„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2025 11:02 Eiður Gauti Sæbjörnsson fagnar marki sínu gegn ÍA. vísir/jón gautur Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er afar hrifinn af Eiði Gauta Sæbjörnssyni, framherja KR. Eftir að hafa leikið með Ými í neðri deildunum tók Eiður slaginn með HK í fyrra. Hann skoraði þrjú mörk í Bestu deildinni og KR samdi svo við hann í vetur. Eiður var drjúgur á undirbúningstímabilinu og hefur nú skorað í síðustu þremur leikjum KR í deild og bikar. Á sunnudaginn skoraði hann eitt mark og lagði upp annað þegar KR-ingar burstuðu Skagamenn, 5-0. „Mér finnst hann hafa svo margt í sínum leik þegar hann er að fá hann í fætur. Hann er ekkert að flækja þetta. Hann þarf ekkert að vera gaurinn sem kemur út í víddina. Hann setur hann þarna á Aron og kemur líka alltaf inn í seinni bylgjuna. Það er góð kemistría að myndast hjá honum og Aroni,“ sagði Albert um Eið í Stúkunni. „Það er mýkt í honum. Hann átti að skora fleiri en eitt mark í þessum leik. Það var mikilvægt að komast á blað í síðustu umferð. Það eru svo mikil gæði í þessum leikmanni.“ Klippa: Stúkan - umræða um Eið Gauta Á meðan Eiður blómstrar hjá KR hefur Atli Þór Jónasson, sem spilaði með honum í framlínu HK á síðasta tímabili, fengið fá tækifæri hjá sínu nýja liði, Víkingi. „Þegar maður horfir á framherjana tvo sem voru sóttir úr HK held ég að Víkingar hafi keypt rangan framherja,“ sagði Albert. „Hann finnur alltaf liðsfélaga sína og mér finnst hann rosalega mikilvægur í uppspili hjá KR. Ég er mjög hrifinn af honum. Hann minnir mig svolítið á Emil Atlason; hvað hann býður upp á fyrir þetta KR-lið.“ Umræðuna úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Albert Brynjar Ingason, einn af sérfræðingum Stúkunnar, var allt annað en ánægður með hvernig Stjarnan kom inn í leik sinn gegn ÍBV í 3. umferð Bestu deildar karla. Farið var yfir óvænt tap heimamanna í síðasta þætti Stúkunnar. 30. apríl 2025 07:01 Gylfi valdið mestum vonbrigðum Gylfi Þór Sigurðsson er sá leikmaður sem hefur valdið mestum vonbrigðum það sem af er leiktíð í Bestu deild karla samkvæmt sérfræðingum Stúkunnar. Gylfa hefur ekki tekist að setja mark sitt á leik Víkinga þar sem af er móti. 29. apríl 2025 15:01 Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sigur KR á ÍA á sunnudaginn, 5-0, var stærsti sá stærsti sem KR-ingar hafa unnið á Skagamönnum í efstu deild frá upphafi. 29. apríl 2025 12:00 Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Þeir Albert Brynjar Ingason og Arnar Grétarsson sammæltust um það í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að FH-ingar verði í fallbaráttu í sumar. Hafnfirðingar eru í botnsæti Bestu deildar karla og hafa aðeins náð í eitt stig í fyrstu fjórum leikjum liðsins. 29. apríl 2025 11:33 Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH KR-ingar slógu upp veislu í Laugardalnum í gær þegar þeir völtuðu yfir Skagamenn, 5-0. KA skoraði sigurmark nokkrum sekúndum eftir að FH jafnaði og Breiðablik kom sér yfir Vestra á toppinn. Mörkin úr Bestu deild karla í gær má nú sjá á Vísi. 28. apríl 2025 08:00 „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ „Við skulduðum heilsteypta frammistöðu, leikirnir búnir að vera frekar kaflaskiptir en mér fannst þetta bara níutíu mínútur af frábærum fótbolta, vinnusemi og liðsheild“ sagði fyrirliðinn Aron Sigurðarson eftir 5-0 sigur KR gegn ÍA. Hann sneri aftur úr leikbanni, í hörkuformi að eigin sögn, lagði upp mark og skoraði tvö. 27. apríl 2025 21:30 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Eftir að hafa leikið með Ými í neðri deildunum tók Eiður slaginn með HK í fyrra. Hann skoraði þrjú mörk í Bestu deildinni og KR samdi svo við hann í vetur. Eiður var drjúgur á undirbúningstímabilinu og hefur nú skorað í síðustu þremur leikjum KR í deild og bikar. Á sunnudaginn skoraði hann eitt mark og lagði upp annað þegar KR-ingar burstuðu Skagamenn, 5-0. „Mér finnst hann hafa svo margt í sínum leik þegar hann er að fá hann í fætur. Hann er ekkert að flækja þetta. Hann þarf ekkert að vera gaurinn sem kemur út í víddina. Hann setur hann þarna á Aron og kemur líka alltaf inn í seinni bylgjuna. Það er góð kemistría að myndast hjá honum og Aroni,“ sagði Albert um Eið í Stúkunni. „Það er mýkt í honum. Hann átti að skora fleiri en eitt mark í þessum leik. Það var mikilvægt að komast á blað í síðustu umferð. Það eru svo mikil gæði í þessum leikmanni.