Víkingurinn Atli Fannar Jónsson gat ekki ferðast með liðinu sína heim til Íslands úr æfingaferð til Tyrklands þar sem að vegabréfinu hans var stolið. Þetta kom fram á Fótbolti.net í morgun.
Haraldur Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, er á leið til Tyrklands til að greiða fyrir heimkomu Atla Fannars.
Vegabréf Atla Fannars var í vörslu hótelsins þar sem lið Víkings dvaldi en þeim var aftur skilað til leikmanna fyrir helgi. „Við vitum ekki hvort að passinn hafi verið í bunkanum þegar við fengum þá eftir eða hvort honum hafi verið stolið á herberginu. Það er aukaatriði,“ sagði Haraldur.
Það væsir þó ekki um Atla Fannar á meðan hann er ytra. „Forsvarsmenn fyrirtækisins sem eru með okkur eru á svæinu og hann er í fimm stjörnu hýsingu,“ sagði Haraldur við Fótbolta.net.
Vegabréfinu stolið og varð eftir í Tyrklandi

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

