Innlent

Kona féll fram af svölum fjöl­býlis­húss í Breið­holti

Lovísa Arnardóttir skrifar
Rannsakandi frá lögreglunni hefur verið kallaður til vegna málsins.
Rannsakandi frá lögreglunni hefur verið kallaður til vegna málsins. Vísir/Vilhelm

Lögregla var kölluð til í Breiðholti um hádegisbil í dag vegna konu sem féll niður af svölunum í fjölbýlishúsi. Um var að ræða konu á sextugsaldri sem er látin. Ekki er grunur um refsiverða háttsemi. 

Kona er látin eftir að hafa fallið niður af svölum í Breiðholti. Um var að ræða konu á sextugsaldri. Ekki er grunur um refsiverða háttsemi.

„Frekari upplýsingar verða ekki veittar um málið,“ segir Eiríkur Valberg hjá miðlægri deild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Greint var frá því fyrr í dag að nokkur viðbúnaður hafi verið á vettvangi og teymi frá miðlægri deild sent á staðinn til að rannsaka aðstæður. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×