KR valtaði yfir nágranna sína í Gróttu og Fjölnir skellti Fram í Lengjubikarnum í kvöld.
Almarr Ormarsson, Sören Fredriksen, Aron Bjarki Jósepsson og Þorsteinn Már Ragnarsson skoruðu mörk KR í 4-0 sigri á Gróttu á Seltjarnarnesi.
KR er í þriðja sæti síns riðils en Grótta er í sjötta sæti.
Fjölnir vann auðveldan 3-0 sigur á Fram þar sem Gunnar Már Guðmundsson, Aron Sigurðsson og Birnir Snær Ingason skoruðu mörkin.

