NBA: Westbrook fékk að spila og OKC er enn á lífi | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Russell Westbrook. Vísir/EPA Barátta New Orleans Pelicans og Oklahoma City Thunder um síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA heldur áfram og það kemur ekki í ljós fyrr en í lokaleik liðanna á miðvikudaginn hvort liðið fær áttunda sætið.Russell Westbrook skoraði 36 stig auk þess að taka 11 fráköst og gefa 7 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder hélt sér á lífi með því að vinna 101-90 sigur á Portland Trail Blazers en tap hefði þýtt að Thunder-liðið kæmist ekki í úrslitakeppnina. Enes Kanter var með 27 stig og 13 fráköst fyrir OKC en Meyers Leonard skoraði mest fyrir Portland eða 24 stig. Russell Westbrook fékk tæknivillu í leiknum á undan sem var hans sextánda á tímabilinu og hefði þýtt leikbann. NBA-deildin ákvað hinsvegar að fella hana niður og því gat Westbrook spilað þennan mikilvæga leik í nótt.Anthony Davis var með 24 stig, 11 fráköst og 6 varin skot þegar New Orleans Pelicans vann 100-88 sigur á Minnesota Timberwolves. Tyreke Evans var með 22 stig og 6 stoðsendingar fyrir Pelicans og Eric Gordon skoraði 22 sitg. Zach LaVine var með 24 stig fyrir Minnesota. Oklahoma City Thunder verður þar með að vinna lokaleikinn sinn á móti Minnesota Timberwolves og treysta á það að meistarar San Antonio Spurs vinni New Orleans Pelicans. Þau úrslit myndu þýða að Thunder kæmist í úrslitakeppnin en New Orleans Pelicans sæti eftir.Nikola Mirotic skoraði 26 stig og Pau Gasol var með 22 stig og 11 fráköst þegar Chicago Bulls vann 113-86 sigur á Brooklyn Nets og tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Derrick Rose var með 13 stig og 7 stoðsendingar á 23 mínútum. Brooklyn Nets datt niður í 9. sætið í Austurdeildinni og þarf núna að vinna síðasta leikinn sinn á miðvikudaginn og treysta jafnframt á það að Indiana Pacers (8. sæti) tapi síðustu tveimur leikjum sínum.LeBron James var með þrennu, 21 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst, þegar Cleveland Cavaliers vann 109-97 sigur á Detroit Pistons. J.R. Smith setti niður átta þriggja stiga körfur og endaði með 28 stig fyrir Cleveland-liðið sem hefur unnuð 33 af 42 leikjum sínum frá 15. janúar. Það er líka mikil spenna í baráttunni um 2. sætið í Vestrinu en bæði Houston Rockets og Los Angeles Clippers unnu leiki sína í nótt. San Antonio Spurs hefur unnið ellefu leiki í röð og öll þessi þrjú lið hafa unnið 55 leiki þegar þau eiga aðeins einn leik eftir.James Harden skoraði 29 stig og Josh Smith var með 16 stig og 11 fráköst þegar Houston Rockets vann 100-90 útisigur á Charlotte Hornets. Jason Terry skoraði 13 stig fyrir Houston og þeir Trevor Ariza og Corey Brewer skoruðu báðir 11 stig.Blake Griffin var með 22 stig og DeAndre Jordan náði tröllatvennu, 20 stig og 21 frákast, þegar Los Angeles Clippers vann 110-103 sigur á Denver Nuggets. Þetta var sjötti sigur Clippers-liðsins í röð. Griffin var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Houston Rockets 90-100 Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 109-97 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 97-107 Atlanta Hawks - New York Knicks 108-112 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 86-113 Miami Heat - Orlando Magic 100-93 Minnesota Timberwolves - New Orleans Pelicans 88-100 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 101-90 Utah Jazz - Dallas Mavericks 109-92 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 102-92 Golden State Warriors - Memphis Grizzlies 111-107 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 110-103Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Barátta New Orleans Pelicans og Oklahoma City Thunder um síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA heldur áfram og það kemur ekki í ljós fyrr en í lokaleik liðanna á miðvikudaginn hvort liðið fær áttunda sætið.Russell Westbrook skoraði 36 stig auk þess að taka 11 fráköst og gefa 7 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder hélt sér á lífi með því að vinna 101-90 sigur á Portland Trail Blazers en tap hefði þýtt að Thunder-liðið kæmist ekki í úrslitakeppnina. Enes Kanter var með 27 stig og 13 fráköst fyrir OKC en Meyers Leonard skoraði mest fyrir Portland eða 24 stig. Russell Westbrook fékk tæknivillu í leiknum á undan sem var hans sextánda á tímabilinu og hefði þýtt leikbann. NBA-deildin ákvað hinsvegar að fella hana niður og því gat Westbrook spilað þennan mikilvæga leik í nótt.Anthony Davis var með 24 stig, 11 fráköst og 6 varin skot þegar New Orleans Pelicans vann 100-88 sigur á Minnesota Timberwolves. Tyreke Evans var með 22 stig og 6 stoðsendingar fyrir Pelicans og Eric Gordon skoraði 22 sitg. Zach LaVine var með 24 stig fyrir Minnesota. Oklahoma City Thunder verður þar með að vinna lokaleikinn sinn á móti Minnesota Timberwolves og treysta á það að meistarar San Antonio Spurs vinni New Orleans Pelicans. Þau úrslit myndu þýða að Thunder kæmist í úrslitakeppnin en New Orleans Pelicans sæti eftir.Nikola Mirotic skoraði 26 stig og Pau Gasol var með 22 stig og 11 fráköst þegar Chicago Bulls vann 113-86 sigur á Brooklyn Nets og tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Derrick Rose var með 13 stig og 7 stoðsendingar á 23 mínútum. Brooklyn Nets datt niður í 9. sætið í Austurdeildinni og þarf núna að vinna síðasta leikinn sinn á miðvikudaginn og treysta jafnframt á það að Indiana Pacers (8. sæti) tapi síðustu tveimur leikjum sínum.LeBron James var með þrennu, 21 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst, þegar Cleveland Cavaliers vann 109-97 sigur á Detroit Pistons. J.R. Smith setti niður átta þriggja stiga körfur og endaði með 28 stig fyrir Cleveland-liðið sem hefur unnuð 33 af 42 leikjum sínum frá 15. janúar. Það er líka mikil spenna í baráttunni um 2. sætið í Vestrinu en bæði Houston Rockets og Los Angeles Clippers unnu leiki sína í nótt. San Antonio Spurs hefur unnið ellefu leiki í röð og öll þessi þrjú lið hafa unnið 55 leiki þegar þau eiga aðeins einn leik eftir.James Harden skoraði 29 stig og Josh Smith var með 16 stig og 11 fráköst þegar Houston Rockets vann 100-90 útisigur á Charlotte Hornets. Jason Terry skoraði 13 stig fyrir Houston og þeir Trevor Ariza og Corey Brewer skoruðu báðir 11 stig.Blake Griffin var með 22 stig og DeAndre Jordan náði tröllatvennu, 20 stig og 21 frákast, þegar Los Angeles Clippers vann 110-103 sigur á Denver Nuggets. Þetta var sjötti sigur Clippers-liðsins í röð. Griffin var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Houston Rockets 90-100 Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 109-97 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 97-107 Atlanta Hawks - New York Knicks 108-112 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 86-113 Miami Heat - Orlando Magic 100-93 Minnesota Timberwolves - New Orleans Pelicans 88-100 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 101-90 Utah Jazz - Dallas Mavericks 109-92 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 102-92 Golden State Warriors - Memphis Grizzlies 111-107 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 110-103Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira