Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2025 10:33 Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs SORPU, og Sigurður Gíslason viðskiptastjóri hjá Öryggismiðstöðinni við eina af grenndarstöðvum SORPU þar sem myndavélavöktun hefur verið aukin. Bent Marínósson Sorpa og Öryggismiðstöðin vinna nú að því að fjölga öryggismyndavélum við grenndarstöðvar Sorpu í Reykjavík og Kópavogi. Sorpa tók við hreinsun á grenndarstöðvunum af sveitarfélögunum síðustu áramót. Alls eru í Reykjavík og Kópavogi 65 grenndarstöðvar þar sem íbúar geta losað sig við málmumbúðir, glerumbúðir, föt og klæði, og skilagjaldsskyldar umbúðir. Á völdum grenndarstöðvum er einnig í boði að losa pappír og plast. Búið er að koma upp öryggismyndavélum á fimm stöðum en stefnt er að því að þær verði komnar upp við allar stöðvarnar fyrir árslok. Stöðvarnar þar sem búið er að koma upp myndavélum eru við Skógarsel, Mjódd, Maríubakka, Rofabæ og við Spöngina í Grafarvogi. Allar þessar stöðvar eru í Reykjavík. Ein öryggismyndavélanna sem búið er að koma upp við grenndarstöð. Bent Marínósson Í tilkynningu um uppsetningu öryggismyndavélanna kemur fram að umgengni við grenndarstöðvarnar hafi ekki alltaf verið til fyrirmyndar og stundum rusl skilið eftir við stöðvarnar sem ekki sé hægt að flokka þar. Til að sporna við sóðaskap sé því unnið að því að koma upp öryggismyndavélum á grenndarstöðvar í bæði Reykjavík og Kópavogi. Samkvæmt tilkynningu sér Öryggismiðstöðin um uppsetningu og vöktun á grenndarstöðvunum. Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Sorpu, segir að þrifateymi Sorpu og myndavélarnar frá Öryggismiðstöðinni hafi þegar sannað gagn sitt. Ábendingum um sóðaskap hafi fækkað snarlega eftir að þau tóku við verkefninu um áramótin. Með uppsetningu öryggismyndavélanna standi vonir til að áfram verði hægt að tryggja árangur og lækka kostnað. „Myndavélarnar hafa greinilegan fælingarmátt. Fólk skilur rusl síður eftir á grenndarstöðvum sem eru vaktaðar en það gerði áður en við settum myndavélarnar upp. Myndavélarnar auðvelda okkar fólki líka vinnuna, því fram til þessa þurftum við að kanna hvort rusl hefði verið skilið eftir í óleyfi á grenndarstöðvum með því að mæta á staðinn. Núna getum við betur greint vandann og tekist á við hann með skilvirkari hætti,“ segir Gunnar Dofri. Veitir góða yfirsýn Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni segir myndavélakerfið veita yfirsýn um ástand grenndarstöðvanna. „Þær auka einnig öryggi starfsmanna og gesta við grenndarstöðvarnar. Með myndvöktun Öryggismiðstöðvarinnar er hægt að bregðast við í rauntíma. Myndavélakerfi er beintengt stjórnstöð okkar og getur gert viðvart um óæskilega umferð hvort sem er á nóttu eða degi,“ segir Auður Lilja. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg segir Sorpu hafa náð góðum árangri í að vinna bug á sóðaskap við grenndarstöðvarnar. „Það verður forvitnilegt að sjá hvaða áhrif myndavélarnar hafa á verkefnið þegar þær verða komnar upp á allar grenndarstöðvar.“ Reykjavík Kópavogur Sorpa Sorphirða Tækni Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira
Alls eru í Reykjavík og Kópavogi 65 grenndarstöðvar þar sem íbúar geta losað sig við málmumbúðir, glerumbúðir, föt og klæði, og skilagjaldsskyldar umbúðir. Á völdum grenndarstöðvum er einnig í boði að losa pappír og plast. Búið er að koma upp öryggismyndavélum á fimm stöðum en stefnt er að því að þær verði komnar upp við allar stöðvarnar fyrir árslok. Stöðvarnar þar sem búið er að koma upp myndavélum eru við Skógarsel, Mjódd, Maríubakka, Rofabæ og við Spöngina í Grafarvogi. Allar þessar stöðvar eru í Reykjavík. Ein öryggismyndavélanna sem búið er að koma upp við grenndarstöð. Bent Marínósson Í tilkynningu um uppsetningu öryggismyndavélanna kemur fram að umgengni við grenndarstöðvarnar hafi ekki alltaf verið til fyrirmyndar og stundum rusl skilið eftir við stöðvarnar sem ekki sé hægt að flokka þar. Til að sporna við sóðaskap sé því unnið að því að koma upp öryggismyndavélum á grenndarstöðvar í bæði Reykjavík og Kópavogi. Samkvæmt tilkynningu sér Öryggismiðstöðin um uppsetningu og vöktun á grenndarstöðvunum. Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Sorpu, segir að þrifateymi Sorpu og myndavélarnar frá Öryggismiðstöðinni hafi þegar sannað gagn sitt. Ábendingum um sóðaskap hafi fækkað snarlega eftir að þau tóku við verkefninu um áramótin. Með uppsetningu öryggismyndavélanna standi vonir til að áfram verði hægt að tryggja árangur og lækka kostnað. „Myndavélarnar hafa greinilegan fælingarmátt. Fólk skilur rusl síður eftir á grenndarstöðvum sem eru vaktaðar en það gerði áður en við settum myndavélarnar upp. Myndavélarnar auðvelda okkar fólki líka vinnuna, því fram til þessa þurftum við að kanna hvort rusl hefði verið skilið eftir í óleyfi á grenndarstöðvum með því að mæta á staðinn. Núna getum við betur greint vandann og tekist á við hann með skilvirkari hætti,“ segir Gunnar Dofri. Veitir góða yfirsýn Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni segir myndavélakerfið veita yfirsýn um ástand grenndarstöðvanna. „Þær auka einnig öryggi starfsmanna og gesta við grenndarstöðvarnar. Með myndvöktun Öryggismiðstöðvarinnar er hægt að bregðast við í rauntíma. Myndavélakerfi er beintengt stjórnstöð okkar og getur gert viðvart um óæskilega umferð hvort sem er á nóttu eða degi,“ segir Auður Lilja. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg segir Sorpu hafa náð góðum árangri í að vinna bug á sóðaskap við grenndarstöðvarnar. „Það verður forvitnilegt að sjá hvaða áhrif myndavélarnar hafa á verkefnið þegar þær verða komnar upp á allar grenndarstöðvar.“
Reykjavík Kópavogur Sorpa Sorphirða Tækni Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira