„Mér fannst við mæta ákveðnir til leiks. Við vorum búnir að byrja alla leiki í þessu einvígi illa, en við bara byrjuðum þetta vel í kvöld og héldum út allan leikinn… Mér fannst við bara sterkari í þessum leik, Afturelding frábærir en við vorum bara sterkari“ sagði Viktor einnig.
Allir leikirnir í undanúrslitaeinvíginu unnust á heimavelli. Stuðningurinn úr stúkunni spilaði greinilega stórt hlutverk.
„Náttúrulega bara frábært. Fullt Valsheimili, það toppar það ekkert. Þetta var geggjað.“
Viktor skoraði fjögur mörk og átti fínan leik í kvöld eftir fremur slakar frammistöður í síðustu leikjum.
„Mér fannst ég skulda aðeins úr þessu einvígi, er ekki alveg búinn að ná að finna mig, en það skiptir svosem engu máli. Bara að við séum komnir áfram.“

Mætir bróður sínum í úrslitum
Valur mætir Fram í úrslitaeinvíginu en þar mætir Viktor bróðir sínum, Theodóri Sigurðssyni.
„Staðfestur titill á okkar heimili!“ sagði Viktor í gríni.
„Nei nei, það er bara geggjað. Frábært lið og verður gaman að spila við þá“ sagði Viktor að lokum.