
Að vera geislafræðingur
Ég hef þurft að mynda vini og ættingja illa slasaða eða hugsanlega slasaða, þá þurfti ég heldur betur að bíta á jaxlinn. Það er nefnilega þannig að þegar þú ert á kvöldvakt eða næturvakt þá eru fáir í vinnu og þú getur ekki valið þér verkefni. Maður verður að mynda þá sem koma inn vegna slysa eða alvarlegra veikinda, hvort sem þú þekkir viðkomandi eða ekki.
Þegar ég mætti til vinnu vissi ég aldrei hvernig dagurinn yrði, hvort það yrði mikið eða lítið að gera, hvort dagurinn yrði erfiður eða ekki, hvort maður þyrfti að setja upp harða skel eða ekki til að komast í gegnum verkefnið. Þannig hef ég ótal sinnum þurft að hlaupa til að bjarga mannslífum og oft þurft harða skel á meðan til að geta unnið mína vinnu.
Það er nefnilega ekki auðvelt að fá illa slasaða manneskju í myndatöku og vita vart hvort manneskjan lifir eða ekki. Það er mikill hasar í kringum slíkar myndatökur og margir sem fylgja manneskjunni í myndatökuna. Við vinnum öll sem eitt og eina markmiðið er að bjarga manneskjunni sem liggur á bekknum nær dauða en lífi. Raunar er helsta markmið geislafræðings að hjálpa fólki. Maður gaf sig allan i það að hjálpa. Oft var maður svo þreyttur eftir vinnudaginn að maður gerði ekki meira þann daginn.
Maður reyndi að skilja vinnuna eftir en oft gat maður ekki varist hugsunum um hvernig hafi farið hjá þeim sem maður myndaði til dæmis hvort að maðurinn með heilablæðinguna hafi lifað af, hvort barnið sem slasaðist illa við að detta af skiptiborði sé í lagi, hvort hægt sé að bjarga manninum sem greindist með heilakrabbamein, hvort þessi úr bílslysinu hafi lifað af, hvort maðurinn úr vinnuslysinu hafi haldið fótunum og svo mætti lengi telja.
Svo hugsar maður stundum um þennan sem var svo ósamvinnuþýður að hann kýldi samstarfskonu manns eða þennan sem elti samstarfskonu manns þannig að hún varð að læsa sig inni.
Oft var mér hugsað um þennan sem reis upp í miðju slysaskanni í tölvusneiðmyndatækinu og reif úr sér æðalegginn þannig að það var blóð út um allt eða þennan sem ældi yfir tölvusneiðmyndatækið eða þennan sem ældi inni i segulómtækinu. Oft hugsa ég enn um allt sem ég upplifði, sumt situr í manni.
Já, ég og samstarfsfólk mitt höfum þurft að takast á við alls konar aðstæður og oft þurft að fara og skipta um föt vegna þess að það blæddi á okkur, það var ælt á okkur eða eitthvað annað helltist yfir okkur. En við reynum að gera þetta allt án þess að manneskjan sem við erum að mynda finni nokkurn tímann fyrir því að þetta sé erfitt fyrir okkur þar sem að okkar eina markmið er að hjálpa og reyna að láta viðkomandi finna fyrir öryggi og hlýju, sama í hvaða ástandi þú ert eða hvað er að hrjá þig.
Það er afskaplega erfitt að vera í verkfalli, það var ekkert auðvelt að kjósa já við verkfalli. Það var heldur ekki gert í fljótræði. Ríkið hefur haft ár til að semja við okkur en ekkert hefur gengið. Það var neyðarúrræði að fara í verkfall til að fá viðsemjandann að samningaborðinu. Nú á sjöttu viku í verkfalli er loksins eins og það sé eitthvað að þokast i samningaviðræðum.
Ég vona innilega að það verði samið sem fyrst svo spítalinn fái allt fólkið sitt til baka aftur og ástandinu þar ljúki sem fyrst.
Skoðun

Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu
Steinar Birgisson skrifar

Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi
Árni Einarsson skrifar

Hugleiðing á konudag
Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma
Svanur Guðmundsson skrifar

Hafnaðir þú Margrét Sanders?
Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar

Viðbrögð barna við sorg
Matthildur Bjarnadóttir skrifar

Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf
Hafrún Kristjánsdóttir skrifar

Aðgát skal höfð...
Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar

Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd?
Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar

Sameinumst – stétt með stétt
Sævar Jónsson skrifar

Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs
Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra?
Helga C Reynisdóttir skrifar

Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun
Björn Sævar Einarsson skrifar

Íþróttastarf fyrir alla
Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar

Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins
Meyvant Þórólfsson skrifar

Að verja friðinn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

12 spor ríkisstjórnarinnar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Færni í nýsköpun krefst þjálfunar
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf
Edda Rut Björnsdóttir skrifar

Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru
Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Um Varasjóð VR
Flosi Eiríksson skrifar

Töfrakista tækifæranna
Hrefna Óskarsdóttir skrifar

Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Frelsið er yndislegt þegar það hentar
Jens Garðar Helgason skrifar

Borgaralegt og hernaðarlegt
Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum
Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið?
Sigvaldi Einarsson skrifar