„Þarna er gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi“ Agnar Már Másson skrifar 3. júní 2025 14:47 „Mér finnst allt mjög sérstakt við þetta mál,“ segir Guðrún Hafsteisndóttir. Vísir/Samsett Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir afskipti Víðis Reynissonar, formanns Allsherjar- og menntmálanefndar, að máli Oscars Bocanegra vera með öllu óeðlileg. Hún vill endurskoða í heild sinni heimild Alþingis til veitingar ríkisborgararéttar. „Það er greinilegt að þarna voru pólitísk afskipti af málinu,“ segir Guðrún, fyrsti varaformaður allsherjarnefndar, sem gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis á fundi allsherjarnefndar í dag. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, sakaði Víði einnig um pólitísk afskipti af málinu, eins og greint var frá í morgun. Útlendingastofnun hlýðir Víði Vísir greindi frá því í gær að Útlendingastofnun (ÚTL) hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, tjáði stofnuninni að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Víðir hafa tekið sjálfsætða ákvörðun um að hafa samband við ÚTL. „Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ sagði Víðir. Guðrún er ósátt við vinnubörgð Víðis og bendir á að 300 manns bíði eftir því að undirnefnd fari yfir umsókn Oscars um ríkisborgararétt, en með þessu hafi nefndin dregið einn einstakling fram fyrir röðina. „Mér finnst óeðlilegt að formaður nefndarinnar hafi að eigin frumkvæði haft samband við útlendingastofnun og tilkynnt þeim það að þarna væri umsækjandi um ríkisborgararétt sem væru yfirgnæfandi líkur á að fengi ríkisborgararétt,“ segir Guðrún, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Þarna er gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi, sem ég geri alvarlegar athugasemdir við.“ Allir eigi að standa jafnir gagnvart kerfinu Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útle. „Ég ítreka [...] að allir þeir sem sækja um vernd verða að standa jafnir gagnvart því kerfi sem hér er við lýði,“ segir Guðrún. Þegar tvö stjórnsýslustig komast að niðurstöðu um brottvísun, eigi brottvísun að vera niðurstaðan. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. „Nefndin hefur nýhafið störf þegar formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sem situr ekki í þessari undirnefnd, hefur að frumkvæði sínu samband við Útlendingastofnun til að tilkynna að það verði einhver niðurstaða í einhverri nefnfd sem hefur ekki lokið störfum,“ segir Guðrún. Guðrún segir enn fremur að endurskoða þurfi heimild Alþingis til að veita ríkisborgararétt. „Ég er ekki hlynnt því hvernig þetta hefur verið unnið á síðustu árum og ég tel ástæðu til að þetta verði endurskoðað í heild sinni.“ Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
„Það er greinilegt að þarna voru pólitísk afskipti af málinu,“ segir Guðrún, fyrsti varaformaður allsherjarnefndar, sem gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis á fundi allsherjarnefndar í dag. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, sakaði Víði einnig um pólitísk afskipti af málinu, eins og greint var frá í morgun. Útlendingastofnun hlýðir Víði Vísir greindi frá því í gær að Útlendingastofnun (ÚTL) hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, tjáði stofnuninni að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Víðir hafa tekið sjálfsætða ákvörðun um að hafa samband við ÚTL. „Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ sagði Víðir. Guðrún er ósátt við vinnubörgð Víðis og bendir á að 300 manns bíði eftir því að undirnefnd fari yfir umsókn Oscars um ríkisborgararétt, en með þessu hafi nefndin dregið einn einstakling fram fyrir röðina. „Mér finnst óeðlilegt að formaður nefndarinnar hafi að eigin frumkvæði haft samband við útlendingastofnun og tilkynnt þeim það að þarna væri umsækjandi um ríkisborgararétt sem væru yfirgnæfandi líkur á að fengi ríkisborgararétt,“ segir Guðrún, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Þarna er gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi, sem ég geri alvarlegar athugasemdir við.“ Allir eigi að standa jafnir gagnvart kerfinu Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útle. „Ég ítreka [...] að allir þeir sem sækja um vernd verða að standa jafnir gagnvart því kerfi sem hér er við lýði,“ segir Guðrún. Þegar tvö stjórnsýslustig komast að niðurstöðu um brottvísun, eigi brottvísun að vera niðurstaðan. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. „Nefndin hefur nýhafið störf þegar formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sem situr ekki í þessari undirnefnd, hefur að frumkvæði sínu samband við Útlendingastofnun til að tilkynna að það verði einhver niðurstaða í einhverri nefnfd sem hefur ekki lokið störfum,“ segir Guðrún. Guðrún segir enn fremur að endurskoða þurfi heimild Alþingis til að veita ríkisborgararétt. „Ég er ekki hlynnt því hvernig þetta hefur verið unnið á síðustu árum og ég tel ástæðu til að þetta verði endurskoðað í heild sinni.“ Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira