Sagðist ekki hafa orðið var við átök: „Ég var eins og pabbi þeirra“ Jón Þór Stefánsson skrifar 31. maí 2025 21:10 Bústaðurinn sem mennirnir dvöldu í er sá guli. Þeir unnu að byggingu hússins að ofan. Vísir/Vilhelm „Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen. Í málinu er Gedirninas Saulys, 34 ára, ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að Viktoras Buchovskis, karlmaður á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum er gefið að sök að beita Viktoras margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Meðal annars er Gedirninas sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Kvartaði yfir verk áður en hann lést Maðurinn, sá sem er á sextugsaldri, gaf skýrslu sem vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Þess má geta að hann var handtekinn í upphafi máls og var með réttarstöðu sakbornings um nokkurt skeið. Hann sagði að þegar hann hafi vaknað laugardagsmorguninn örlagaríka hafi Gedirninas og Viktoras verið vaknaðir á undan honum. Hann minntist á að Viktoras hefði þennan morgun kvartað yfir verk í rifbeinunum, eftir að hafa fallið af svefnlofti bústaðarins. Enga áverka hafi verið að finna utan á honum, en Viktoras hafi talað um að verkurinn væri innan í honum. Maðurinn sagðist hafa lagt til að Viktoras myndi gera eitthvað í þessum verk, en hann þá gert lítið úr honum og fengið sér bjór. Maðurinn hafi fengið sér kaffi og svo farið á salernið. Þegar hann hafi svo komið aftur fram hafi hann séð Viktoras liggjandi á gólfinu. Hann hafi spurt Gedirninas hvað hafði gerst og hann sagt Viktoras hafa dottið niður stiga upp á svefnloft. Hann væri fullur og ætlaði að jafna sig áður en hann færi aftur að sofa, að sögn Gedirninas. Maðurinn sagði Viktoras ekki hafa svarað. En sjálfur hafi hann farið aftur að sofa. Einhverju seinna um morguninn fór hann aftur á fætur, og þá var Viktoras ekki lengur á gólfinu. Hann sagðist ekki vita hvernig hann færðist úr stað. „Við, nokkrir sem voru að vinna saman, ætluðum að fara í piknik þennan dag. Mér fannst furðulegt að enginn væri vaknaður því við ætluðum í piknik,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Heyrði ekkert meðan meint átök áttu sér stað Svo var honum litið inn í herbergi Viktoras, og aftur svaraði hann ekki. Þá byrjaði maðurinn að hringja í aðra samstarfsfélaga. Samstarfsfélagarnir hafi síðan hringt í tvo yfirmenn þeirra, og þeir komu síðan á vettvang. Það mun hafa verið um klukkutíma síðar. Yfirmennirnir hafi sagt að Viktoras væri látinn og reynt að endurlífga hann. Maðurinn sagði lítið pláss hafa verið í herberginu, og hann því ekki tekið þátt í því. Fyrir dómi var maðurinn spurður hvort hann hefði heyrt einhver læti meðan meint átök sem drógu Viktoras til dauða áttu sér stað. Hann sagði svo ekki vera. Mögulega mætti skýra það vegna þess að hann hafi verið með heyrnartól á sér. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Í málinu er Gedirninas Saulys, 34 ára, ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að Viktoras Buchovskis, karlmaður á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum er gefið að sök að beita Viktoras margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Meðal annars er Gedirninas sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Kvartaði yfir verk áður en hann lést Maðurinn, sá sem er á sextugsaldri, gaf skýrslu sem vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Þess má geta að hann var handtekinn í upphafi máls og var með réttarstöðu sakbornings um nokkurt skeið. Hann sagði að þegar hann hafi vaknað laugardagsmorguninn örlagaríka hafi Gedirninas og Viktoras verið vaknaðir á undan honum. Hann minntist á að Viktoras hefði þennan morgun kvartað yfir verk í rifbeinunum, eftir að hafa fallið af svefnlofti bústaðarins. Enga áverka hafi verið að finna utan á honum, en Viktoras hafi talað um að verkurinn væri innan í honum. Maðurinn sagðist hafa lagt til að Viktoras myndi gera eitthvað í þessum verk, en hann þá gert lítið úr honum og fengið sér bjór. Maðurinn hafi fengið sér kaffi og svo farið á salernið. Þegar hann hafi svo komið aftur fram hafi hann séð Viktoras liggjandi á gólfinu. Hann hafi spurt Gedirninas hvað hafði gerst og hann sagt Viktoras hafa dottið niður stiga upp á svefnloft. Hann væri fullur og ætlaði að jafna sig áður en hann færi aftur að sofa, að sögn Gedirninas. Maðurinn sagði Viktoras ekki hafa svarað. En sjálfur hafi hann farið aftur að sofa. Einhverju seinna um morguninn fór hann aftur á fætur, og þá var Viktoras ekki lengur á gólfinu. Hann sagðist ekki vita hvernig hann færðist úr stað. „Við, nokkrir sem voru að vinna saman, ætluðum að fara í piknik þennan dag. Mér fannst furðulegt að enginn væri vaknaður því við ætluðum í piknik,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Heyrði ekkert meðan meint átök áttu sér stað Svo var honum litið inn í herbergi Viktoras, og aftur svaraði hann ekki. Þá byrjaði maðurinn að hringja í aðra samstarfsfélaga. Samstarfsfélagarnir hafi síðan hringt í tvo yfirmenn þeirra, og þeir komu síðan á vettvang. Það mun hafa verið um klukkutíma síðar. Yfirmennirnir hafi sagt að Viktoras væri látinn og reynt að endurlífga hann. Maðurinn sagði lítið pláss hafa verið í herberginu, og hann því ekki tekið þátt í því. Fyrir dómi var maðurinn spurður hvort hann hefði heyrt einhver læti meðan meint átök sem drógu Viktoras til dauða áttu sér stað. Hann sagði svo ekki vera. Mögulega mætti skýra það vegna þess að hann hafi verið með heyrnartól á sér.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira