„Höfuðábyrgðarmaður hrunsins situr uppi í Hádegismóum og heitir Davíð Oddsson“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2015 10:42 Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Vísir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir gagnrýnivert að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hafi boðið sig fram til formanns með jafnskömmum fyrirvara og raun bar vitni um helgina. Ætli menn að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni eigi að gera það með eðlilegum fyrirvara líkt og Jón gerði sjálfur árið 1984. Þá bauð Jón Baldvin sig fram gegn sitjandi formanni, Kjartani Jóhannssyni. „Ég setti fram mína stefnuskrá og eftir það var engin perónuleg óvild. Við unnum vel saman,“ sagði Jón Baldvin í Bítinu í morgun. Hann hefur enga ástæðu til að ætla að annað verði uppi á teningnum hjá Samfylkingunni nú. Hann segir á valdi formannsins Árna Páls Árnasonar að hlusta á gagnrýnina og breyta eftir því. „Árni formaður er á skilorði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi verið viðvörun og nú verði hann að spjara sig. Aðspurður um dapurt gengi flokksins í síðustu kosningum er hann fljótur til svars. „Það er aldrei til vinsælda fallið að taka að sér að hreinsa út skítinn eftir fylleríspartý,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Samfylkingunni og Vinstri grænum hafi verið treyst til þess að lokinni búsáhaldabyltingu og kosningar, þ.e. að „að moka út flórinn eftir að það hafði verið standandi partý útrásarvíkinga sem kunnu sér ekki hóf og fóru með þjófélagið til helvítis.“ „Það var ekkert smáverk,“ segir Jón Baldvin.Íslendingar ekkert lært af hruninu Jón Baldvin segir alveg tvímælalaust að Íslendingar hafi ekkert lært af hruninu. Hvorki pólitíkusarnir né þjóðin sjálf. Hann bendir þó á einn hlut sem Íslendingar hafi gert betur en allir aðrir eftir hrunið. Gert það upp með rannsóknarskýrslu. Um hafi verið að ráða vandaða greiningu á orsökum og skýrar niðurstöður um hvernig ætti að bregðast við. „Pakkinn var sendur til Alþingis en Alþingi klikkaði gjörsamlega,“ segir Jón Baldvin. Alþingi hafi einum rómi samþykkt þingsályktun um hvað þyrfti að gera til að koma húsinu í lag, nokkur meginatriði sem öllum hafi borið saman um að þyrfti að læra af. „Það er ekki búið að framkvæma eitt einasta af því.“ Þá rifjaði ráðherrann upp viðbrögð almennings við Landsdómsmálinu. Þjóðinni hafa ofboðið málið „því allir vita að Geir (innsk: Haarde) er frekar meinlaus maður og frekar ábyrgðarlítill.“ Hann hafie kki borið höfuðábyrgð á hruninu. „Höfuðábyrgðarmaður hrunsins situr uppi í Hádegismóum og heitir Davíð Oddsson,“ segir Jón Baldvin. Aðspurður hvort hann hafi rætt þau mál við fyrrum félaga sinn úr Viðeyjarstjórninni svarar Jón Baldvin neitandi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan en þar ræðir Jón Baldvin einnig um fjármálakerfi heimsins. Alþingi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir gagnrýnivert að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hafi boðið sig fram til formanns með jafnskömmum fyrirvara og raun bar vitni um helgina. Ætli menn að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni eigi að gera það með eðlilegum fyrirvara líkt og Jón gerði sjálfur árið 1984. Þá bauð Jón Baldvin sig fram gegn sitjandi formanni, Kjartani Jóhannssyni. „Ég setti fram mína stefnuskrá og eftir það var engin perónuleg óvild. Við unnum vel saman,“ sagði Jón Baldvin í Bítinu í morgun. Hann hefur enga ástæðu til að ætla að annað verði uppi á teningnum hjá Samfylkingunni nú. Hann segir á valdi formannsins Árna Páls Árnasonar að hlusta á gagnrýnina og breyta eftir því. „Árni formaður er á skilorði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi verið viðvörun og nú verði hann að spjara sig. Aðspurður um dapurt gengi flokksins í síðustu kosningum er hann fljótur til svars. „Það er aldrei til vinsælda fallið að taka að sér að hreinsa út skítinn eftir fylleríspartý,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Samfylkingunni og Vinstri grænum hafi verið treyst til þess að lokinni búsáhaldabyltingu og kosningar, þ.e. að „að moka út flórinn eftir að það hafði verið standandi partý útrásarvíkinga sem kunnu sér ekki hóf og fóru með þjófélagið til helvítis.“ „Það var ekkert smáverk,“ segir Jón Baldvin.Íslendingar ekkert lært af hruninu Jón Baldvin segir alveg tvímælalaust að Íslendingar hafi ekkert lært af hruninu. Hvorki pólitíkusarnir né þjóðin sjálf. Hann bendir þó á einn hlut sem Íslendingar hafi gert betur en allir aðrir eftir hrunið. Gert það upp með rannsóknarskýrslu. Um hafi verið að ráða vandaða greiningu á orsökum og skýrar niðurstöður um hvernig ætti að bregðast við. „Pakkinn var sendur til Alþingis en Alþingi klikkaði gjörsamlega,“ segir Jón Baldvin. Alþingi hafi einum rómi samþykkt þingsályktun um hvað þyrfti að gera til að koma húsinu í lag, nokkur meginatriði sem öllum hafi borið saman um að þyrfti að læra af. „Það er ekki búið að framkvæma eitt einasta af því.“ Þá rifjaði ráðherrann upp viðbrögð almennings við Landsdómsmálinu. Þjóðinni hafa ofboðið málið „því allir vita að Geir (innsk: Haarde) er frekar meinlaus maður og frekar ábyrgðarlítill.“ Hann hafie kki borið höfuðábyrgð á hruninu. „Höfuðábyrgðarmaður hrunsins situr uppi í Hádegismóum og heitir Davíð Oddsson,“ segir Jón Baldvin. Aðspurður hvort hann hafi rætt þau mál við fyrrum félaga sinn úr Viðeyjarstjórninni svarar Jón Baldvin neitandi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan en þar ræðir Jón Baldvin einnig um fjármálakerfi heimsins.
Alþingi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira