Vilja að Aþena fylgi mannréttindastefnu borgarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. júní 2025 14:10 Skúli Helgason formaður íþrótta- og menningarráðs Reykjavíkurborgar og Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu Vísir/Vilhelm/Anton Brink Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir fundum ráðsins og körfuboltafélagsins Aþenu ekki lokið. Hann leggur til nýjan tvíhliða samning sem felur meðal annars í sér ákvæði um samskipti og að félagið fylgi mannréttindastefnu borgarinnar. Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar og Steinþór Einarsson sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar funduðu með Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu í gær um framtíð félagsins. Rekstarsamningur borgarinnar og félagsins rann út á dögunum og verður að öllum líkindum ekki endurnýjaður í sömu mynd. Brynjar ræddi við fréttastofu í gær og sagðist engar skýringar hafa fengið á því hvers vegna borgin vildi ekki endurnýja samninginn. Vilja tví- en ekki þríliða samning Fréttamaður náði ekki tali af Skúla en í skriflegu svari frá honum vegna málsins segir að á fundinum hafi hann lagt fram hugmyndir að lausn sem gangi út á að gerður yrði tvíhliða samningur við Aþenu og annar við Leikni í stað þess þríhliða samkomulags sem gert var 2022 og er nýlega runnið út. Hann áréttir að menningar- og íþróttaráð hafni því ekki að halda samningaviðræðum við félagið áfram. Boðað hafi verið til annars fundar á morgun. „En við viljum sjá breytingar sem tengjast meðal annars eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi félaganna, góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar,“ segir í Svörum Skúla. Hann segir mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa félaginu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Það sé gleðilegt að Aþenu hafi tekist að nærri þrefalda fjölda iðkenda á einungis þriggja ára tímabili. Leggja til ákvæði um samskipti Þá segir hann að í tillögu gærdagsins hafi falist að gerður yrði samningur við Aþenu sem tryggi þeim sambærilegan fjölda tíma og þau höfðu í fyrri samningi sem og félagsaðstöðu, ákvæði um samskipti, að fylgt yrði mannréttindastefnu borgarinnar í starfseminni, aðkomu að stefnumótun um Breiðholt og fleira. „Fyrstu viðbrögð á fundinum í gær voru ekki jákvæð en við munum halda áfram samtalinu, eigum fund aftur á morgun og vonandi finnum við ásættanlega lausn á þessu máli fyrir börnin í Breiðholti því þeirra hagur skiptir öllu máli.“ Loks áréttir hann að þríhliða samkomulag, líkt og það sem sem hefur undanfarin ár verið milli Leiknis, Aþenu og borgarinnar, sé undantekning frá meginreglunni um tvíhliða samninga og það sé líka frávik frá meginreglunni um að félag af slíkri stærðargráðu sé með samning um rekstur mannvirkis í umsjón borgarinnar. Aþena Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Borgarstjórn Mannréttindi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar og Steinþór Einarsson sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar funduðu með Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu í gær um framtíð félagsins. Rekstarsamningur borgarinnar og félagsins rann út á dögunum og verður að öllum líkindum ekki endurnýjaður í sömu mynd. Brynjar ræddi við fréttastofu í gær og sagðist engar skýringar hafa fengið á því hvers vegna borgin vildi ekki endurnýja samninginn. Vilja tví- en ekki þríliða samning Fréttamaður náði ekki tali af Skúla en í skriflegu svari frá honum vegna málsins segir að á fundinum hafi hann lagt fram hugmyndir að lausn sem gangi út á að gerður yrði tvíhliða samningur við Aþenu og annar við Leikni í stað þess þríhliða samkomulags sem gert var 2022 og er nýlega runnið út. Hann áréttir að menningar- og íþróttaráð hafni því ekki að halda samningaviðræðum við félagið áfram. Boðað hafi verið til annars fundar á morgun. „En við viljum sjá breytingar sem tengjast meðal annars eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi félaganna, góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar,“ segir í Svörum Skúla. Hann segir mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa félaginu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Það sé gleðilegt að Aþenu hafi tekist að nærri þrefalda fjölda iðkenda á einungis þriggja ára tímabili. Leggja til ákvæði um samskipti Þá segir hann að í tillögu gærdagsins hafi falist að gerður yrði samningur við Aþenu sem tryggi þeim sambærilegan fjölda tíma og þau höfðu í fyrri samningi sem og félagsaðstöðu, ákvæði um samskipti, að fylgt yrði mannréttindastefnu borgarinnar í starfseminni, aðkomu að stefnumótun um Breiðholt og fleira. „Fyrstu viðbrögð á fundinum í gær voru ekki jákvæð en við munum halda áfram samtalinu, eigum fund aftur á morgun og vonandi finnum við ásættanlega lausn á þessu máli fyrir börnin í Breiðholti því þeirra hagur skiptir öllu máli.“ Loks áréttir hann að þríhliða samkomulag, líkt og það sem sem hefur undanfarin ár verið milli Leiknis, Aþenu og borgarinnar, sé undantekning frá meginreglunni um tvíhliða samninga og það sé líka frávik frá meginreglunni um að félag af slíkri stærðargráðu sé með samning um rekstur mannvirkis í umsjón borgarinnar.
Aþena Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Borgarstjórn Mannréttindi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira