Turnarnir svínvirka en fegrunaraðgerðir í farvatninu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2025 07:01 Myndavélum á toppi turnspírunnar er beint í allar áttir, að vegfarendum við Hallgrímskirkju. Allt til þess að draga úr hættunni á að góðir og grandvarir borgarar verði fyrir barðinu á fingralöngum vasaþjófum. Vísir/Anton Brink Lögreglufulltrúi í Reykjavík segir umdeilda varðturna sem komið hefur verið upp við Hallgrímskirkju og neðst á Skólavörðustíg virðast skila tilætluðum árangri. Tilkynningum um vasaþjófnað í grennd við turnana hafi snarfækkað. Unnið er að því að gera turnana eilítið huggulegri. Nokkuð hefur verið fjallað um varðturnana, sem fólk hefur deilt um hvort telja megi forláta eða forljóta. Þannig hefur lögreglan sagt að turnunum sé ætlað að hafa fælingarmátt gagnvart vasaþjófum, sem hafa að undanförnu gert sig gildandi á fjölförnum stöðum í borginni. Aðrir hafa sagt turnana hlægilega ljóta, til að mynda arkítekt sem fréttastofa ræddi við. Hvað sem útliti turnanna líður virðast þeir þjóna tilgangi sínum, sem er að draga úr vasaþjófnaði þar sem þeir standa, prýðilega. Engar tilkynningar frá því turnarnir fóru upp Í samtali við Vísi segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi að engar tilkynningar hafi borist um vasaþjófnað frá því turnarnir voru reistir um þarsíðustu helgi. Turninn er merktur í bak og fyrir. Bæði fyrirtækinu sem starfrækir hann en einnig lögreglunni.Vísir/Anton Brink „Það getur vel verið að það læðist inn eitthvað með tímanum, en síðan turnarnir fóru upp hef ég ekki fengið vasaþjófnaðartilkynningu til mín,“ segir Guðmundur. Takið þið þessu þá sem merki um að turnarnir séu að svínvirka? „Já. Það er auðvitað stuttur tími liðinn, en já, þetta lofar góðu.“ Til skoðunar að fegra turnana Guðmundur segist vel meðvitaður um umræðu á þá leið að turnarnir séu forljótur umhverfislegur ófögnuður. „Ég var búinn að gefa það til kynna að þetta mætti alveg líta betur út. Það var bara verið að reyna að stöðva þá blæðingu sem varð þarna. En það stendur nú til að fegra þá. Þetta er svona tilraunaverkefni í sumar. Það er komin tillaga frá eiganda turnanna, sem er fyrirtækið Vörn, um að láta þá líta aðeins betur út.“ Guðmundur Pétur segir varðturnana virðast þjóna tilgangi sínum með prýðilegum árangri.Vísir/Einar Slík tillaga fara í gegnum hönnunardeild hjá borginni, en Guðmundur gerir ráð fyrir að hún verði samþykkt. „Þá verða límdar einhverjar filmur á með öðruvísi áferð, þannig að þetta líti öðruvísi út og fellur betur inn í umhverfið. Við sjáum til með það, en stór hluti af þessu er líka að vera sýnilegur og hrinda frá. Nú á bara eftir að koma í ljós hvort þessir vasaþjófar færi sig einhvert annað, jafnvel í önnur sveitarfélög. Það er alþekkt að þegar lögregla beitir meira eftirliti á ákveðnum stöðum þá færast afbrotin annað. Það á bara eftir að koma í ljós.“ Gæti þá verið von á því að það dúkki upp fleiri turnar, víðar um borgina? „Þetta eru nú aðalstaðirnir. Þarna er mesti mannfjöldinn. Við erum með myndavélar annars staðar í bænum þar sem fólk er að koma saman, en þær eru alls ekki jafn sýnilegar. Enda hefur gefist meiri tími til að hanna þær,“ segir Guðmundur. Turninn við Hallgrímskirkju hefur vakið mikla athygli.Vísir/Anton Brink Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um varðturnana, sem fólk hefur deilt um hvort telja megi forláta eða forljóta. Þannig hefur lögreglan sagt að turnunum sé ætlað að hafa fælingarmátt gagnvart vasaþjófum, sem hafa að undanförnu gert sig gildandi á fjölförnum stöðum í borginni. Aðrir hafa sagt turnana hlægilega ljóta, til að mynda arkítekt sem fréttastofa ræddi við. Hvað sem útliti turnanna líður virðast þeir þjóna tilgangi sínum, sem er að draga úr vasaþjófnaði þar sem þeir standa, prýðilega. Engar tilkynningar frá því turnarnir fóru upp Í samtali við Vísi segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi að engar tilkynningar hafi borist um vasaþjófnað frá því turnarnir voru reistir um þarsíðustu helgi. Turninn er merktur í bak og fyrir. Bæði fyrirtækinu sem starfrækir hann en einnig lögreglunni.Vísir/Anton Brink „Það getur vel verið að það læðist inn eitthvað með tímanum, en síðan turnarnir fóru upp hef ég ekki fengið vasaþjófnaðartilkynningu til mín,“ segir Guðmundur. Takið þið þessu þá sem merki um að turnarnir séu að svínvirka? „Já. Það er auðvitað stuttur tími liðinn, en já, þetta lofar góðu.“ Til skoðunar að fegra turnana Guðmundur segist vel meðvitaður um umræðu á þá leið að turnarnir séu forljótur umhverfislegur ófögnuður. „Ég var búinn að gefa það til kynna að þetta mætti alveg líta betur út. Það var bara verið að reyna að stöðva þá blæðingu sem varð þarna. En það stendur nú til að fegra þá. Þetta er svona tilraunaverkefni í sumar. Það er komin tillaga frá eiganda turnanna, sem er fyrirtækið Vörn, um að láta þá líta aðeins betur út.“ Guðmundur Pétur segir varðturnana virðast þjóna tilgangi sínum með prýðilegum árangri.Vísir/Einar Slík tillaga fara í gegnum hönnunardeild hjá borginni, en Guðmundur gerir ráð fyrir að hún verði samþykkt. „Þá verða límdar einhverjar filmur á með öðruvísi áferð, þannig að þetta líti öðruvísi út og fellur betur inn í umhverfið. Við sjáum til með það, en stór hluti af þessu er líka að vera sýnilegur og hrinda frá. Nú á bara eftir að koma í ljós hvort þessir vasaþjófar færi sig einhvert annað, jafnvel í önnur sveitarfélög. Það er alþekkt að þegar lögregla beitir meira eftirliti á ákveðnum stöðum þá færast afbrotin annað. Það á bara eftir að koma í ljós.“ Gæti þá verið von á því að það dúkki upp fleiri turnar, víðar um borgina? „Þetta eru nú aðalstaðirnir. Þarna er mesti mannfjöldinn. Við erum með myndavélar annars staðar í bænum þar sem fólk er að koma saman, en þær eru alls ekki jafn sýnilegar. Enda hefur gefist meiri tími til að hanna þær,“ segir Guðmundur. Turninn við Hallgrímskirkju hefur vakið mikla athygli.Vísir/Anton Brink
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira