„Gjörsamlega átti salinn“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2015 21:00 „Maður veit þó yfirleitt af forsetanum á bakvið sig.“ Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hélt ræðu í dag fyrir tómum Alþingissal. Þá var hann að mæla fyrir lögum um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Í dag var mælt fyrir mörgum málum og á slíkum dögum segir Guðmundur að fámennt geti verið í þingsalnum. „Þegar ég lenti í því í fyrsta skipti að tala fyrir tómum þingsal, reyndi svolítið á. Maður þurfti að ímynda sér að maður væri að tala við einhvern. Síðan kemst þetta í vana,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur segir þó að yfirleitt sitji einhver í þingsalnum, en nú hafi enginn gert það. „Þá reynir maður bara að ímynda sér að maður sé að tala við einhvern.“ Hann segir þetta hafa verið svipað og giggið hjá hljómsveit hans, Ske í Hull í gamla daga. „Ég held að enginn hafi mætt. Það var bara hljóðmaðurinn.“ „Málið var mikilvægt. Um að auglýsa stöður sendiherra og innblásin ræða um gagnsæi, jafnræði og fagmennsku í skipun opinberra starfa.“ Frumvarp Guðmundar má sjá hér á vef Alþingis. Þá mætti horfa á ræðu hans hér, en svo virðist sem að bilun hafi orðið á vef Alþingis. „Maður er að tala fyrir tómum sal sem er kannski sérstakt. Maður er að tala um hjartans mál og erfitt að ná einhverju flugi ef maður er að horfa á engan. Maður veit þó yfirleitt af forsetanum á bakvið sig. Svo eru auðvitað myndavélar og það er talsvert áhorf á Alþingisrásina.“ Guðmundur birti mynd af sér í tómum salnum á Facebook fyrr í kvöld. Margir hverjir sem tjá sig um myndina og deila henni virðast ósáttir og segja Alþingismenn ekki vera að sinna vinnunni sinni. „Svo ég beri nú blak að samþingmönnum mínum er það ekki eina hlutverk þingmanna að sitja í þingsal. Það eru margar leiðir til að fylgjast með þingstörfum. Þetta er allt á netinu og útsendingunni er sjónvarpað á allar skrifstofur þingmanna,“ segir Guðmundur. Var að mæla fyrir frumvarpi um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Flutti að sjálfsögðu innblásna ræðu um mikilvægi jafnræðis, gagnsæis og fagmennsku við skipun í opinber embætti. Gjörsamlega átti salinn.Posted by Guðmundur Steingrímsson on Thursday, April 30, 2015 Alþingi Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hélt ræðu í dag fyrir tómum Alþingissal. Þá var hann að mæla fyrir lögum um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Í dag var mælt fyrir mörgum málum og á slíkum dögum segir Guðmundur að fámennt geti verið í þingsalnum. „Þegar ég lenti í því í fyrsta skipti að tala fyrir tómum þingsal, reyndi svolítið á. Maður þurfti að ímynda sér að maður væri að tala við einhvern. Síðan kemst þetta í vana,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur segir þó að yfirleitt sitji einhver í þingsalnum, en nú hafi enginn gert það. „Þá reynir maður bara að ímynda sér að maður sé að tala við einhvern.“ Hann segir þetta hafa verið svipað og giggið hjá hljómsveit hans, Ske í Hull í gamla daga. „Ég held að enginn hafi mætt. Það var bara hljóðmaðurinn.“ „Málið var mikilvægt. Um að auglýsa stöður sendiherra og innblásin ræða um gagnsæi, jafnræði og fagmennsku í skipun opinberra starfa.“ Frumvarp Guðmundar má sjá hér á vef Alþingis. Þá mætti horfa á ræðu hans hér, en svo virðist sem að bilun hafi orðið á vef Alþingis. „Maður er að tala fyrir tómum sal sem er kannski sérstakt. Maður er að tala um hjartans mál og erfitt að ná einhverju flugi ef maður er að horfa á engan. Maður veit þó yfirleitt af forsetanum á bakvið sig. Svo eru auðvitað myndavélar og það er talsvert áhorf á Alþingisrásina.“ Guðmundur birti mynd af sér í tómum salnum á Facebook fyrr í kvöld. Margir hverjir sem tjá sig um myndina og deila henni virðast ósáttir og segja Alþingismenn ekki vera að sinna vinnunni sinni. „Svo ég beri nú blak að samþingmönnum mínum er það ekki eina hlutverk þingmanna að sitja í þingsal. Það eru margar leiðir til að fylgjast með þingstörfum. Þetta er allt á netinu og útsendingunni er sjónvarpað á allar skrifstofur þingmanna,“ segir Guðmundur. Var að mæla fyrir frumvarpi um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Flutti að sjálfsögðu innblásna ræðu um mikilvægi jafnræðis, gagnsæis og fagmennsku við skipun í opinber embætti. Gjörsamlega átti salinn.Posted by Guðmundur Steingrímsson on Thursday, April 30, 2015
Alþingi Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Sjá meira