Lowrey hefur verið afar dugleg við að birta efni frá Vestmannaeyjum eftir komuna þangað í vetur. Bráðskemmtileg myndbönd sem hún tekur oft upp með liðsfélögum sínum.
Sum þeirra eru dansmyndbönd í anda TikTok en önnur lýsa einnig daglega lífinu í Eyjum, umhverfinu glæsilega sem Lowrey æfir þar í og fleiru.
Nokkur af myndböndum hennar má sjá hér að neðan en þau má finna öll á síðu Lowrey sem væntanlega mun halda áfram að dæla út efni nú þegar leiktíðin er að hefjast í Lengjudeildinni.
Fyrsti leikur Eyjakvenna er í Reykjanesbæ á laugardaginn, gegn sameinuðu liði Grindavíkur og Njarðvíkur, en liðið tekur svo á móti Gróttu 8. maí. Lowrey er þó þegar farinn að skora mörk fyrir ÍBV því hún gerði þrjú mörk í fjórum leikjum í Lengjubikarnum og svo tvö mörk í 4-0 sigrinum gegn Gróttu í Mjólkurbikarnum á sunnudaginn.