Á flugvellinum mátti sjá fjölda loftfara af öllum stærðum og gerðum, bæði á jörðu og í lofti. Færustu listflugmenn léku listir sínar auk erlendra gesta. Meðal þeirra voru breiðþotur Play og Icelandair.
Tékkneski herinn tók þátt og var orrustuþotu þeirra flogið yfir svæðið. Er þetta í fyrsta sinn sem gestir sýningarinnar fá að sjá orrustu þessarar gerðar. Hún er talin vera meðal fremstu herþota heimsins.
Hægt er að sjá brot af því sem var í boði í spilaranum hér fyrir neðan:
Þó virtust allir ekki vera jafn hrifnir af herþotunni og gestir sýningarinnar. Í Facebook-hópi íbúa í Miðborginni skapaðist umræða um hvers kyns farartæki flygi yfir borgina.
Herþotan var kölluð „svart drasl“ og „viðbjóður“ af einhverjum meðlimum hópsins auk þess sem kvartað var undan miklum hávaði sem fylgdi fluginu.
Rétt er að taka fram að ekki það voru ekki allir sammála því að herþotan væri „viðbjóður“ og sögðu viðburðinn hafa verið geggjaðan.