Afskaplega mjótt á munum í kosningunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 21:38 Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Viktor Freyr Pólverjar velja sér nýjan forseta í dag en í morgun hófst önnur umferð forsetakosninganna og er afar mjótt á munum. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir frambjóðendurna verulega ólíka. „Það er rétt að forsetakosningar í Póllandi hafa verið mjög spennandi síðustu tuttugu ár í rauninni. Þeir flokkar, annars Borgarvettvangur og svo Lög og réttlæti, hafi tekist þar hart á,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Tveir frambjóðendur keppast nú um að hreppa forsetaembætti Póllands. Annars vergar er það Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og frambjóðandi Borgaravettvangsins og hins vegar Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti. Samkvæmt útgönguspám er afar mjótt á munum. Í útgönguspánni klukkan sjö á íslenskum tíma mældist Trzaskowski með 50,3 prósenta fylgi en Nawrocki 49,7 prósent. Hins vegar breyttist spáin og er Trzaskowski nú með 49,3 prósent og Nawrocki 50,7 prósent. Úrslit kosninganna ættu að liggja fyrir í hádeginu á mánudag. Pawel segir töluverðan mun vera á áherslum frambjóðendanna. „Nawrocki, sem er frambjóðandi Laga og réttlætis fór í Hvíta húsið og fékk þumalinn upp frá Donald Trump. Þeir hafa kannski litið yfir hafið til Bandaríkjanna, segir hann. Trzaskowski sæki mun meira í Evrópusamstarf auk þess að hafa frjálslyndari gildi. Hann beiti sér meðal annars fyrir réttindum kvenna, líkt og flokkurinn hans gerði í þingkosningunum í október 2023. Það var að hluta til sú afstaða sem kom frambjóðanda Borgaravettvangsins, Donald Tusk, í stól forsætisráðherra. „Þetta er svona munurinn á þessum. Þetta eru hefðbundin átök á milli íhaldssamari og frjálslyndari gilda. Báðir þessir frambjóðendur myndu teljast til hægri manna hér á Íslandi.“ Ríkisstjórn og forseta komi ekki saman Flokkur Borgaravettvangsins setur gríðarlega mikið traust í sigur Trzaskowski. Þeir eru núna í ríkisstjórn en Andrzej Duda, forseti Póllands, er fulltrúi Lagar og réttlætis. „Frá því að stjórnin núverandi vann kosningarnar í október 2023 þá hefur kannski ekki gengið að ná fram mörgu af því sem þeir sögðu þá, varðandi til dæmis réttindi kvenna, varðandi að reisa við réttarkerfið sem hefur verið í ákveðnu lamasessi undanfarin ár. Vegna þess hafa þau sagt meðal annars að forsetinn hafi verið frá Lögum og réttindi, með neitunarvaldið, og að samstarfið hafi gengið illa,“ segir Pawel. „Þeir hafa rosalega mikið treyst á þessar forsetakosningar, að ná forsetaembættinu til þess að geta hrundið einhverju af þessu í gegn.“ Stór áherslumunur í málum Úkraínu Málefni Úkraínu hafa einnig spilað hlutverk í kosningabaráttunni enda nágranni Póllands. „Til að gæta sanngirnis hefur Lög og réttlæti, þó ég sé ekki endilega hrifinn af því sem þeir hafa gert, stutt Úkraínu,“ segir Pawel. Þegar flokkurinn var við völd hafi þeir sent fjögur hundruð skriðdreka til Úkraínu og stutt stríðsrekstur þeirra. „ Hins vegar það sem gerðist í þessari kosningabaráttu er sú að frambjóðandi sem lenti í þriðja sæti tók þessa tvö efstu í viðtal á Youtube-rásinni sinni. Hann fór fram á að þeir myndu skrifa undir ákveðnar yfirlýsingar og ein þeirra fólst í því að Úkraínu yrði ekki hleypt inn í NATO. Nawrocki, frambjóðandi Lög og réttlætis, fólst á það að hann myndi ekki skrifa undir inngöngu Úkraínu í NATO á meðan Trzaskowski er ekki þar,“ segir Pawel. „Það er stór áherslumunur hjá þeim hvað það varðar.“ Vert er að taka fram að Pawel fylgist grannt með nýjustu fregnum af forsetakosningunum á Facebook síðu sinni. Þar deilir hann alls kyns fróðleiksmolum fyrir áhugasama. Kosningar í Póllandi Pólland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
„Það er rétt að forsetakosningar í Póllandi hafa verið mjög spennandi síðustu tuttugu ár í rauninni. Þeir flokkar, annars Borgarvettvangur og svo Lög og réttlæti, hafi tekist þar hart á,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Tveir frambjóðendur keppast nú um að hreppa forsetaembætti Póllands. Annars vergar er það Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og frambjóðandi Borgaravettvangsins og hins vegar Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti. Samkvæmt útgönguspám er afar mjótt á munum. Í útgönguspánni klukkan sjö á íslenskum tíma mældist Trzaskowski með 50,3 prósenta fylgi en Nawrocki 49,7 prósent. Hins vegar breyttist spáin og er Trzaskowski nú með 49,3 prósent og Nawrocki 50,7 prósent. Úrslit kosninganna ættu að liggja fyrir í hádeginu á mánudag. Pawel segir töluverðan mun vera á áherslum frambjóðendanna. „Nawrocki, sem er frambjóðandi Laga og réttlætis fór í Hvíta húsið og fékk þumalinn upp frá Donald Trump. Þeir hafa kannski litið yfir hafið til Bandaríkjanna, segir hann. Trzaskowski sæki mun meira í Evrópusamstarf auk þess að hafa frjálslyndari gildi. Hann beiti sér meðal annars fyrir réttindum kvenna, líkt og flokkurinn hans gerði í þingkosningunum í október 2023. Það var að hluta til sú afstaða sem kom frambjóðanda Borgaravettvangsins, Donald Tusk, í stól forsætisráðherra. „Þetta er svona munurinn á þessum. Þetta eru hefðbundin átök á milli íhaldssamari og frjálslyndari gilda. Báðir þessir frambjóðendur myndu teljast til hægri manna hér á Íslandi.“ Ríkisstjórn og forseta komi ekki saman Flokkur Borgaravettvangsins setur gríðarlega mikið traust í sigur Trzaskowski. Þeir eru núna í ríkisstjórn en Andrzej Duda, forseti Póllands, er fulltrúi Lagar og réttlætis. „Frá því að stjórnin núverandi vann kosningarnar í október 2023 þá hefur kannski ekki gengið að ná fram mörgu af því sem þeir sögðu þá, varðandi til dæmis réttindi kvenna, varðandi að reisa við réttarkerfið sem hefur verið í ákveðnu lamasessi undanfarin ár. Vegna þess hafa þau sagt meðal annars að forsetinn hafi verið frá Lögum og réttindi, með neitunarvaldið, og að samstarfið hafi gengið illa,“ segir Pawel. „Þeir hafa rosalega mikið treyst á þessar forsetakosningar, að ná forsetaembættinu til þess að geta hrundið einhverju af þessu í gegn.“ Stór áherslumunur í málum Úkraínu Málefni Úkraínu hafa einnig spilað hlutverk í kosningabaráttunni enda nágranni Póllands. „Til að gæta sanngirnis hefur Lög og réttlæti, þó ég sé ekki endilega hrifinn af því sem þeir hafa gert, stutt Úkraínu,“ segir Pawel. Þegar flokkurinn var við völd hafi þeir sent fjögur hundruð skriðdreka til Úkraínu og stutt stríðsrekstur þeirra. „ Hins vegar það sem gerðist í þessari kosningabaráttu er sú að frambjóðandi sem lenti í þriðja sæti tók þessa tvö efstu í viðtal á Youtube-rásinni sinni. Hann fór fram á að þeir myndu skrifa undir ákveðnar yfirlýsingar og ein þeirra fólst í því að Úkraínu yrði ekki hleypt inn í NATO. Nawrocki, frambjóðandi Lög og réttlætis, fólst á það að hann myndi ekki skrifa undir inngöngu Úkraínu í NATO á meðan Trzaskowski er ekki þar,“ segir Pawel. „Það er stór áherslumunur hjá þeim hvað það varðar.“ Vert er að taka fram að Pawel fylgist grannt með nýjustu fregnum af forsetakosningunum á Facebook síðu sinni. Þar deilir hann alls kyns fróðleiksmolum fyrir áhugasama.
Kosningar í Póllandi Pólland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira