Forstjóri Bankasýslunnar varar við frumvarpi fjármálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2015 19:40 Forstjóri Bankasýslu ríkisins gagnrýnir frumvarp fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður og færa verkefni hennar undir fjármálaráðuneytið harðlega. Víða séu rangfærslur í greinagerð frumvarpsins og með því aukist líkur á pólitískum afskiptum af umsýslu með á annað hundrað milljarða eign ríkisins í fjármálastofnunum. Markmiðið með stofnun Bankasýslu ríkisins haustið 2009 var að færa umsýslu gríðarlegra hagsmuna ríkisins í bankastofnunum armlengd frá hinu pólitíska valdi. En með frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður yrði þessi umsýsla alfarið færð undir ráðherrann og meirihlutann á Alþingi. Í umsögn Bankasýslunnar um frumvarp fjármálaráðherra segir m.a.: „Bankasýsla ríkisins telur frumvarpið fela í sér varhugaverða stefnubreytingu.“ „Verði frumvarpið að lögum verður horfið frá umsýslufyrirkomulagi eignarhluta í viðskiptabönkum, sem er sambærilegt því sem nú er við lýði í öðrum Evrópulöndum, yfir í fyrirkomulag sem ekki virðast fordæmi um.“ „...mun einn og sami ráðherra hafa með höndum stefnumótun, yfirstjórn eftirlits á fjármálamarkaði og umsýslu eignarhalds í fjölmörgum fjármálafyrirtækjum.“ Þá segir að fyrir stofnun Bankasýslunnar árið 2009 hafi eignarhlutverk ríkisins í fjármálastofnunum verið hjá fjármálaráðuneytinu en eftirlitshlutverkið hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Nú sé meiningin að flytja bæði þessi hlutverk í fjármálaráðuneytið. „Er því ríkari hætta en áður á hagsmunaárekstrum á milli eftirlitshlutverks ríkisins og eigandahlutverks þess,“ - segir í umsögn Bankasýslunnar. Þá má víða finna athugasemdir um að ráðuneytið fari rangt með staðreyndir í greinargerð með frumvarpinu. „Það er rangt hjá ráðuneytinu að frumvarpið muni styrkja hið miðlæga skipulag sem OECD leggur til varðandi eignarhald á hlutabréfum í eigu ríkisins,“ segir í umsögninni svo dæmi sé tekið. Þá má skilja á umsögninni að Steingrím J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra hafi skort lagaheimild þegar hlutur ríkisins í Arion og Íslandsbanka var framseldur til slitabúa gömlu bankanna. Steingrímur segir það hafa verið og sé enn skoðun fjármálaráuneytisins að ekki hafi verið um eiginlega sölu á hlut sem ríkið hafi verið búið að fjármagna að ræða. Ríkisendurskoðun hafi hins vegar á sama tíma bent á að lagasetningu þyrfti fyrir framsali hlutarins í bönkunum. „Menn einfaldlega tóku fullt mark á þeim ábendingum að það væri tryggara að valda þetta með sérstakri lagaheimild. Þessa ráðstöfun, þessa niðurstöðu samningaviðræðnanna og það var gert. Þannig að Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust þennan gjörning í desember 2009,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.Hér má sjá umsögn forstjóra Bankasýslunnar í heild sinni. Alþingi Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Forstjóri Bankasýslu ríkisins gagnrýnir frumvarp fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður og færa verkefni hennar undir fjármálaráðuneytið harðlega. Víða séu rangfærslur í greinagerð frumvarpsins og með því aukist líkur á pólitískum afskiptum af umsýslu með á annað hundrað milljarða eign ríkisins í fjármálastofnunum. Markmiðið með stofnun Bankasýslu ríkisins haustið 2009 var að færa umsýslu gríðarlegra hagsmuna ríkisins í bankastofnunum armlengd frá hinu pólitíska valdi. En með frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður yrði þessi umsýsla alfarið færð undir ráðherrann og meirihlutann á Alþingi. Í umsögn Bankasýslunnar um frumvarp fjármálaráðherra segir m.a.: „Bankasýsla ríkisins telur frumvarpið fela í sér varhugaverða stefnubreytingu.“ „Verði frumvarpið að lögum verður horfið frá umsýslufyrirkomulagi eignarhluta í viðskiptabönkum, sem er sambærilegt því sem nú er við lýði í öðrum Evrópulöndum, yfir í fyrirkomulag sem ekki virðast fordæmi um.“ „...mun einn og sami ráðherra hafa með höndum stefnumótun, yfirstjórn eftirlits á fjármálamarkaði og umsýslu eignarhalds í fjölmörgum fjármálafyrirtækjum.“ Þá segir að fyrir stofnun Bankasýslunnar árið 2009 hafi eignarhlutverk ríkisins í fjármálastofnunum verið hjá fjármálaráðuneytinu en eftirlitshlutverkið hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Nú sé meiningin að flytja bæði þessi hlutverk í fjármálaráðuneytið. „Er því ríkari hætta en áður á hagsmunaárekstrum á milli eftirlitshlutverks ríkisins og eigandahlutverks þess,“ - segir í umsögn Bankasýslunnar. Þá má víða finna athugasemdir um að ráðuneytið fari rangt með staðreyndir í greinargerð með frumvarpinu. „Það er rangt hjá ráðuneytinu að frumvarpið muni styrkja hið miðlæga skipulag sem OECD leggur til varðandi eignarhald á hlutabréfum í eigu ríkisins,“ segir í umsögninni svo dæmi sé tekið. Þá má skilja á umsögninni að Steingrím J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra hafi skort lagaheimild þegar hlutur ríkisins í Arion og Íslandsbanka var framseldur til slitabúa gömlu bankanna. Steingrímur segir það hafa verið og sé enn skoðun fjármálaráuneytisins að ekki hafi verið um eiginlega sölu á hlut sem ríkið hafi verið búið að fjármagna að ræða. Ríkisendurskoðun hafi hins vegar á sama tíma bent á að lagasetningu þyrfti fyrir framsali hlutarins í bönkunum. „Menn einfaldlega tóku fullt mark á þeim ábendingum að það væri tryggara að valda þetta með sérstakri lagaheimild. Þessa ráðstöfun, þessa niðurstöðu samningaviðræðnanna og það var gert. Þannig að Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust þennan gjörning í desember 2009,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.Hér má sjá umsögn forstjóra Bankasýslunnar í heild sinni.
Alþingi Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira