Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Árni Sæberg skrifar 20. júní 2025 11:20 Til stóð að rukka 2.500 krónur fyrir hvern farþega í skemmtiferðaskipum sem þessum á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. Á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun má sjá dagskrárliðinn Innviðagjald á skemmtiferðaskip, sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra er skrifuð fyrir. Höggvið í sama knérunn? Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, gerði málið að umræðuefni sínu í fyrirspurn sinni til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra, þegar óundirbúinn fyrirspurnartími fór fram í þinginu í morgun. „Nú er hæstvirtur ráðherra ráðherra hafnamála og sá skattur sem hefur verið lagður á skemmtiferðaskip nú þegar hefur haft umtalsverð áhrif. Er verið að höggva enn í sama knérunn með áformum um skattahækkanir frá því sem nú þegar er? Það væri ágætt, í fyrirsjáanleika sveitarfélaga, að það lægi fyrir sem allra fyrst ef áform eru uppi um að þrengja enn að stöðu skemmtiferðaskipa, sem hingað koma, með álagningu annað hvort nýs eða viðbótarinnviðagjalds.“ „Alveg ótrúlegt mál“ Eyjólfur þakkaði Bergþóri fyrir fyrirspurnina og sagði Hönnu Katrínu hafa lagt fram minnisblað um innviðagjald á skemmtiferðaskip og hann hefði tekið til máls á fundinum. „Þetta er mál fyrri ríkisstjórnar, þetta er alveg ótrúlegt mál. Þetta er skattahækkun upp á 2.500 krónur á hvern farþega sem kemur með skemmtiferðaskipi á hvern sólarhring.“ Ef blaðamanni skjátlast ekki spurði Bergþór úr þingsal hvort ríkisstjórnin ætlaði að halda áfram með þetta mál fyrri ríkisstjórnar. „Nei, við ætlum að endurskoða málið. Það var niðurstaðan og ég hvatti atvinnuvegaráðherra til að endurskoða þessa skattahækkun og tók til máls hvað varðaði það sem leit að hinum dreifðu byggðum sem voru að hefja uppbyggingu sína í kringum skemmtiferðaskip. Þetta er eitt af þessum fortíðarvanda sem við eigum við að glíma. Það er verið að saka okkur um skattahækkanir hér, þetta er mál sem við ætlum að taka vonandi á sem allra fyrst og ég treysti atvinnuvegaráðherra fullkomlega til að gera það,“ svaraði Eyjólfur. Tekið fyrir í næstu viku Eftir að Eyjólfur hafði lokið máli sínu í þinginu í morgun greindi Hanna Katrín frá því á Facebook að hún hefði lagt fram minnisblað um lækkun fyrirhugaðs innviðagjalds á skemmtiferðaskip þar sem það þyrfti að endurskoða ákvörðun fyrri ríkisstjórnar í þeim efnum. „Þar var einhugur um að endurskoða málið og verður tillaga mín tekin fyrir í ráðherranefnd um ríkisfjármál í næstu viku. Forsaga málsins er að fyrrverandi ríkisstjórn lagði 2.500kr innviðagjald á skemmtiferðaskip um síðustu áramót og var fyrirvarinn einungis tveir mánuðir. Ég hef alltaf sagt að ferðaþjónustan þarf fyrirsjáanleika í sinni starfsemi og um það er ríkisstjórnin samstíga.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun má sjá dagskrárliðinn Innviðagjald á skemmtiferðaskip, sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra er skrifuð fyrir. Höggvið í sama knérunn? Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, gerði málið að umræðuefni sínu í fyrirspurn sinni til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra, þegar óundirbúinn fyrirspurnartími fór fram í þinginu í morgun. „Nú er hæstvirtur ráðherra ráðherra hafnamála og sá skattur sem hefur verið lagður á skemmtiferðaskip nú þegar hefur haft umtalsverð áhrif. Er verið að höggva enn í sama knérunn með áformum um skattahækkanir frá því sem nú þegar er? Það væri ágætt, í fyrirsjáanleika sveitarfélaga, að það lægi fyrir sem allra fyrst ef áform eru uppi um að þrengja enn að stöðu skemmtiferðaskipa, sem hingað koma, með álagningu annað hvort nýs eða viðbótarinnviðagjalds.“ „Alveg ótrúlegt mál“ Eyjólfur þakkaði Bergþóri fyrir fyrirspurnina og sagði Hönnu Katrínu hafa lagt fram minnisblað um innviðagjald á skemmtiferðaskip og hann hefði tekið til máls á fundinum. „Þetta er mál fyrri ríkisstjórnar, þetta er alveg ótrúlegt mál. Þetta er skattahækkun upp á 2.500 krónur á hvern farþega sem kemur með skemmtiferðaskipi á hvern sólarhring.“ Ef blaðamanni skjátlast ekki spurði Bergþór úr þingsal hvort ríkisstjórnin ætlaði að halda áfram með þetta mál fyrri ríkisstjórnar. „Nei, við ætlum að endurskoða málið. Það var niðurstaðan og ég hvatti atvinnuvegaráðherra til að endurskoða þessa skattahækkun og tók til máls hvað varðaði það sem leit að hinum dreifðu byggðum sem voru að hefja uppbyggingu sína í kringum skemmtiferðaskip. Þetta er eitt af þessum fortíðarvanda sem við eigum við að glíma. Það er verið að saka okkur um skattahækkanir hér, þetta er mál sem við ætlum að taka vonandi á sem allra fyrst og ég treysti atvinnuvegaráðherra fullkomlega til að gera það,“ svaraði Eyjólfur. Tekið fyrir í næstu viku Eftir að Eyjólfur hafði lokið máli sínu í þinginu í morgun greindi Hanna Katrín frá því á Facebook að hún hefði lagt fram minnisblað um lækkun fyrirhugaðs innviðagjalds á skemmtiferðaskip þar sem það þyrfti að endurskoða ákvörðun fyrri ríkisstjórnar í þeim efnum. „Þar var einhugur um að endurskoða málið og verður tillaga mín tekin fyrir í ráðherranefnd um ríkisfjármál í næstu viku. Forsaga málsins er að fyrrverandi ríkisstjórn lagði 2.500kr innviðagjald á skemmtiferðaskip um síðustu áramót og var fyrirvarinn einungis tveir mánuðir. Ég hef alltaf sagt að ferðaþjónustan þarf fyrirsjáanleika í sinni starfsemi og um það er ríkisstjórnin samstíga.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira