Innlent

Vonskuveður víða um land og Anora kom á ó­vart

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um vonskuveðrið sem gekk yfir landið í gær og framan af morgni. 

Við heyrum meðal annars í slökkviliðsstjóranum á Akranesi en þar fóru tveir einstaklingar í sjóinn þegar stærðarinnar alda skall á höfninni í bænum og hrifsaði mennina með sér og tvo bíla einnig. Þeir komust af sjálfsdáðum upp úr sjónum.

Einnig fjöllum við um nefndarfund á Alþingi sem fram fór í morgun og fjallaði um hið umdeilda styrkjamál stjórnmálaflokkanna. 

Við gerum líka upp Óskarsverðlaunahátíðina sem fram fór í Hollywood í nótt. 

Í sportinu verður svo fjallað um Bónusdeildina í körfunni og sagt frá nýjum atvinnumanni í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×