Frederik Schram fundinn Aron Guðmundsson skrifar 9. maí 2025 09:00 Frederik Schram er mættur aftur á Hlíðarenda og er klár í að byrja næsta leik Vals í Bestu deildinni. Eftir stutt stopp í Danmörku er markvörðurinn Frederik Schram mættur aftur til Vals eftir að hafa farið frá liðinu eftir síðasta tímabil. Þrátt fyrir að hafa ekki ætlað sér að koma aftur til Íslands að spila fótbolta gat hann ekki annað en gripið tækifærið þegar að það gafst. Fjarvera hans í leik gegn FH á dögunum vakti upp spurningar en nú er Frederik Schram mættur. Frederik, sem á að baki 55 leiki í efstu deild hér á landi, spilaði með Val á síðasta tímabili en gekk svo í raðir Roskilde í Danmörku. Hann er nú mættur aftur á Hlíðarenda og skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Val. „Fyrst og fremst er þetta bara geggjað. Aðeins skrítið líka,“ segir Frederik í samtali við íþróttadeild. „Það var ekki planið að koma hingað aftur en stundum er þetta bara þannig í fótboltanum að þú þarft að grípa tækifærið þegar að það gefst. Þetta tækifæri kom á réttum tíma fyrir mig og ég er bara mjög ánægður með að vera kominn á Hlíðarenda aftur.“ Félagsskiptin áttu sér stuttan aðdraganda en gengu fljótt fyrir sig. „Ég var með fókusinn á Roskilde, við vorum í smá fallbaráttu þar en allt í einu kom Valur inn í myndina og við fundum lausn á þessu með Roskilde. Bæði fyrir mig og fjölskylduna mína. Við söknuðum alveg Íslands eftir að við vorum komin aftur til Danmerkur og höfðum alveg talað um það okkar á milli að það gæti verið gott að fara á einhverjum tímapunkti aftur til Íslands.“ Forráðamenn Roskilde sýndu Frederik skilning í þessum aðstæðum. „En ég skil alveg að þeir hafi kannski verið smá ósáttir. Ég var einn af reynslumestu leikmönnum liðsins en Roskilde er með frekar ungt lið. Þá var ég varafyrirliði og auðvitað var þetta skrýtin staða en þeir óskuðu mér bara velfarnaðar, gerðu ekkert mál úr þessu.“ Valsmenn vildu semja á nýjan leik við Frederik á síðasta ári en þá náðist ekki samkomulag milli hans og félagsins. Af hverju? „Það er bara stundum svoleiðis í fótboltanum. Við ræddum lengi saman og reyndum, bæði ég og stjórn Vals, að ná samkomulagi. Það gekk ekki upp á þeim tíma. Núna stóðu málin öðruvísi og auðvelt fyrir bæði mig og þá að taka þessa ákvörðun.“ En alveg ljóst að viðskilnaðurinn við Val á sínum tíma hafi verið í góðu fyrst Frederik er mættur aftur á Hlíðarenda. „Fólk sem þekkir mig veit að ég er ekki týpan sem talar illa um aðra. Þetta voru bara viðræður milli fólks, ekkert persónulegt. Mér hefur alltaf liðið vel í Val.“ Ekki eins og í tölvuleik Valsmenn greindu frá komu Frederiks þann 25.apríl en hann mætti ekki til landsins fyrr en í þessari viku og mátti greina það á umræðunni að fólk furðaði sig á fjarveru hans í síðustu umferð Bestu deildarinnar. „Þetta er ekki eins og í tölvuleik þar sem að þú færir leikmann frá Danmörku yfir til Íslands og hann er bara strax mættur. Ég er fjölskyldumaður og skiptin sjálf til Vals gengu hratt fyrir sig en ég á hús og fjölskyldu í Danmörku, var að byrja í nýrri vinnu á mánudaginn. Það eru margir hlutir sem ég þurfti að ganga frá áður en ég kæmi hingað og menn hér hjá Val voru sammála því að það gengi ekki upp að ég væri kæmi hingað strax en að hausinn væri enn í Danmörku.“ Þurfa að vera þolinmóðir Valsmenn eru í brekku í Bestu deildinni, 3-0 tap gegn FH í síðustu umferð hefur vakið upp spurningarmerki um bæði leikmenn og þjálfara liðsins. Frederik vill gera sitt til að rétta skútuna við. „Við þurfum bara að vera þolinmóðir. Það eru gæði í þessu liði. Stigin sem liðið hefur nælt í eru kannski ekki eins mörg og við var búist en fótboltinn er stundum þannig. Ef við vinnum næstu þrjá leiki þá er enginn að spá í þessu. Við tökum einn leik í einu. Ég er búinn að æfa með liðinu, það eru frábær gæði hér, hátt tempó. Ég hlakka bara til að spila næsta leik, þá vonandi fara stigin þrjú að skila sér til okkar,“ segir Frederik sem er klár í að byrja næsta leik Vals gegn ÍA á laugardaginn kemur. Tveggja og hálfs árs samningur undirritaður á Hlíðarenda og markmið Frederiks eru þau sömu og áður í Vals treyjunni. „Vinna titla. Valur er félag sem þarf að vinna titla, það er langt síðan síðast og þá væri gaman að komast langt í Evrópu. Það verður líka gott að fara vinna leiki aftur. Það er aðeins öðruvísi að koma til félags þar sem krafan er að vinna hvern leik ólíkt því sem ég upplifði hjá Roskilde þar sem að hver sigurleikur er nánast eins og að vinna titil. Vonandi get ég hjálpað til við að Valur nái árangri.“ Besta deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Frederik, sem á að baki 55 leiki í efstu deild hér á landi, spilaði með Val á síðasta tímabili en gekk svo í raðir Roskilde í Danmörku. Hann er nú mættur aftur á Hlíðarenda og skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Val. „Fyrst og fremst er þetta bara geggjað. Aðeins skrítið líka,“ segir Frederik í samtali við íþróttadeild. „Það var ekki planið að koma hingað aftur en stundum er þetta bara þannig í fótboltanum að þú þarft að grípa tækifærið þegar að það gefst. Þetta tækifæri kom á réttum tíma fyrir mig og ég er bara mjög ánægður með að vera kominn á Hlíðarenda aftur.“ Félagsskiptin áttu sér stuttan aðdraganda en gengu fljótt fyrir sig. „Ég var með fókusinn á Roskilde, við vorum í smá fallbaráttu þar en allt í einu kom Valur inn í myndina og við fundum lausn á þessu með Roskilde. Bæði fyrir mig og fjölskylduna mína. Við söknuðum alveg Íslands eftir að við vorum komin aftur til Danmerkur og höfðum alveg talað um það okkar á milli að það gæti verið gott að fara á einhverjum tímapunkti aftur til Íslands.“ Forráðamenn Roskilde sýndu Frederik skilning í þessum aðstæðum. „En ég skil alveg að þeir hafi kannski verið smá ósáttir. Ég var einn af reynslumestu leikmönnum liðsins en Roskilde er með frekar ungt lið. Þá var ég varafyrirliði og auðvitað var þetta skrýtin staða en þeir óskuðu mér bara velfarnaðar, gerðu ekkert mál úr þessu.“ Valsmenn vildu semja á nýjan leik við Frederik á síðasta ári en þá náðist ekki samkomulag milli hans og félagsins. Af hverju? „Það er bara stundum svoleiðis í fótboltanum. Við ræddum lengi saman og reyndum, bæði ég og stjórn Vals, að ná samkomulagi. Það gekk ekki upp á þeim tíma. Núna stóðu málin öðruvísi og auðvelt fyrir bæði mig og þá að taka þessa ákvörðun.“ En alveg ljóst að viðskilnaðurinn við Val á sínum tíma hafi verið í góðu fyrst Frederik er mættur aftur á Hlíðarenda. „Fólk sem þekkir mig veit að ég er ekki týpan sem talar illa um aðra. Þetta voru bara viðræður milli fólks, ekkert persónulegt. Mér hefur alltaf liðið vel í Val.“ Ekki eins og í tölvuleik Valsmenn greindu frá komu Frederiks þann 25.apríl en hann mætti ekki til landsins fyrr en í þessari viku og mátti greina það á umræðunni að fólk furðaði sig á fjarveru hans í síðustu umferð Bestu deildarinnar. „Þetta er ekki eins og í tölvuleik þar sem að þú færir leikmann frá Danmörku yfir til Íslands og hann er bara strax mættur. Ég er fjölskyldumaður og skiptin sjálf til Vals gengu hratt fyrir sig en ég á hús og fjölskyldu í Danmörku, var að byrja í nýrri vinnu á mánudaginn. Það eru margir hlutir sem ég þurfti að ganga frá áður en ég kæmi hingað og menn hér hjá Val voru sammála því að það gengi ekki upp að ég væri kæmi hingað strax en að hausinn væri enn í Danmörku.“ Þurfa að vera þolinmóðir Valsmenn eru í brekku í Bestu deildinni, 3-0 tap gegn FH í síðustu umferð hefur vakið upp spurningarmerki um bæði leikmenn og þjálfara liðsins. Frederik vill gera sitt til að rétta skútuna við. „Við þurfum bara að vera þolinmóðir. Það eru gæði í þessu liði. Stigin sem liðið hefur nælt í eru kannski ekki eins mörg og við var búist en fótboltinn er stundum þannig. Ef við vinnum næstu þrjá leiki þá er enginn að spá í þessu. Við tökum einn leik í einu. Ég er búinn að æfa með liðinu, það eru frábær gæði hér, hátt tempó. Ég hlakka bara til að spila næsta leik, þá vonandi fara stigin þrjú að skila sér til okkar,“ segir Frederik sem er klár í að byrja næsta leik Vals gegn ÍA á laugardaginn kemur. Tveggja og hálfs árs samningur undirritaður á Hlíðarenda og markmið Frederiks eru þau sömu og áður í Vals treyjunni. „Vinna titla. Valur er félag sem þarf að vinna titla, það er langt síðan síðast og þá væri gaman að komast langt í Evrópu. Það verður líka gott að fara vinna leiki aftur. Það er aðeins öðruvísi að koma til félags þar sem krafan er að vinna hvern leik ólíkt því sem ég upplifði hjá Roskilde þar sem að hver sigurleikur er nánast eins og að vinna titil. Vonandi get ég hjálpað til við að Valur nái árangri.“
Besta deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira