Nýir orkusamningar í bið hjá Landsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2015 22:15 Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið komið á endastöð með nýja orkusamninga. Ekki verði samið um meiri raforkusölu fyrr en fyrir liggi hvort Alþingi leyfi fleiri virkjanakosti í rammaáætlun. Landsvirkjun gekk í gær frá samningum um smíði Þeistareykjavirkjunar sem miða við að hún hefji raforkuframleiðslu haustið 2017. Orkan þaðan fer meðal annars til að mæta orkuþörf fiskimjölsverksmiðja á Norðausturlandi og kísilvers á Bakka. Þegar spurt er hvaða virkjun komi þar á eftir horfir Landsvirkjun til stækkunar Búrfellsvirkjunar, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2. Öll leyfi liggi fyrir Búrfelli 2 og nýlokið sé útboðsferli verkhönnunar. „Þannig að eins og staðan er í dag er ekki ólíklegt að stækkun Búrfellsvirkjunar verði næsta verkefni.“Búrfellsvirkjun. Stækkun hennar verður líklegast næsta verkefni á eftir Þeistareykjavirkjun.Mynd/Landsvirkjun.Hörður segir Landsvirkjunarmenn nú bíða eftir því hvaða stefnu Alþingi móti með rammaáætlun um virkjunarkosti en fyrr verði í raun ekki hægt að gera nýja orkusamninga. „Við þurfum að fá skýrar línur þar til þess að mæta þeirri eftirspurn sem við sjáum. Við sjáum mjög fjölbreytta eftirspurn frá iðngreinum sem við höfum raunverulega ekki náð til áður. Þannig að til þess að geta gert þessa samninga þurfum við að fá fleiri virkjanakosti,“ segir Hörður. Fram hefur komið að bandaríska fyrirtækið Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, hafi óskað eftir orkukaupum frá Landsvirkjun. Getur Landsvirkjun mætt ósk Silicor? Hörður kveðst ekki vilja tjá sig um samninga við einstaka viðskiptavini. „En almennt séð get ég svarað því að við þurfum frekari virkjanakosti til að geta mætt frekari eftirspurn. Við höfum verið að bæta nýtingu kerfisins og bæta við notendum en við erum komin á endastöð í því.“ Alþingi Tengdar fréttir Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Auglýsa útboð vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun Landsvirkjun mun nú um helgina auglýsa útboð á ráðgjafaþjónustu vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun. 13. mars 2015 17:48 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04 Landsvirkjun hefur sett sér þrettán markmið í samfélagsábyrgð Landsvirkjun hefur birt markmið fyrirtækisins fyrir árið 2015 í tengslum við stefnu um samfélagsábyrgð en um er að ræða árlega marmiðasetningu. 23. mars 2015 16:58 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið komið á endastöð með nýja orkusamninga. Ekki verði samið um meiri raforkusölu fyrr en fyrir liggi hvort Alþingi leyfi fleiri virkjanakosti í rammaáætlun. Landsvirkjun gekk í gær frá samningum um smíði Þeistareykjavirkjunar sem miða við að hún hefji raforkuframleiðslu haustið 2017. Orkan þaðan fer meðal annars til að mæta orkuþörf fiskimjölsverksmiðja á Norðausturlandi og kísilvers á Bakka. Þegar spurt er hvaða virkjun komi þar á eftir horfir Landsvirkjun til stækkunar Búrfellsvirkjunar, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2. Öll leyfi liggi fyrir Búrfelli 2 og nýlokið sé útboðsferli verkhönnunar. „Þannig að eins og staðan er í dag er ekki ólíklegt að stækkun Búrfellsvirkjunar verði næsta verkefni.“Búrfellsvirkjun. Stækkun hennar verður líklegast næsta verkefni á eftir Þeistareykjavirkjun.Mynd/Landsvirkjun.Hörður segir Landsvirkjunarmenn nú bíða eftir því hvaða stefnu Alþingi móti með rammaáætlun um virkjunarkosti en fyrr verði í raun ekki hægt að gera nýja orkusamninga. „Við þurfum að fá skýrar línur þar til þess að mæta þeirri eftirspurn sem við sjáum. Við sjáum mjög fjölbreytta eftirspurn frá iðngreinum sem við höfum raunverulega ekki náð til áður. Þannig að til þess að geta gert þessa samninga þurfum við að fá fleiri virkjanakosti,“ segir Hörður. Fram hefur komið að bandaríska fyrirtækið Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, hafi óskað eftir orkukaupum frá Landsvirkjun. Getur Landsvirkjun mætt ósk Silicor? Hörður kveðst ekki vilja tjá sig um samninga við einstaka viðskiptavini. „En almennt séð get ég svarað því að við þurfum frekari virkjanakosti til að geta mætt frekari eftirspurn. Við höfum verið að bæta nýtingu kerfisins og bæta við notendum en við erum komin á endastöð í því.“
Alþingi Tengdar fréttir Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Auglýsa útboð vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun Landsvirkjun mun nú um helgina auglýsa útboð á ráðgjafaþjónustu vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun. 13. mars 2015 17:48 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04 Landsvirkjun hefur sett sér þrettán markmið í samfélagsábyrgð Landsvirkjun hefur birt markmið fyrirtækisins fyrir árið 2015 í tengslum við stefnu um samfélagsábyrgð en um er að ræða árlega marmiðasetningu. 23. mars 2015 16:58 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59
Auglýsa útboð vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun Landsvirkjun mun nú um helgina auglýsa útboð á ráðgjafaþjónustu vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun. 13. mars 2015 17:48
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04
Landsvirkjun hefur sett sér þrettán markmið í samfélagsábyrgð Landsvirkjun hefur birt markmið fyrirtækisins fyrir árið 2015 í tengslum við stefnu um samfélagsábyrgð en um er að ræða árlega marmiðasetningu. 23. mars 2015 16:58
Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16