„Þurftum að grafa djúpt“ Árni Gísli Magnússon skrifar 11. maí 2025 21:31 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, náði í þrjú stig norður á Ákureyri í dag. Vísir/Pawel Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður að hafa náð í þrjú stig norðan heiða með 1-0 sigri gegn KA fyrr í dag. „Sáttur með sigurinn. Erfiður útivöllur á móti vel mönnuðu og vel skipulögðu KA liði. Mjög þéttir í dag og erfitt að brjóta þá á bak aftur en gerðum vel að brjóta ísinn, svo fannst mér í seinni hálfleik við átt að gera út um leikinn en gerum vel allavega að sigla þessu heim í lokin,” sagði Halldór. Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og lítið markvert sem gerðist eftir markið en Halldóri fannst lið sitt alltaf hafa stjórn á leiknum. Erfitt að brjóta þetta á bak aftur „Við erum náttúrulega meira og minna með boltann í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að hafa fengið mark á sig voru þeir trúir kerfinu með fimm manna þétta vörn og þrjá öfluga, duglega, sterka gæja þar fyrir framan. Það er erfitt að brjóta þetta á bak aftur. Mér fannst þeir koma aðeins hærra upp í seinni hálfleik og Aron Bjarnason kemst einn í gegn hérna í eiginlega bara fyrstu sókninni og svo fáum við færi og stöður um miðbik hálfleiksins til að gera út um leikinn og auðvitað þurfum við að gera betur úr því.” „Úr því sem komið er að þeir kasta öllu fram hérna í lokin og gera það bara ágætlega og klárum þetta bara á því að vera sterkir að verjast fösum leikatriðum og björgum bara á línu eftir eitt slíkt og við þurftum að grafa djúpt eftir þessu að lokum sem mér fannst óþarfi. Mér fannst við fá tækifæri til að klára þetta mikið fyrr.” Tökum enga sénsa með hann Höskuldur Gunnlaugsson fór af velli í hálfleik vegna meiðsla og var Halldór spurður út í meiðslin. „Bara stífur í náranum og tökum enga sénsa með hann. Þetta er vonandi lítið. Hef talað um það að rótera hópnum og treysta mönnum og við erum með stóran hóp þannig að það var engin ástæða til að taka sénsinn á honum og Kiddi Steindórs kemur þarna inn í hálfleik og var algjörlega frábær bæði varnarlega og sóknarlega. Besti maður vallarsins í dag að mínu mati, alvöru hrós á hann og sýnir styrkleika hans og breiddina.” Breiðablik fær Vestra í heimsókn í 16-liða úrslitum á bikarsins kemur en bæði lið farið vel af stað í deildinni. „Áhugavert verkefni. Við spiluðum hörkuleik við þá fyrir vestan um daginn. Við erum búnir að vinna þá og þeir ekki tapað öðrum leikjum í sumar þannig að þeir verða kannski ekki ósvipaðir og KA mennirnir í dag, erfitt að brjóta þá niður. Við þurfum að gera betur þegar við fáum svona stöður eins og við fengum í seinni hálfleik á móti Vestra en það verður annar þolinmæðisleikur.” Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
„Sáttur með sigurinn. Erfiður útivöllur á móti vel mönnuðu og vel skipulögðu KA liði. Mjög þéttir í dag og erfitt að brjóta þá á bak aftur en gerðum vel að brjóta ísinn, svo fannst mér í seinni hálfleik við átt að gera út um leikinn en gerum vel allavega að sigla þessu heim í lokin,” sagði Halldór. Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og lítið markvert sem gerðist eftir markið en Halldóri fannst lið sitt alltaf hafa stjórn á leiknum. Erfitt að brjóta þetta á bak aftur „Við erum náttúrulega meira og minna með boltann í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að hafa fengið mark á sig voru þeir trúir kerfinu með fimm manna þétta vörn og þrjá öfluga, duglega, sterka gæja þar fyrir framan. Það er erfitt að brjóta þetta á bak aftur. Mér fannst þeir koma aðeins hærra upp í seinni hálfleik og Aron Bjarnason kemst einn í gegn hérna í eiginlega bara fyrstu sókninni og svo fáum við færi og stöður um miðbik hálfleiksins til að gera út um leikinn og auðvitað þurfum við að gera betur úr því.” „Úr því sem komið er að þeir kasta öllu fram hérna í lokin og gera það bara ágætlega og klárum þetta bara á því að vera sterkir að verjast fösum leikatriðum og björgum bara á línu eftir eitt slíkt og við þurftum að grafa djúpt eftir þessu að lokum sem mér fannst óþarfi. Mér fannst við fá tækifæri til að klára þetta mikið fyrr.” Tökum enga sénsa með hann Höskuldur Gunnlaugsson fór af velli í hálfleik vegna meiðsla og var Halldór spurður út í meiðslin. „Bara stífur í náranum og tökum enga sénsa með hann. Þetta er vonandi lítið. Hef talað um það að rótera hópnum og treysta mönnum og við erum með stóran hóp þannig að það var engin ástæða til að taka sénsinn á honum og Kiddi Steindórs kemur þarna inn í hálfleik og var algjörlega frábær bæði varnarlega og sóknarlega. Besti maður vallarsins í dag að mínu mati, alvöru hrós á hann og sýnir styrkleika hans og breiddina.” Breiðablik fær Vestra í heimsókn í 16-liða úrslitum á bikarsins kemur en bæði lið farið vel af stað í deildinni. „Áhugavert verkefni. Við spiluðum hörkuleik við þá fyrir vestan um daginn. Við erum búnir að vinna þá og þeir ekki tapað öðrum leikjum í sumar þannig að þeir verða kannski ekki ósvipaðir og KA mennirnir í dag, erfitt að brjóta þá niður. Við þurfum að gera betur þegar við fáum svona stöður eins og við fengum í seinni hálfleik á móti Vestra en það verður annar þolinmæðisleikur.”
Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira