Innlent

Landsfundur Samfylkingarinnar í beinni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hægt verður að fylgjast með formannskjöri Samfylkingarinnar, þar sem Árni Páll og Sigríður Ingibjörg takast á, í beinni útsendingu.
Hægt verður að fylgjast með formannskjöri Samfylkingarinnar, þar sem Árni Páll og Sigríður Ingibjörg takast á, í beinni útsendingu. Vísir/GVA/Vilhelm
Nýr formaður Samfylkingarinnar verður kjörinn á landsfundi flokksins í kvöld. Fundurinn er sendur beint út á netinu og verður hægt að fylgjast með honum á Vísi alla helgina, þar á meðal formannskjörinu.

Klukkan hálf fimm er setningarhátíð fundarins í Súlnasal Hótel Sögu þar sem Árni Páll Árnason formaður flytur setningarræðu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttur þingmaður bauð sig óvænt fram gegn honum í gær en niðurstöður úr kjörinu á milli þeirra verða kynntar klukkan 18.45.

Formannskjörið verður einnig sent út beint í Íslandi í dag.

Svona lítur dagskrá landsfundsins út í dag:

16:30Setningarhátíð í Súlnasal Hótel Sögu

- Setningarræða Árna Páls Árnasonar formanns Samfylkingarinnar

- Sigríður Thorlacius syngur nokkur lög

- Evin Incir, framkvæmdastýra IUSY ávarpar fundinn

- Fjallkonan fagnar 100 ára kosningarréttarfmæli kvenna - Áhættuatriði

18:00Massíft málefnakvöld

18-18:45Málefnanefndir að störfum

18.45Niðurstaða í formannskjöri kynnt í Súlnasal

20:00Massíft málefnakvöld heldur áfram

20:00-22Málefnanefndir að störfum

22-23:00Kjördæmin kósa sig


Tengdar fréttir

Mótframboð kom Árna Páli á óvart

Formaður Samfylkingarinnar í fyrsta sinn kosinn á landsfundi í dag. Framboð Sigríðar Ingibjargar kom formanninum á óvart.

Sigríður Ingibjörg í formannsframboð

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir býður sig fram gegn sitjandi formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Formannskosningin hefst strax eftir setningarathöfn síðdegis. „Ég á möguleika,“ segir Sigríður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×