Vilja að Aþena fylgi mannréttindastefnu borgarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. júní 2025 14:10 Skúli Helgason formaður íþrótta- og menningarráðs Reykjavíkurborgar og Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu Vísir/Vilhelm/Anton Brink Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir fundum ráðsins og körfuboltafélagsins Aþenu ekki lokið. Hann leggur til nýjan tvíhliða samning sem felur meðal annars í sér ákvæði um samskipti og að félagið fylgi mannréttindastefnu borgarinnar. Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar og Steinþór Einarsson sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar funduðu með Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu í gær um framtíð félagsins. Rekstarsamningur borgarinnar og félagsins rann út á dögunum og verður að öllum líkindum ekki endurnýjaður í sömu mynd. Brynjar ræddi við fréttastofu í gær og sagðist engar skýringar hafa fengið á því hvers vegna borgin vildi ekki endurnýja samninginn. Vilja tví- en ekki þríliða samning Fréttamaður náði ekki tali af Skúla en í skriflegu svari frá honum vegna málsins segir að á fundinum hafi hann lagt fram hugmyndir að lausn sem gangi út á að gerður yrði tvíhliða samningur við Aþenu og annar við Leikni í stað þess þríhliða samkomulags sem gert var 2022 og er nýlega runnið út. Hann áréttir að menningar- og íþróttaráð hafni því ekki að halda samningaviðræðum við félagið áfram. Boðað hafi verið til annars fundar á morgun. „En við viljum sjá breytingar sem tengjast meðal annars eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi félaganna, góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar,“ segir í Svörum Skúla. Hann segir mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa félaginu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Það sé gleðilegt að Aþenu hafi tekist að nærri þrefalda fjölda iðkenda á einungis þriggja ára tímabili. Leggja til ákvæði um samskipti Þá segir hann að í tillögu gærdagsins hafi falist að gerður yrði samningur við Aþenu sem tryggi þeim sambærilegan fjölda tíma og þau höfðu í fyrri samningi sem og félagsaðstöðu, ákvæði um samskipti, að fylgt yrði mannréttindastefnu borgarinnar í starfseminni, aðkomu að stefnumótun um Breiðholt og fleira. „Fyrstu viðbrögð á fundinum í gær voru ekki jákvæð en við munum halda áfram samtalinu, eigum fund aftur á morgun og vonandi finnum við ásættanlega lausn á þessu máli fyrir börnin í Breiðholti því þeirra hagur skiptir öllu máli.“ Loks áréttir hann að þríhliða samkomulag, líkt og það sem sem hefur undanfarin ár verið milli Leiknis, Aþenu og borgarinnar, sé undantekning frá meginreglunni um tvíhliða samninga og það sé líka frávik frá meginreglunni um að félag af slíkri stærðargráðu sé með samning um rekstur mannvirkis í umsjón borgarinnar. Aþena Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Borgarstjórn Mannréttindi Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira
Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar og Steinþór Einarsson sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar funduðu með Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu í gær um framtíð félagsins. Rekstarsamningur borgarinnar og félagsins rann út á dögunum og verður að öllum líkindum ekki endurnýjaður í sömu mynd. Brynjar ræddi við fréttastofu í gær og sagðist engar skýringar hafa fengið á því hvers vegna borgin vildi ekki endurnýja samninginn. Vilja tví- en ekki þríliða samning Fréttamaður náði ekki tali af Skúla en í skriflegu svari frá honum vegna málsins segir að á fundinum hafi hann lagt fram hugmyndir að lausn sem gangi út á að gerður yrði tvíhliða samningur við Aþenu og annar við Leikni í stað þess þríhliða samkomulags sem gert var 2022 og er nýlega runnið út. Hann áréttir að menningar- og íþróttaráð hafni því ekki að halda samningaviðræðum við félagið áfram. Boðað hafi verið til annars fundar á morgun. „En við viljum sjá breytingar sem tengjast meðal annars eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi félaganna, góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar,“ segir í Svörum Skúla. Hann segir mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa félaginu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Það sé gleðilegt að Aþenu hafi tekist að nærri þrefalda fjölda iðkenda á einungis þriggja ára tímabili. Leggja til ákvæði um samskipti Þá segir hann að í tillögu gærdagsins hafi falist að gerður yrði samningur við Aþenu sem tryggi þeim sambærilegan fjölda tíma og þau höfðu í fyrri samningi sem og félagsaðstöðu, ákvæði um samskipti, að fylgt yrði mannréttindastefnu borgarinnar í starfseminni, aðkomu að stefnumótun um Breiðholt og fleira. „Fyrstu viðbrögð á fundinum í gær voru ekki jákvæð en við munum halda áfram samtalinu, eigum fund aftur á morgun og vonandi finnum við ásættanlega lausn á þessu máli fyrir börnin í Breiðholti því þeirra hagur skiptir öllu máli.“ Loks áréttir hann að þríhliða samkomulag, líkt og það sem sem hefur undanfarin ár verið milli Leiknis, Aþenu og borgarinnar, sé undantekning frá meginreglunni um tvíhliða samninga og það sé líka frávik frá meginreglunni um að félag af slíkri stærðargráðu sé með samning um rekstur mannvirkis í umsjón borgarinnar.
Aþena Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Borgarstjórn Mannréttindi Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira