„Kletturinn í hafinu“ kvaddur Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2015 20:00 Útför Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins var gerð frá Hallgrímskirkju í dag að viðstöddum forseta Íslands, ráðherrum og þingmönnum. Enginn maður hefur gengt ráðherraembættum lengur en Halldór en hann sat á Alþingi í rúm þrjátíu ár. Halldór Ásgrímsson lést hinn 18. maí síðast liðinn en hann fæddist á Vopnafirði hinn 8. september árið 1947 og hefði því orðið sextíu og átta ára gamall í haust. Fjölmenni var við jarðarförina en auk eiginkonu, barna og annarra fjölskyldumeðlima og vina mættu forsetahjónin, núverandi og fyrrverandi ráðherrar og þingmenn. Þá mátti sjá sendiherra fjölmargra ríkja við útförina, eins og Bandaríkjanna, Kína og Bretlands enda gengdi Halldór embætti utanríkisráðherra í níu ár þar til hann tók við embætti forsætisráðherra árið 2004 sem hann gengdi til ársins 2006. Þar áður hafði hann verið ráðherra margra málaflokka en hann sat í ráðherrastóli í 19 ár af þeim rúmu þrjátíu árum sem hann sat á Alþingi. Útförin var gerð að hálfu ríkisins og var hin virðulegasta en það var séra Pálmi Matthíasson sem jarðsöng. Í minningarorðum sínum sagði hann Halldór oft hafa verið kallaðan “klettinn í hafinu” bæði af samherjum og andstæðingum í stjórnmálum, enda hafi hann bæði verið traustur maður og fastur fyrir þegar á þurfti að halda. Félagar Halldórs í Oddfellow stóðu heiðursvörð við kistu hans en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra ásamt ráðherrum úr ríkisstjórnum hans og Halldórs og fyrrverandi ráðuneytisstjóri báru kistu hans úr kirkju að lokinni athöfn. Alþingi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Útför Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins var gerð frá Hallgrímskirkju í dag að viðstöddum forseta Íslands, ráðherrum og þingmönnum. Enginn maður hefur gengt ráðherraembættum lengur en Halldór en hann sat á Alþingi í rúm þrjátíu ár. Halldór Ásgrímsson lést hinn 18. maí síðast liðinn en hann fæddist á Vopnafirði hinn 8. september árið 1947 og hefði því orðið sextíu og átta ára gamall í haust. Fjölmenni var við jarðarförina en auk eiginkonu, barna og annarra fjölskyldumeðlima og vina mættu forsetahjónin, núverandi og fyrrverandi ráðherrar og þingmenn. Þá mátti sjá sendiherra fjölmargra ríkja við útförina, eins og Bandaríkjanna, Kína og Bretlands enda gengdi Halldór embætti utanríkisráðherra í níu ár þar til hann tók við embætti forsætisráðherra árið 2004 sem hann gengdi til ársins 2006. Þar áður hafði hann verið ráðherra margra málaflokka en hann sat í ráðherrastóli í 19 ár af þeim rúmu þrjátíu árum sem hann sat á Alþingi. Útförin var gerð að hálfu ríkisins og var hin virðulegasta en það var séra Pálmi Matthíasson sem jarðsöng. Í minningarorðum sínum sagði hann Halldór oft hafa verið kallaðan “klettinn í hafinu” bæði af samherjum og andstæðingum í stjórnmálum, enda hafi hann bæði verið traustur maður og fastur fyrir þegar á þurfti að halda. Félagar Halldórs í Oddfellow stóðu heiðursvörð við kistu hans en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra ásamt ráðherrum úr ríkisstjórnum hans og Halldórs og fyrrverandi ráðuneytisstjóri báru kistu hans úr kirkju að lokinni athöfn.
Alþingi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira