Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2025 13:41 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, aðhyllist ýmis konar kukl og gervivísindi. Margir starfsmenn CDC voru honum gramir eftir að vopnaður maður lét nýlega byssukúlum rigna yfir byggingu stofnunarinnar í Georgíu. Hann var knúinn áfram af samsæriskenningum sem Kennedy hefur meðal annars borið út. Vísir/EPA Níu fyrrverandi forstöðumenn helstu lýðheilsustofnunar Bandaríkjanna undanfarinna tæplega fimmtíu ára vara við því að núverandi heilbrigðisráðherra ógni heilsu landsmanna. Framferði ráðherrans sé fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna. Glundroði hefur ríkt innan Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna (CDC), helstu lýðheilsustofnunar bandarísku alríkisstjórnarinnar, vegna breytinga sem Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra hefur gert þar. Kennedy, sem hefur verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um öryggi og virkni bóluefna í heiminum um árabil, rak meðal annars utanaðkomandi ráðgjafaráð um bólusetningar á einu bretti og skipaði í staðinn pótentáta sína. Stofnunin hefur þegar gert ýmsar breytingar á leiðbeiningum um bólusetningar. Steininn tók úr í síðustu viku þegar Hvíta húsið rak forstöðumann CDC eftir innan við mánuð í embætti. Sá sagðist hafa verið rekinn fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar“ tilskipanir yfirboðara sinna og að reka starfsfólk að geðþótta þeirra. Í kjölfarið sögðu nokkrir af æðstu stjórnendum stofnunarinnar af sér í mótmælaskyni. Lýsa samstöðu með rekna forstöðumanninum Nú hafa níu fyrrverandi forstöðumenn CDC skrifað saman grein í New York Times þar sem þeir lýsa aðförum Kennedy hjá stofnuninni og lýðheilsukerfinu almennt sem fordæmalausum. Vísa þeir sérstaklega til brottrekstrar Susan Monarez sem forstöðumanns í síðustu viku. Lofuðu forstöðumennirnir hana fyrir að hafa staðið uppi í hárinu á Kennedy. Enginn þeirra hefði heldur tekið skipunum Kennedy þegjandi í hennar stað. Kennedy hafi einnig haft umsjón með brottrekstri þúsunda heilbrigðisstarfsmanna og veikt verulega verkefni sem eiga að verja Bandaríkjamenn fyrir krabbameini, hjartaáföllum, heilablóðfalli, blýeitrununum og fleira. Á sama tíma og versti mislingafaraldur í seinni tíð geisi geri Kennedy lítið úr bóluefnum en tali aftur á móti upp óstaðreyndar meðferðir. „Við höfum áhyggjur af afdrifaríkum afleiðingum allra þessara ákvarðana á heilbrigðisöryggi Bandaríkjanna,“ skrifa forstöðumennirnir fyrrverandi sem telja að starfsmenn stofnunarinnar eigi skilið forstöðumann sem styðji vísindin og standi við bakið á þeim. Nímenningarnir voru skipaðir í embættið af forsetanum úr báðum flokkum. Sá elsti þeirra stýrði stofnuninni frá 1977 til 2023 en sá nýjasti lét af embætti þegar Donald Trump tók við sem forseti í janúar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Sjá meira
Glundroði hefur ríkt innan Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna (CDC), helstu lýðheilsustofnunar bandarísku alríkisstjórnarinnar, vegna breytinga sem Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra hefur gert þar. Kennedy, sem hefur verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um öryggi og virkni bóluefna í heiminum um árabil, rak meðal annars utanaðkomandi ráðgjafaráð um bólusetningar á einu bretti og skipaði í staðinn pótentáta sína. Stofnunin hefur þegar gert ýmsar breytingar á leiðbeiningum um bólusetningar. Steininn tók úr í síðustu viku þegar Hvíta húsið rak forstöðumann CDC eftir innan við mánuð í embætti. Sá sagðist hafa verið rekinn fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar“ tilskipanir yfirboðara sinna og að reka starfsfólk að geðþótta þeirra. Í kjölfarið sögðu nokkrir af æðstu stjórnendum stofnunarinnar af sér í mótmælaskyni. Lýsa samstöðu með rekna forstöðumanninum Nú hafa níu fyrrverandi forstöðumenn CDC skrifað saman grein í New York Times þar sem þeir lýsa aðförum Kennedy hjá stofnuninni og lýðheilsukerfinu almennt sem fordæmalausum. Vísa þeir sérstaklega til brottrekstrar Susan Monarez sem forstöðumanns í síðustu viku. Lofuðu forstöðumennirnir hana fyrir að hafa staðið uppi í hárinu á Kennedy. Enginn þeirra hefði heldur tekið skipunum Kennedy þegjandi í hennar stað. Kennedy hafi einnig haft umsjón með brottrekstri þúsunda heilbrigðisstarfsmanna og veikt verulega verkefni sem eiga að verja Bandaríkjamenn fyrir krabbameini, hjartaáföllum, heilablóðfalli, blýeitrununum og fleira. Á sama tíma og versti mislingafaraldur í seinni tíð geisi geri Kennedy lítið úr bóluefnum en tali aftur á móti upp óstaðreyndar meðferðir. „Við höfum áhyggjur af afdrifaríkum afleiðingum allra þessara ákvarðana á heilbrigðisöryggi Bandaríkjanna,“ skrifa forstöðumennirnir fyrrverandi sem telja að starfsmenn stofnunarinnar eigi skilið forstöðumann sem styðji vísindin og standi við bakið á þeim. Nímenningarnir voru skipaðir í embættið af forsetanum úr báðum flokkum. Sá elsti þeirra stýrði stofnuninni frá 1977 til 2023 en sá nýjasti lét af embætti þegar Donald Trump tók við sem forseti í janúar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Sjá meira