Tekjur af erlendum ferðamönnum á fyrsta ársfjórðungi 2025 námu 108,5 milljörðum króna samanborið við 103,8 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2024.
Á tólf mánaða tímabili, frá apríl 2024 til mars 2025, voru tekjur af erlendum ferðamönnum 623,8 milljarðar króna samanborið við 612,9 milljarða fyrir sama tímabil árinu áður.
Þar kemur einnig fram að fjöldi starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi voru 29.741 í apríl 2025 sem sé eins prósenta samdráttur samanborið við apríl 2024. Á tólf mánaða tímabili frá maí 2024 til apríl 2025 störfuðu að jafnaði um 31.407 í einkennandi greinum ferðaþjónustu samanborið við 31.721 fyrir sama tímabil frá árinu áður.

Í gögnum Hagstofunnar kemur einnig fram að gistinóttum fækkaði. Gistinætur á hótelum í apríl 2025 voru 369.411 samanborið við 331.880 í apríl 2024.
Brottfarir fleiri
Þá voru í maí 226.257 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 210.872 í maí 2024. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 159.384 samanborið við 157.366 í maí 2024. Brottfarir farþega með íslenskt ríkisfang voru 53.232 í apríl 2024 en 66.772 í maí á þessu ári. Þar er um að ræða 25 prósenta aukningu.

Í hagvísinum er einnig að finna gögn um umferð á hringveginum en töluverð aukning er á umferð í öllum landshlutum. Mesta umferðaraukningin er á Vesturlandi en mesta umferðin á Suðurlandi og minnsta á Austurlandi.
Í útgáfunni er einnig að finna tölur um þjónustuviðskipti við útlönd, gistinætur, fjölda starfandi skv. skrám, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferð á hringveginum frá Vegagerðinni og fjölda farþega frá Ferðamálastofu út frá þjóðernum auk talna um farþegaflutninga og flughreyfingar frá ISAVIA.