Gæti haft áhrif á 10.000 lánasamninga Lýsingar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. mars 2015 20:00 Fjármögnungarfyrirtækið Lýsing tapaði á fimmtudag tveimur dómsmálum vegna gengistryggðra lána í Hæstarétti Íslands. Ágreiningur í málunum laut að því hvort lántakendur gætu borið fyrir sig fullnaðarkvittanir vegna greiddra vaxta frá stofndegi lánssamningsins til maí 2010, vegna þess hluta lánsins sem bundinn var ólögmætri gengistryggingu. Jóhannes S. Ólafsson er lögmaður beggja aðila sem unnu málin fyrir Hæstarétti. Hann segir Lýsingu vera einu lánastofnunina sem dragi lappirnar við endurútreikning gengislána. „Að mínu mati eiga þessir dómar að klára alveg þennan ágreining endanlega og að það séu engar varnir eftir fyrir Lýsingu í þessum málum. Ég tel líka að það eigi að vera óumdeilt að fordæmisgildið nái til yfirgnæfandi meirihluta allra þeirra mála af þessu tagi þar sem Lýsing hefur hafnað útreikningi,“ segir Jóhannes. Hann segir að þetta gætu verið um 10.000 lánasamningar sem dómarnir hefðu áhrif á. En þarf hver og einn þessara skuldara að höfða dómsmál gegn Lýsingu til að ná sínum rétti fram? „Ég sé ekkert annað í kortunum en það að Lýsing muni gera upp við umbjóðendur okkar, sem erum að reka þessi dómsmál. Hjá því verður ekki komist. En hvað Lýsing gerir varðandi hinn almenna viðskiptavin Lýsingar sem er með gengistryggðan samning og hefur ekki gert neitt sérstakt ágreiningsmál í kringum sína kröfu. Það veit ég ekki og kann ekki að segja,“ segir Jóhannes. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir nauðsynlegt að útvíkka skilyrði til gjafsóknar til að auðvelda einstaklingum að sækja mál sem þessi fyrir dómstólum. Þá sé málið til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. „Þetta er mjög óheppilegt og ólíðandi að fjármögnunarfyrirtæki, Lýsing í þessu tilfelli, skuli ætla að láta alla þessa einstaklinga ætla að sækja mál sín. Maður skilur ekki tilganginn hjá fyrirtækinu að þvinga skuldara í þá leið,“ segir Elsa Lára. Alþingi Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Sjá meira
Fjármögnungarfyrirtækið Lýsing tapaði á fimmtudag tveimur dómsmálum vegna gengistryggðra lána í Hæstarétti Íslands. Ágreiningur í málunum laut að því hvort lántakendur gætu borið fyrir sig fullnaðarkvittanir vegna greiddra vaxta frá stofndegi lánssamningsins til maí 2010, vegna þess hluta lánsins sem bundinn var ólögmætri gengistryggingu. Jóhannes S. Ólafsson er lögmaður beggja aðila sem unnu málin fyrir Hæstarétti. Hann segir Lýsingu vera einu lánastofnunina sem dragi lappirnar við endurútreikning gengislána. „Að mínu mati eiga þessir dómar að klára alveg þennan ágreining endanlega og að það séu engar varnir eftir fyrir Lýsingu í þessum málum. Ég tel líka að það eigi að vera óumdeilt að fordæmisgildið nái til yfirgnæfandi meirihluta allra þeirra mála af þessu tagi þar sem Lýsing hefur hafnað útreikningi,“ segir Jóhannes. Hann segir að þetta gætu verið um 10.000 lánasamningar sem dómarnir hefðu áhrif á. En þarf hver og einn þessara skuldara að höfða dómsmál gegn Lýsingu til að ná sínum rétti fram? „Ég sé ekkert annað í kortunum en það að Lýsing muni gera upp við umbjóðendur okkar, sem erum að reka þessi dómsmál. Hjá því verður ekki komist. En hvað Lýsing gerir varðandi hinn almenna viðskiptavin Lýsingar sem er með gengistryggðan samning og hefur ekki gert neitt sérstakt ágreiningsmál í kringum sína kröfu. Það veit ég ekki og kann ekki að segja,“ segir Jóhannes. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir nauðsynlegt að útvíkka skilyrði til gjafsóknar til að auðvelda einstaklingum að sækja mál sem þessi fyrir dómstólum. Þá sé málið til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. „Þetta er mjög óheppilegt og ólíðandi að fjármögnunarfyrirtæki, Lýsing í þessu tilfelli, skuli ætla að láta alla þessa einstaklinga ætla að sækja mál sín. Maður skilur ekki tilganginn hjá fyrirtækinu að þvinga skuldara í þá leið,“ segir Elsa Lára.
Alþingi Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Sjá meira