Mislukkuð hugbúnaðarverkefni kostuðu ríkið milljónir Bjarki Ármannsson skrifar 13. apríl 2015 21:48 Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum áratug samið við fyrirtækið Forsvar ehf. á Hvammstanga um gerð fjögurra hugbúnaðarverkefna en ekkert þeirra er í notkun í dag. Vísir/AFP Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum áratug samið við fyrirtækið Forsvar ehf. á Hvammstanga um gerð fjögurra hugbúnaðarverkefna en ekkert þeirra er í notkun í dag. Verkefnin voru ekki boðin út og þrjú þeirra hafa ítrekað sætt gagnrýni af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna þess hvernig staðið var að þeim. Kostnaður ríkisins við verkefnin nam hátt í tvö hundruð milljónir króna á núvirði. Frá þessu var greint í Kastljósi á RÚV í kvöld. Þar kom einnig fram að einn fulltrúa þáverandi félagsmálaráðherra í stýrihóp sem hafði umsjón með einu verkefnanna gegndi á sama tíma starfi stjórnarformanns Forsvars. Einnig var hann eigandi fyrirtækis sem síðar rak hugbúnaðinn. „Flestir myndu kalla þetta einhvers konar spillingu, óvönduð stjórnsýsla er kannski smekklegra orðalag,“ sagði Eiríkur Karl Ólafsson Smith, verkefnastjóri í fötlunarfræði við Háskóla Íslands, í Kastljósi.Ókláruð vinna fór langt fram úr kostnaðaráætlunÞað voru sjávarútvegs- og félagsmálaráðuneytið sem stóðu að gerð samninganna við Forsvar. Um var að ræða fjögur verkefni á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðargerð. Aðeins eitt þeirra, upplýsingakerfi um þjónustu við fatlaða, komst í notkun og það aðeins tímabundið. Fyrsti samningurinn sem gerður var við fyrirtækið, árið 2003, sneri að hugbúnaði til að halda utan um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Verkefnið var lagt á hilluna óklárað þegar Samband íslenskra sveitarfélaga ákvað að kaupa annað hugbúnað, en þá var kostnaður við verkefnið þegar kominn langt fram úr áætlun.Páll Pétursson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis.Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra og þingmaður kjördæmisins, skrifaði undir samninginn við Forsvar og lýsti við tilefnið yfir ánægju yfir því að aðili á landsbyggðinni hefði fengið verkefnið. Ríkisendurskoðun gerði síðar athugasemdir við samninginn, meðal annars vegna þess að verkið var ekki boðið út, vinnan aldrei kláruð og engin ákvæði um vanefndir eða tafabætur voru í samningnum.Gerði samning við sjálfan sigGarðar Jónsson, þáverandi skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytisins, var viðstaddur undirritun samningsins árið 2003. Hann var síðar skipaður í stýrihóp um uppbyggingu upplýsingakerfis um félagsþjónustu fatlaðra, sem síðar fékk heitið Gróska, og hélt sæti sínu í hópnum eftir að hann sagði upp störfum hjá ráðuneytinu árið 2004. Stuttu síðar stofnaði hann félagið Glax group ásamt Elínu Líndal, skrifstofustjóra Forsvars og fyrrverandi aðstoðarþingmanni Páls Péturssonar. Svo fór að ráðuneytið samdi við Forsvar um þarfagreiningu vegna Grósku og úthlutaði fyrirtækinu síðan verkefnið, án útboðs.Garðar Jónsson sat beggja vegna borðsins í samningaviðræðum ríkisins við Forsvar.Vísir/Hörður SveinssonEftir að Forsvar fékk þennan samning, settist Garðar í stól stjórnarformanns fyrirtækisins. Hann hélt þó enn sæti sínu í stýrihópnum, meira að segja þegar félagsmálaráðuneytið skrifaði undir annan samning við Forsvar. Formaður stýrihópsins skrifaði undir samninginn fyrir hönd ráðuneytisins.Aldrei það stjórntæki sem ætlast var til Ríkisendurskoðun gerði ítrekaðar athugasemdir við það að kostnaður við Grósku fór langt fram úr áætlun án þess að kerfið yrði nokkurn tímann það stjórntæki sem ætlast var til, meðal annars vegna tæknilegra galla. Þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríkinu til sveitarfélaga var hætt að notast við kerfið, að því er virðist í öllum sveitarfélögum nema í Hornafirði og Húnaþingi vestra, en kostnaður við það hafði þá þegar numið um áttatíu milljónum króna á núvirði. „Það er farið fram hjá lögum um opinber innkaup, virðist vera,“ sagði Gestur Páll Reynisson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, í Kastljósi um vinnubrögð ríkisins í samningagerð við Forsvar. „Í tilviki eins meðlims stýrihópsins er um skýrt vanhæfi að ræða.“Uppfært klukkan 10:33Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að kostnaður við Grósku hefði numið 80 milljörðum króna þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríki til sveitarfélaga. Hið rétta er að kostnaðurinn nam 80 milljónum króna. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum áratug samið við fyrirtækið Forsvar ehf. á Hvammstanga um gerð fjögurra hugbúnaðarverkefna en ekkert þeirra er í notkun í dag. Verkefnin voru ekki boðin út og þrjú þeirra hafa ítrekað sætt gagnrýni af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna þess hvernig staðið var að þeim. Kostnaður ríkisins við verkefnin nam hátt í tvö hundruð milljónir króna á núvirði. Frá þessu var greint í Kastljósi á RÚV í kvöld. Þar kom einnig fram að einn fulltrúa þáverandi félagsmálaráðherra í stýrihóp sem hafði umsjón með einu verkefnanna gegndi á sama tíma starfi stjórnarformanns Forsvars. Einnig var hann eigandi fyrirtækis sem síðar rak hugbúnaðinn. „Flestir myndu kalla þetta einhvers konar spillingu, óvönduð stjórnsýsla er kannski smekklegra orðalag,“ sagði Eiríkur Karl Ólafsson Smith, verkefnastjóri í fötlunarfræði við Háskóla Íslands, í Kastljósi.Ókláruð vinna fór langt fram úr kostnaðaráætlunÞað voru sjávarútvegs- og félagsmálaráðuneytið sem stóðu að gerð samninganna við Forsvar. Um var að ræða fjögur verkefni á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðargerð. Aðeins eitt þeirra, upplýsingakerfi um þjónustu við fatlaða, komst í notkun og það aðeins tímabundið. Fyrsti samningurinn sem gerður var við fyrirtækið, árið 2003, sneri að hugbúnaði til að halda utan um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Verkefnið var lagt á hilluna óklárað þegar Samband íslenskra sveitarfélaga ákvað að kaupa annað hugbúnað, en þá var kostnaður við verkefnið þegar kominn langt fram úr áætlun.Páll Pétursson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis.Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra og þingmaður kjördæmisins, skrifaði undir samninginn við Forsvar og lýsti við tilefnið yfir ánægju yfir því að aðili á landsbyggðinni hefði fengið verkefnið. Ríkisendurskoðun gerði síðar athugasemdir við samninginn, meðal annars vegna þess að verkið var ekki boðið út, vinnan aldrei kláruð og engin ákvæði um vanefndir eða tafabætur voru í samningnum.Gerði samning við sjálfan sigGarðar Jónsson, þáverandi skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytisins, var viðstaddur undirritun samningsins árið 2003. Hann var síðar skipaður í stýrihóp um uppbyggingu upplýsingakerfis um félagsþjónustu fatlaðra, sem síðar fékk heitið Gróska, og hélt sæti sínu í hópnum eftir að hann sagði upp störfum hjá ráðuneytinu árið 2004. Stuttu síðar stofnaði hann félagið Glax group ásamt Elínu Líndal, skrifstofustjóra Forsvars og fyrrverandi aðstoðarþingmanni Páls Péturssonar. Svo fór að ráðuneytið samdi við Forsvar um þarfagreiningu vegna Grósku og úthlutaði fyrirtækinu síðan verkefnið, án útboðs.Garðar Jónsson sat beggja vegna borðsins í samningaviðræðum ríkisins við Forsvar.Vísir/Hörður SveinssonEftir að Forsvar fékk þennan samning, settist Garðar í stól stjórnarformanns fyrirtækisins. Hann hélt þó enn sæti sínu í stýrihópnum, meira að segja þegar félagsmálaráðuneytið skrifaði undir annan samning við Forsvar. Formaður stýrihópsins skrifaði undir samninginn fyrir hönd ráðuneytisins.Aldrei það stjórntæki sem ætlast var til Ríkisendurskoðun gerði ítrekaðar athugasemdir við það að kostnaður við Grósku fór langt fram úr áætlun án þess að kerfið yrði nokkurn tímann það stjórntæki sem ætlast var til, meðal annars vegna tæknilegra galla. Þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríkinu til sveitarfélaga var hætt að notast við kerfið, að því er virðist í öllum sveitarfélögum nema í Hornafirði og Húnaþingi vestra, en kostnaður við það hafði þá þegar numið um áttatíu milljónum króna á núvirði. „Það er farið fram hjá lögum um opinber innkaup, virðist vera,“ sagði Gestur Páll Reynisson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, í Kastljósi um vinnubrögð ríkisins í samningagerð við Forsvar. „Í tilviki eins meðlims stýrihópsins er um skýrt vanhæfi að ræða.“Uppfært klukkan 10:33Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að kostnaður við Grósku hefði numið 80 milljörðum króna þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríki til sveitarfélaga. Hið rétta er að kostnaðurinn nam 80 milljónum króna.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent