„Þarna er gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi“ Agnar Már Másson skrifar 3. júní 2025 14:47 „Mér finnst allt mjög sérstakt við þetta mál,“ segir Guðrún Hafsteisndóttir. Vísir/Samsett Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir afskipti Víðis Reynissonar, formanns Allsherjar- og menntmálanefndar, að máli Oscars Bocanegra vera með öllu óeðlileg. Hún vill endurskoða í heild sinni heimild Alþingis til veitingar ríkisborgararéttar. „Það er greinilegt að þarna voru pólitísk afskipti af málinu,“ segir Guðrún, fyrsti varaformaður allsherjarnefndar, sem gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis á fundi allsherjarnefndar í dag. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, sakaði Víði einnig um pólitísk afskipti af málinu, eins og greint var frá í morgun. Útlendingastofnun hlýðir Víði Vísir greindi frá því í gær að Útlendingastofnun (ÚTL) hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, tjáði stofnuninni að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Víðir hafa tekið sjálfsætða ákvörðun um að hafa samband við ÚTL. „Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ sagði Víðir. Guðrún er ósátt við vinnubörgð Víðis og bendir á að 300 manns bíði eftir því að undirnefnd fari yfir umsókn Oscars um ríkisborgararétt, en með þessu hafi nefndin dregið einn einstakling fram fyrir röðina. „Mér finnst óeðlilegt að formaður nefndarinnar hafi að eigin frumkvæði haft samband við útlendingastofnun og tilkynnt þeim það að þarna væri umsækjandi um ríkisborgararétt sem væru yfirgnæfandi líkur á að fengi ríkisborgararétt,“ segir Guðrún, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Þarna er gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi, sem ég geri alvarlegar athugasemdir við.“ Allir eigi að standa jafnir gagnvart kerfinu Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útle. „Ég ítreka [...] að allir þeir sem sækja um vernd verða að standa jafnir gagnvart því kerfi sem hér er við lýði,“ segir Guðrún. Þegar tvö stjórnsýslustig komast að niðurstöðu um brottvísun, eigi brottvísun að vera niðurstaðan. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. „Nefndin hefur nýhafið störf þegar formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sem situr ekki í þessari undirnefnd, hefur að frumkvæði sínu samband við Útlendingastofnun til að tilkynna að það verði einhver niðurstaða í einhverri nefnfd sem hefur ekki lokið störfum,“ segir Guðrún. Guðrún segir enn fremur að endurskoða þurfi heimild Alþingis til að veita ríkisborgararétt. „Ég er ekki hlynnt því hvernig þetta hefur verið unnið á síðustu árum og ég tel ástæðu til að þetta verði endurskoðað í heild sinni.“ Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
„Það er greinilegt að þarna voru pólitísk afskipti af málinu,“ segir Guðrún, fyrsti varaformaður allsherjarnefndar, sem gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis á fundi allsherjarnefndar í dag. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, sakaði Víði einnig um pólitísk afskipti af málinu, eins og greint var frá í morgun. Útlendingastofnun hlýðir Víði Vísir greindi frá því í gær að Útlendingastofnun (ÚTL) hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, tjáði stofnuninni að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Víðir hafa tekið sjálfsætða ákvörðun um að hafa samband við ÚTL. „Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ sagði Víðir. Guðrún er ósátt við vinnubörgð Víðis og bendir á að 300 manns bíði eftir því að undirnefnd fari yfir umsókn Oscars um ríkisborgararétt, en með þessu hafi nefndin dregið einn einstakling fram fyrir röðina. „Mér finnst óeðlilegt að formaður nefndarinnar hafi að eigin frumkvæði haft samband við útlendingastofnun og tilkynnt þeim það að þarna væri umsækjandi um ríkisborgararétt sem væru yfirgnæfandi líkur á að fengi ríkisborgararétt,“ segir Guðrún, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Þarna er gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi, sem ég geri alvarlegar athugasemdir við.“ Allir eigi að standa jafnir gagnvart kerfinu Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útle. „Ég ítreka [...] að allir þeir sem sækja um vernd verða að standa jafnir gagnvart því kerfi sem hér er við lýði,“ segir Guðrún. Þegar tvö stjórnsýslustig komast að niðurstöðu um brottvísun, eigi brottvísun að vera niðurstaðan. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. „Nefndin hefur nýhafið störf þegar formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sem situr ekki í þessari undirnefnd, hefur að frumkvæði sínu samband við Útlendingastofnun til að tilkynna að það verði einhver niðurstaða í einhverri nefnfd sem hefur ekki lokið störfum,“ segir Guðrún. Guðrún segir enn fremur að endurskoða þurfi heimild Alþingis til að veita ríkisborgararétt. „Ég er ekki hlynnt því hvernig þetta hefur verið unnið á síðustu árum og ég tel ástæðu til að þetta verði endurskoðað í heild sinni.“ Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent