Segist tilbúinn til að axla ábyrgð Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. mars 2015 10:47 Helgi Hrafn Gunnarsson hefur vakið athygli vegna starfa sinna fyrir Pírata. vísir/pjetur Fjórar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið upp á síðkastið sýna verulega fylgisaukningu við Pírata. Það eru könnun Capacent Gallup, könnun MMR og tvær kannanir Fréttablaðsins. Í nýjustu könnuninni, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag, mælast þeir stærsti flokkurinn með tölfræðilega marktækum mun. „Við þurfum að spyrja okkur að því hvernig eigi að mynda ríkisstjórnir,“ segir Helgi Hrafn spurður að því hvort hann sé tilbúinn að axla ábyrgð sem slíkt fylgi Píratanna gæti leitt af sér. Til dæmis með því að hann gerðist ráðherra eftir kosningar. „Mér finnst ekki eðlilegt að það séu tveir, hugsanlega þrír, stjórnmálaflokkar, sem ná að verja ríkisstjórn falli, sem eiga að ákveða það hvernig ríkisstjórn er mynduð,“ segir Helgi jafnframt. Hann vill aðgreina löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið betur. „Og gera ferlið við val á ríkisstjórn almennt lýðræðislegra þannig að þetta sé ekki þannig að efstu þingmenn fái framkvæmdarvaldið í hendurnar meðfram löggjafarvaldinu,“ segir Helgi Hrafn. Hann segist vilja setja þá reglu að ráðherrar séu ekki þingmenn á sama tíma. „En að því sögðu þá axla ég þá ábyrgð sem mér er veitt. En ég hef engan áhuga á henni fyrr en þessar spurningar eru komnar með viðeigandi svör,“ segir hann.Helgi Hrafn segir að niðurstöður skoðanakannana komi sér mikið á óvart. Undir það tekur hinn sænski Rickard Falkvinge. Hann er stofnandi hinnar alþjóðlegu Píratahreyfingar. Falkvinge segir að þegar Píratar fengu kjörna menn á Alþingi 2013 hefði hann búist við að hreyfingin hér á landi myndi stækka. „En að vera með flokk tíu árum eftir stofnun sem nýtur fylgis sem gæti fært honum forsætisráðuneytið, það er mun örari þróun en ég átti von á,“ segir Falkvinge. Hann vísar þó í orð Helga Hrafns og fleiri og bendir á að menn skyldu taka stuðningnum af auðmýkt. „Það er mjög auðvelt að falla í þá gryfju að taka stuðningnum sem gefnum. Og þá ertu kominn í sömu stöðu og fjórflokkurinn á Íslandi er í,“ segir hann. Falkvinge bendir á að kjörtímabilið sé hálfnað. Hvort svona skoðanakönnun leiði til sömu niðurstaðna í kosningum eftir tvö ár sé stór spurning. „Við höfum séð það bregðast í nokkrum löndum og því ítreka ég að það er mikilvægt að vera auðmjúkur gagnvart þessum niðurstöðum,“ segir Falkvinge. Alþingi Tengdar fréttir Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Fjórar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið upp á síðkastið sýna verulega fylgisaukningu við Pírata. Það eru könnun Capacent Gallup, könnun MMR og tvær kannanir Fréttablaðsins. Í nýjustu könnuninni, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag, mælast þeir stærsti flokkurinn með tölfræðilega marktækum mun. „Við þurfum að spyrja okkur að því hvernig eigi að mynda ríkisstjórnir,“ segir Helgi Hrafn spurður að því hvort hann sé tilbúinn að axla ábyrgð sem slíkt fylgi Píratanna gæti leitt af sér. Til dæmis með því að hann gerðist ráðherra eftir kosningar. „Mér finnst ekki eðlilegt að það séu tveir, hugsanlega þrír, stjórnmálaflokkar, sem ná að verja ríkisstjórn falli, sem eiga að ákveða það hvernig ríkisstjórn er mynduð,“ segir Helgi jafnframt. Hann vill aðgreina löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið betur. „Og gera ferlið við val á ríkisstjórn almennt lýðræðislegra þannig að þetta sé ekki þannig að efstu þingmenn fái framkvæmdarvaldið í hendurnar meðfram löggjafarvaldinu,“ segir Helgi Hrafn. Hann segist vilja setja þá reglu að ráðherrar séu ekki þingmenn á sama tíma. „En að því sögðu þá axla ég þá ábyrgð sem mér er veitt. En ég hef engan áhuga á henni fyrr en þessar spurningar eru komnar með viðeigandi svör,“ segir hann.Helgi Hrafn segir að niðurstöður skoðanakannana komi sér mikið á óvart. Undir það tekur hinn sænski Rickard Falkvinge. Hann er stofnandi hinnar alþjóðlegu Píratahreyfingar. Falkvinge segir að þegar Píratar fengu kjörna menn á Alþingi 2013 hefði hann búist við að hreyfingin hér á landi myndi stækka. „En að vera með flokk tíu árum eftir stofnun sem nýtur fylgis sem gæti fært honum forsætisráðuneytið, það er mun örari þróun en ég átti von á,“ segir Falkvinge. Hann vísar þó í orð Helga Hrafns og fleiri og bendir á að menn skyldu taka stuðningnum af auðmýkt. „Það er mjög auðvelt að falla í þá gryfju að taka stuðningnum sem gefnum. Og þá ertu kominn í sömu stöðu og fjórflokkurinn á Íslandi er í,“ segir hann. Falkvinge bendir á að kjörtímabilið sé hálfnað. Hvort svona skoðanakönnun leiði til sömu niðurstaðna í kosningum eftir tvö ár sé stór spurning. „Við höfum séð það bregðast í nokkrum löndum og því ítreka ég að það er mikilvægt að vera auðmjúkur gagnvart þessum niðurstöðum,“ segir Falkvinge.
Alþingi Tengdar fréttir Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00