Framundan er úrslitaleikir um meistaratitilinn á móti LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers en úrslitin hefjast 4. júní næstkomandi.
Stephen Curry var valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á þessu tímabili og var að sjálfsögðu einn af fimm leikmönnum í liði ársins.
Curry endurskrifaði NBA-söguna með þessum i sigri á Houston Rockets í nótt því þá var ljóst að hann myndi mætta öllum hinum fjórum leikmönnum úrvalsliðsins í úrslitakeppninni í ár. Það hafði aldrei gerst áður.
Stephen Curry hefur þegar haft betur á móti Anthony Davis, Marc Gasol og James Harden og framundan er síðan einvígið á móti LeBron James.
Stephen Curry var með 33,8 stig, 7,3 stoðsendingar og 42 prósent þriggja stiga skotnýtingu þegar Golden State Warriors vann 4-0 sigur á Anthony Davis og félögum í New Orleans Pelicans í fyrstu umferðinni. Anthony Davis, sem var stór framherji í úrvalsliðinu, var með 31,5 stig og 11,0 fráköst að meðaltali í þessum leikjum.
Stephen Curry var með 24,5 stig, 6,5 stoðsendingar og 41 prósent þriggja stiga skotnýtingu þegar Golden State Warriors vann 4-2 sigur á Marc Gasol og félögum í Memphis Grizzlies í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Marc Gasol, sem var stór miðherji í úrvalsliðinu, var með 19,2 stig, 11,2 fráköst og 4,0 stoðendingar að meðaltali í þessum sex leikjum.
Stephen Curry var með 31,2 stig, 5,6 stoðsendingar og 49 prósent þriggja stiga skotnýtingu þegar Golden State Warriors vann 4-1 sigur á James Harden og félögum í Houston Rockets í úrslitum Vesturdeildarinnar. James Harden, sem var skotbakvörður í úrvalsliðinu, var með 28,4 stig, 7,8 fráköst og 6,4 stoðendingar að meðaltali í þessum fimm leikjum.
Steph Curry will become 1st player NBA history to face each of other 4 members of 1st-team All-NBA in same playoffs. pic.twitter.com/Ge5aBcqyD3
— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 28, 2015