“ Klippa: Stúkan - umræða um Eið Gauta Á meðan Eiður blómstrar hjá KR hefur Atli Þór Jónasson, sem spilaði með honum í framlínu HK á síðasta tímabili, fengið fá tækifæri hjá sínu nýja liði, Víkingi. „Þegar maður horfir á framherjana tvo sem voru sóttir úr HK held ég að Víkingar hafi keypt rangan framherja,“ sagði Albert. „Hann finnur alltaf liðsfélaga sína og mér finnst hann rosalega mikilvægur í uppspili hjá KR. Ég er mjög hrifinn af honum. Hann minnir mig svolítið á Emil Atlason; hvað hann býður upp á fyrir þetta KR-lið.“ Umræðuna úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Albert Brynjar Ingason, einn af sérfræðingum Stúkunnar, var allt annað en ánægður með hvernig Stjarnan kom inn í leik sinn gegn ÍBV í 3. umferð Bestu deildar karla. Farið var yfir óvænt tap heimamanna í síðasta þætti Stúkunnar. 30. apríl 2025 07:01 Gylfi valdið mestum vonbrigðum Gylfi Þór Sigurðsson er sá leikmaður sem hefur valdið mestum vonbrigðum það sem af er leiktíð í Bestu deild karla samkvæmt sérfræðingum Stúkunnar. Gylfa hefur ekki tekist að setja mark sitt á leik Víkinga þar sem af er móti. 29. apríl 2025 15:01 Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sigur KR á ÍA á sunnudaginn, 5-0, var stærsti sá stærsti sem KR-ingar hafa unnið á Skagamönnum í efstu deild frá upphafi. 29. apríl 2025 12:00 Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Þeir Albert Brynjar Ingason og Arnar Grétarsson sammæltust um það í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að FH-ingar verði í fallbaráttu í sumar. Hafnfirðingar eru í botnsæti Bestu deildar karla og hafa aðeins náð í eitt stig í fyrstu fjórum leikjum liðsins. 29. apríl 2025 11:33 Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH KR-ingar slógu upp veislu í Laugardalnum í gær þegar þeir völtuðu yfir Skagamenn, 5-0. KA skoraði sigurmark nokkrum sekúndum eftir að FH jafnaði og Breiðablik kom sér yfir Vestra á toppinn. Mörkin úr Bestu deild karla í gær má nú sjá á Vísi. 28. apríl 2025 08:00 „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ „Við skulduðum heilsteypta frammistöðu, leikirnir búnir að vera frekar kaflaskiptir en mér fannst þetta bara níutíu mínútur af frábærum fótbolta, vinnusemi og liðsheild“ sagði fyrirliðinn Aron Sigurðarson eftir 5-0 sigur KR gegn ÍA. Hann sneri aftur úr leikbanni, í hörkuformi að eigin sögn, lagði upp mark og skoraði tvö. 27. apríl 2025 21:30 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Albert Brynjar Ingason, einn af sérfræðingum Stúkunnar, var allt annað en ánægður með hvernig Stjarnan kom inn í leik sinn gegn ÍBV í 3. umferð Bestu deildar karla. Farið var yfir óvænt tap heimamanna í síðasta þætti Stúkunnar. 30. apríl 2025 07:01
Gylfi valdið mestum vonbrigðum Gylfi Þór Sigurðsson er sá leikmaður sem hefur valdið mestum vonbrigðum það sem af er leiktíð í Bestu deild karla samkvæmt sérfræðingum Stúkunnar. Gylfa hefur ekki tekist að setja mark sitt á leik Víkinga þar sem af er móti. 29. apríl 2025 15:01
Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sigur KR á ÍA á sunnudaginn, 5-0, var stærsti sá stærsti sem KR-ingar hafa unnið á Skagamönnum í efstu deild frá upphafi. 29. apríl 2025 12:00
Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Þeir Albert Brynjar Ingason og Arnar Grétarsson sammæltust um það í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að FH-ingar verði í fallbaráttu í sumar. Hafnfirðingar eru í botnsæti Bestu deildar karla og hafa aðeins náð í eitt stig í fyrstu fjórum leikjum liðsins. 29. apríl 2025 11:33
Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH KR-ingar slógu upp veislu í Laugardalnum í gær þegar þeir völtuðu yfir Skagamenn, 5-0. KA skoraði sigurmark nokkrum sekúndum eftir að FH jafnaði og Breiðablik kom sér yfir Vestra á toppinn. Mörkin úr Bestu deild karla í gær má nú sjá á Vísi. 28. apríl 2025 08:00
„Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ „Við skulduðum heilsteypta frammistöðu, leikirnir búnir að vera frekar kaflaskiptir en mér fannst þetta bara níutíu mínútur af frábærum fótbolta, vinnusemi og liðsheild“ sagði fyrirliðinn Aron Sigurðarson eftir 5-0 sigur KR gegn ÍA. Hann sneri aftur úr leikbanni, í hörkuformi að eigin sögn, lagði upp mark og skoraði tvö. 27. apríl 2025 21:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti