Segir ríkisstjórnina halda „rassvasabókhald“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2015 12:39 Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. vísir/valli Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði ríkisstjórnina halda „rassvasabókhald“ á Alþingi í dag. Vísaði hún þar í fréttir þess efnis í gær að stjórnvöld hygðust veita 850 milljónum króna í uppbyggingu ferðamannastaða og 1,8 milljörðum í vegaframkvæmdir á þessu ári en fjárveitingarnar voru ekki á fjárlögum þessa árs. Þarf því að setja þær á fjáraukalög. Þingmaðurinn furðaði sig á viðbrögðunum við fjárveitingunum. „Þessu er deilt á Facebook og sett í fréttir eins og þetta sé alveg stórkostlegt og að ríkisstjórnin sé að gera stórkostlega hluti. Það hefur legið fyrir lengi að það þarf að fara í uppbyggingu ferðamannastaða og reyndar fékk framkvæmdasjóður ferðamannastaða 500 milljónir króna á fjárlögum 2013.“ Brynhildur sagði svo núverandi ríkisstjórn hafa dregið verulega úr þessum fjárframlögum. Á seinasta ári hafi 260 milljónir verið á fjárlögum en það hafi ekki dugað og því þurfti að setja 400 milljónir til viðbótar á fjáraukalög. „Fjáraukalög eru ekki til að framkvæma verkefni sem stjórnvöld vanáætla. Þetta er rassvasabókhald og þetta er ólíðandi. Ég skil ekki að fólk sé út um allan bæ að hrópa húrra fyrir ríkisstjórninni að setja peninga í vegamál og uppbyggingu á ferðamannastöðum. Það hefur alltaf legið fyrir að þetta þarf að gera.“ Þingmaðurinn kallaði svo eftir vönduðum vinnubrögðum og að meirihlutinn og fjármálaráðherra læsu nefndarálit minnihlutans vegna fjárlaga. Alþingi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði ríkisstjórnina halda „rassvasabókhald“ á Alþingi í dag. Vísaði hún þar í fréttir þess efnis í gær að stjórnvöld hygðust veita 850 milljónum króna í uppbyggingu ferðamannastaða og 1,8 milljörðum í vegaframkvæmdir á þessu ári en fjárveitingarnar voru ekki á fjárlögum þessa árs. Þarf því að setja þær á fjáraukalög. Þingmaðurinn furðaði sig á viðbrögðunum við fjárveitingunum. „Þessu er deilt á Facebook og sett í fréttir eins og þetta sé alveg stórkostlegt og að ríkisstjórnin sé að gera stórkostlega hluti. Það hefur legið fyrir lengi að það þarf að fara í uppbyggingu ferðamannastaða og reyndar fékk framkvæmdasjóður ferðamannastaða 500 milljónir króna á fjárlögum 2013.“ Brynhildur sagði svo núverandi ríkisstjórn hafa dregið verulega úr þessum fjárframlögum. Á seinasta ári hafi 260 milljónir verið á fjárlögum en það hafi ekki dugað og því þurfti að setja 400 milljónir til viðbótar á fjáraukalög. „Fjáraukalög eru ekki til að framkvæma verkefni sem stjórnvöld vanáætla. Þetta er rassvasabókhald og þetta er ólíðandi. Ég skil ekki að fólk sé út um allan bæ að hrópa húrra fyrir ríkisstjórninni að setja peninga í vegamál og uppbyggingu á ferðamannastöðum. Það hefur alltaf legið fyrir að þetta þarf að gera.“ Þingmaðurinn kallaði svo eftir vönduðum vinnubrögðum og að meirihlutinn og fjármálaráðherra læsu nefndarálit minnihlutans vegna fjárlaga.
Alþingi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira