði í staðinn pótentáta sína. Stofnun hefur þegar gert ýmsar breytingar á leiðbeiningum um bólusetningar. Steininn tók úr í síðustu viku þegar Hvíta húsið rak forstöðumann CDC eftir innan við mánuð í embætti. Sá sagðist hafa verið rekinn fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar“ tilskipanir yfirboðara sinna og að reka starfsfólk að geðþótta þeirra. Í kjölfarið sögðu nokkrir af æðstu stjórnendum stofnunarinnar af sér í mótmælaskyni. Lýsa samstöðu með rekna forstöðumanninum Nú hafa níu fyrrverandi forstöðumenn CDC skrifað saman grein í New York Times þar sem þeir lýsa aðförum Kennedy hjá stofnuninni og lýðheilsukerfinu almennt sem fordæmalausum. Vísa þeir sérstaklega til brottrekstrar Susan Monarez sem forstöðumanns í síðustu viku. Lofuðu forstöðumennirnir hana fyrir að hafa staðið uppi í hárinu á Kennedy. Enginn þeirra hefði heldur tekið skipunum Kennedy þegjandi í hennar stað. Kennedy hafi einnig haft umsjón með brottrekstri þúsunda heilbrigðisstarfsmanna og veikt verulega verkefni sem eiga að verja Bandaríkjamenn fyrir krabbameini, hjartaáföllum, heilablóðfalli, blýeitrununum og fleira. Á sama tíma og versti mislingafaraldur í seinni tíð geisi geri Kennedy lítið úr bóluefnum en tali aftur á móti upp óstaðreyndar meðferðir. „Við höfum áhyggjur af afdrifaríkum afleiðingum allra þessara ákvarðana á heilbrigðisöryggi Bandaríkjanna,“ skrifa forstöðumennirnir fyrrverandi sem telja að starfsmenn stofnunarinnar eigi skilið forstöðumann sem styðji vísindin og standi við bakið á þeim. Nímenningarnir voru skipaðir í embættið af forsetanum úr báðum flokkum. Sá elsti þeirra stýrði stofnuninni frá 1977 til 2023 en sá nýjasti lét af embætti þegar Donald Trump tók við sem forseti í janúar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira