Þættirnir Goðsagnir efstu deildar hefjast á Stöð 2 Sport á föstudag.
Ferill Inga Björns Albertssonar er tekinn fyrir í þættinum sem fer í loftið klukkan 21.00.
Ingi Björn er næstmarkahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi en hann skoraði 126 mörk á glæstum ferli í efstu deild.
Síðar í kvöld mun Vísir birta áhugavert innslag með Inga Björn þar sem hann talar um samskipti sín við Tony Knapp, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann var ekki í miklum metum hjá Inga Birni.
Það er Garðar Örn Arnarson er leikstjóri þáttanna. Hér að ofan má sjá stiklu úr þættinum.
