Körfubolti

Tvöfaldur háskólameistari tekur við Oklahoma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Billy Donovan á hliðarlínunni.
Billy Donovan á hliðarlínunni. vísir/getty
Billy Donovan hefur verið ráðinn þjálfari Oklahoma City í NBA-körfuboltanum, en þessi 49 ára gamli þjálfari hefur undanfarin ár þjálfað Florida í háskólaboltanum.

Donovan hafði stýrt Florida í NCAA-háskólakörfuboltanum frá árinu 1996 og vann meðal annars í tvígang háskólakörfuboltann með þeim; fyrst árið 2006 og svo vörðu þeir titilinn árið eftir.

Hann hefur einnig þjálfað Marshall í háskólakörfuboltanum, en þegar hann lék á sínum tíma var hann leikstjórnandi. Leikmannaferill hans er ekki lengur, en hann lék einungis með Utah Jazz.

Oklahoma er með stórstjörnur á borð við leikmann ársins tímabilið 2013-2014 og svo stigahæsta leikmanninn 2014-2015 Kevin Durant. Durant verður því samningslaus eftir næsta tímabil svo það gefur Donovan ekki mikin tíma að búa til gott samband við stórstjörnuna.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×