Kenan Turudija tryggði Víking Ólafsvík sigur á ÍBV í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 1-0, en leikið var í Akraneshöllinni.
Eina markið kom eftir 27. mínútna leik, en það skoraði Turudija. Guðjón Orri Sigurjónsson, markvörður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið á 86. mínútu, en ekki komu fleiri mörk og lokatölur 1-0.
ÍBV hefur mistekist að skora í fimm af sex leikjum sínum í Lengjubikarnum, en þeir skoruðu fimm gegn BÍ/Bolungarvík Þeim var þó dæmdur 3-0 sigur gegn Breiðablik þar sem Blikar notuðu ólöglegan leikmann svo markatalan þeirra er 8-12.
Þeir eru í sjöunda sæti riðilsins af átta mögulegum, en Víkingur er sæti ofar.
ÍBV mistekist að skora í fimm leikjum af sex í Lengjubikarnum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


