Tilkynningum frá verslunareigendum um alvarleg atvik hafi fjölgað Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júní 2025 09:08 Benedikt segir ekki allar verslanir jafn vel undirbúnar en átakið eigi að greiða úr því. Vísir/Einar Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, segir markmið nýs átaks SVÞ, VR og LÍV gegn ofbeldi í garð verslunarfólks að ná utan um vandann og tryggja að allar verslanir séu með gott verklag og leiðbeiningar fyrir starfsfólk. Atvikum hafi farið fjölgandi og sum þeirra geti flokkast sem einelti eða kynferðisleg áreitni. Átakið var kynnt í fyrradag og á sama tíma undirritað sameiginlegt minnisblað. Benedikt fór yfir átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Benedikt segir tilefni átaksins ekki að viðskiptavinir séu að stórum hluta til vandræða heldur sé aðdragandinn sá að síðasta haust hafi VR og LÍV komið til þeirra til að ræða samstarf. Tilkynningum til þeirra frá verslunareigendum um alvarleg atvik eða erfiða hegðun við verslunarfólk hafi á sama tíma farið fjölgandi. Benedikt segir engar tölur til um þetta en þetta sé tilfinning verslunarfólks auk þess sem þetta sé orðið víðtækara. Atvikin séu auk þess orðin alvarlegri og sum þeirra mætti flokka sem einelti eða kynferðislega áreitni. „Endurtekið atferli sem er farið að hafa slæm áhrif á starfsfólkið,“ segir hann og að það sé jafnvel farið að hafa slæm áhrif á heilsu þeirra. Ákveðnir geirar í smásölu séu útsettir fyrir alvarlegri atvikum og atvikum fjölgað. Það séu framin rán og það kalli á annars konar viðbragð. Flest atvikin rati í fjölmiðla. Þetta kalli á að betur þurfi að hlúa að starfsfólki og umhverfi þeirra. Benedikt segir sumar verslanir vel undirbúnar og þau séu með skýr skilaboð til starfsmanna um hvernig eigi að bregðast við og samstarfsverkefefnið eigi að ná utan um þau viðbrögð sem eru, hvernig verslanir hafi verið að undirbúa sig og hvernig aðstoð sé hægt að veita fólki eftir slík öryggisatvik, til dæmis með sálfræðiaðstoð. „Við þekkjum dæmi þar sem einhver starfsmaður hefur gripið þjóf glóðvolgan við að stela og þjófurinn bregst við með einhvers konar ofbeldi eða ógnunum. Það er þessi heildarmynd sem við ætlum að reyna að ná saman utan um.“ Ekki tilefni alls staðar fyrir öryggisverði Benedikt segir að þannig verði aðilar innan smásölumarkaðarins kallaðir saman til að ná utan um atvik og svo eigi að taka saman viðbrögð við þeim. Hvaða verklag sé í gildi og hvaða leiðbeiningar starfsmenn fái um mörk. Benedikt segir ekki endilega tilefni til að stilla upp öryggisvörðum í allar verslanir eins og tíðkast víða í Evrópu og Bandaríkjunum en að í til dæmis aðdraganda jóla geri margar verslanir það. Sumar séu alltaf með öryggisverði en það séu helst verslanir sem séu með dýrar vörur. „Ef þróunin versnar er það auðvitað kostur sem menn munu líta til.“ Ef horft er til landa í Evrópu hafi ýmislegt verið gert. Í Bretlandi sé til dæmis afgreiðslufólk í verslunum í búri og refsingar hertar við áreitni og ofbeldi í verslunum. Í Svíþjóð sé búið að staðfesta heimild fyrir verslanir að fara fram á nálgunarbann í alvarlegustu atvikunum. Hann segir verslunarfólk byrjað að lýsa áhyggjum og þau vilji með átakinu koma í veg fyrir að staðan versni og að fólk sé vel undirbúið. Í lagi að skamma suma ekki alla Benedikt sagði sögu af því þegar hann var fyrir nokkrum árum staddur í matvöruverslun og sá að rekkinn með vörunum frá heildsölunni sem hann starfaði fyrir þarfnaðist tiltektar. Hann ákvað að gera það sjálfur vegna anna hjá starfsfólki og þegar hann er byrjaður verður hann var við það að maður er að skamma hann. Maðurinn hélt að hann væri starfsmaður verslunar en þegar Benedikt sagði honum það bað maðurinn hann afsökunar. „Ég hugsaði eftir þetta að honum þótti ekki tilhlýðilegt að skamma mig sem starfsmann heildsölu en var alveg til í að láta starfsmann dagvöruverslunarinnar heyra það,“ segir Benedikt og að stundum þurfi fólk að hugsa aðeins áður en það byrjar að tala. Verslun Neytendur Stéttarfélög Vinnustaðurinn Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Átakið var kynnt í fyrradag og á sama tíma undirritað sameiginlegt minnisblað. Benedikt fór yfir átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Benedikt segir tilefni átaksins ekki að viðskiptavinir séu að stórum hluta til vandræða heldur sé aðdragandinn sá að síðasta haust hafi VR og LÍV komið til þeirra til að ræða samstarf. Tilkynningum til þeirra frá verslunareigendum um alvarleg atvik eða erfiða hegðun við verslunarfólk hafi á sama tíma farið fjölgandi. Benedikt segir engar tölur til um þetta en þetta sé tilfinning verslunarfólks auk þess sem þetta sé orðið víðtækara. Atvikin séu auk þess orðin alvarlegri og sum þeirra mætti flokka sem einelti eða kynferðislega áreitni. „Endurtekið atferli sem er farið að hafa slæm áhrif á starfsfólkið,“ segir hann og að það sé jafnvel farið að hafa slæm áhrif á heilsu þeirra. Ákveðnir geirar í smásölu séu útsettir fyrir alvarlegri atvikum og atvikum fjölgað. Það séu framin rán og það kalli á annars konar viðbragð. Flest atvikin rati í fjölmiðla. Þetta kalli á að betur þurfi að hlúa að starfsfólki og umhverfi þeirra. Benedikt segir sumar verslanir vel undirbúnar og þau séu með skýr skilaboð til starfsmanna um hvernig eigi að bregðast við og samstarfsverkefefnið eigi að ná utan um þau viðbrögð sem eru, hvernig verslanir hafi verið að undirbúa sig og hvernig aðstoð sé hægt að veita fólki eftir slík öryggisatvik, til dæmis með sálfræðiaðstoð. „Við þekkjum dæmi þar sem einhver starfsmaður hefur gripið þjóf glóðvolgan við að stela og þjófurinn bregst við með einhvers konar ofbeldi eða ógnunum. Það er þessi heildarmynd sem við ætlum að reyna að ná saman utan um.“ Ekki tilefni alls staðar fyrir öryggisverði Benedikt segir að þannig verði aðilar innan smásölumarkaðarins kallaðir saman til að ná utan um atvik og svo eigi að taka saman viðbrögð við þeim. Hvaða verklag sé í gildi og hvaða leiðbeiningar starfsmenn fái um mörk. Benedikt segir ekki endilega tilefni til að stilla upp öryggisvörðum í allar verslanir eins og tíðkast víða í Evrópu og Bandaríkjunum en að í til dæmis aðdraganda jóla geri margar verslanir það. Sumar séu alltaf með öryggisverði en það séu helst verslanir sem séu með dýrar vörur. „Ef þróunin versnar er það auðvitað kostur sem menn munu líta til.“ Ef horft er til landa í Evrópu hafi ýmislegt verið gert. Í Bretlandi sé til dæmis afgreiðslufólk í verslunum í búri og refsingar hertar við áreitni og ofbeldi í verslunum. Í Svíþjóð sé búið að staðfesta heimild fyrir verslanir að fara fram á nálgunarbann í alvarlegustu atvikunum. Hann segir verslunarfólk byrjað að lýsa áhyggjum og þau vilji með átakinu koma í veg fyrir að staðan versni og að fólk sé vel undirbúið. Í lagi að skamma suma ekki alla Benedikt sagði sögu af því þegar hann var fyrir nokkrum árum staddur í matvöruverslun og sá að rekkinn með vörunum frá heildsölunni sem hann starfaði fyrir þarfnaðist tiltektar. Hann ákvað að gera það sjálfur vegna anna hjá starfsfólki og þegar hann er byrjaður verður hann var við það að maður er að skamma hann. Maðurinn hélt að hann væri starfsmaður verslunar en þegar Benedikt sagði honum það bað maðurinn hann afsökunar. „Ég hugsaði eftir þetta að honum þótti ekki tilhlýðilegt að skamma mig sem starfsmann heildsölu en var alveg til í að láta starfsmann dagvöruverslunarinnar heyra það,“ segir Benedikt og að stundum þurfi fólk að hugsa aðeins áður en það byrjar að tala.
Verslun Neytendur Stéttarfélög Vinnustaðurinn Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira