Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 2. mars 2025 11:58 Nýr ritari, formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll eftir harða keppni við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningin var jöfn og spennandi, en Guðrún hafði að lokum sigur með 19 atkvæða mun. Í kjölfar formannskjörs var kosið um varaformann og ritara. Jens Garðar Helgason var kjörinn varaformaður, en hann bauð sig fram ásamt Diljá Mist Einarsdóttur. Jens Garðar hlaut 928 atkvæði eða 53,2 prósent gildra atkvæða. Diljá Mist hlaut 758 atkvæði sem samsvarar 43,4 prósentum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður flokksins, var endurkjörinn ritari með 74,8% atkvæða en hann var einn í framboði. Jens Garðar og Guðrún munu leiða Sjálfstæðisflokkinn. Jens hafði betur í varaformannskjöri gegn Diljá Mist Einarsdóttur. Til vinstri sést Vilhjálmur Árnason, sem mun að öllum líkindum bætast við forystuna eftir augnablik, þar sem hann er einn í yfirlýstu framboði til ritara.Vísir/Anton Brink Á fundinum voru einnig rædd málefni sem snerta framtíð flokksins og stefnumál. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins til sextán ára, kvaddi hið pólitíska svið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður, lagði áherslu á mikilvægi frelsis og samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. Landsfundurinn markaði mikilvæg tímamót í sögu Sjálfstæðisflokksins, þar sem ný forysta tekur við og stefna flokksins mótast fyrir komandi ár. Í fyrsta sinn í sögu flokksins er kona formaður. Vísir var í beinu streymi úr Laugardalshöll og fylgdist með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Í kjölfar formannskjörs var kosið um varaformann og ritara. Jens Garðar Helgason var kjörinn varaformaður, en hann bauð sig fram ásamt Diljá Mist Einarsdóttur. Jens Garðar hlaut 928 atkvæði eða 53,2 prósent gildra atkvæða. Diljá Mist hlaut 758 atkvæði sem samsvarar 43,4 prósentum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður flokksins, var endurkjörinn ritari með 74,8% atkvæða en hann var einn í framboði. Jens Garðar og Guðrún munu leiða Sjálfstæðisflokkinn. Jens hafði betur í varaformannskjöri gegn Diljá Mist Einarsdóttur. Til vinstri sést Vilhjálmur Árnason, sem mun að öllum líkindum bætast við forystuna eftir augnablik, þar sem hann er einn í yfirlýstu framboði til ritara.Vísir/Anton Brink Á fundinum voru einnig rædd málefni sem snerta framtíð flokksins og stefnumál. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins til sextán ára, kvaddi hið pólitíska svið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður, lagði áherslu á mikilvægi frelsis og samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. Landsfundurinn markaði mikilvæg tímamót í sögu Sjálfstæðisflokksins, þar sem ný forysta tekur við og stefna flokksins mótast fyrir komandi ár. Í fyrsta sinn í sögu flokksins er kona formaður. Vísir var í beinu streymi úr Laugardalshöll og fylgdist með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira