Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2025 11:37 Svona er umhorfs fyrir utan húsnæðið að Fiskislóð. Vísir/Anton Brink Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. „Tjónið bara hjá okkur er upp á nokkur hundruð milljónir króna. Hér liggur mölbrotinn flygill á gólfinu hjá mér og rýmin eru bara ónýt,“ segir Arnbjörg María Danielsen sem rekur tónlistarútgáfu með hljóðveri í húsnæðinu. Einungis vika er síðan hljóðverið komst í gagnið og nýtt hljóðkerfi var tengt. Eigendur segja alveg ljóst að tjónið hleypi á mörghundruð milljónum. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir brot hafa komið í brimgarðinn við húsnæðið á föstudagskvöld þegar einnig var vont veður. Hún segir hvorki Faxaflóahafnir né lögreglu hafa gert neinar ráðstafanir til þess að verja bygginguna, þrátt fyrir að vitað væri að von væri á óveðri í nótt þökk sé veðurspám. „Að það væri von á sama veðri, jafnvel verra. Lögregla kallar ekki út björgunarsveitir, Faxaflóahafnir gera engar ráðstafanir til að tryggja brimgarðinn þar sem vitað er að hann er veikbyggður. Þetta hefur verið vitað í áratugi og hér flugu risahnullungar inn í húsið í nótt og öldurnar flæddu inn en yfirvöld á borð við Reykjavíkurborg gera ekkert. Það er ekki á ábyrgð venjulegs húseigenda að tryggja að brimgarðar á vegum Faxaflóahafna standist hamfarir.“ Svona var ástandið á hringtorginu við JL húsið í morgun. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir tilviljun hafa ráðið því að Björgunarsveitin Ársæll hafi komið eigendum til aðstoðar í nótt. Þeir hafi verið á rúntinum og getað aðstoðað eigendur við að loka rýmum eins og hægt var. „Við lokuðum rýmum með timbri og öðru drasli sem við fundum. Hér inni hjá mér er allt mölbrotið, þang og sandur á gólfinu sem er eins og sjávarbotn. Ég myndi giska á að þetta tjón hér í húsinu öllu hlaupi á milljarði króna.“ Eigendur nýttu timbur til þess að loka húsnæði sínu til bráðabirgða í nótt. Vísir/Anton Brink Aldrei séð annað eins Nastasia Czechowska skrifstofustjóri True North sem er til húsa að Fiskislóð segir skrifstofuhúsnæði kvikmyndafyrirtækisins mikið skemmt eftir nóttina. Hún segir veðrið hafa verið mun verra í nótt en á föstudag. „Það er unnið að hreinsun húsnæðisins núna. Hér hrundi bara brimgarðurinn svo það flæddi inn og hér er sjávarlykt yfir öllu,“ segir Nastasia. Hún segir að sem betur fer sé helsti búnaður fyrirtækisins geymdur annars staðar, þannig að einungis skrifstofuhúsgögn hafi eyðilagst. Nastasia segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast. „Ég hef aldrei séð annað eins. Svo veit maður í raun ekkert hvort þessu sé lokið því það gæti komið annað óveður. Við þurftum að hreinsa hér til á föstudag og aftur í dag og vitum ekki hvort það verði aftur, þetta er í þriðja skiptið sem það flæðir inn hjá okkur.“ Vísir hefur leitað viðbragða hjá Faxaflóahöfnum vegna málsins og verður fréttin uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar þau berast. Sjór flæddi langa leið inn í land í óveðrinu í nótt.Vísir/Anton Brink Náttúruhamfarir Reykjavík Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
„Tjónið bara hjá okkur er upp á nokkur hundruð milljónir króna. Hér liggur mölbrotinn flygill á gólfinu hjá mér og rýmin eru bara ónýt,“ segir Arnbjörg María Danielsen sem rekur tónlistarútgáfu með hljóðveri í húsnæðinu. Einungis vika er síðan hljóðverið komst í gagnið og nýtt hljóðkerfi var tengt. Eigendur segja alveg ljóst að tjónið hleypi á mörghundruð milljónum. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir brot hafa komið í brimgarðinn við húsnæðið á föstudagskvöld þegar einnig var vont veður. Hún segir hvorki Faxaflóahafnir né lögreglu hafa gert neinar ráðstafanir til þess að verja bygginguna, þrátt fyrir að vitað væri að von væri á óveðri í nótt þökk sé veðurspám. „Að það væri von á sama veðri, jafnvel verra. Lögregla kallar ekki út björgunarsveitir, Faxaflóahafnir gera engar ráðstafanir til að tryggja brimgarðinn þar sem vitað er að hann er veikbyggður. Þetta hefur verið vitað í áratugi og hér flugu risahnullungar inn í húsið í nótt og öldurnar flæddu inn en yfirvöld á borð við Reykjavíkurborg gera ekkert. Það er ekki á ábyrgð venjulegs húseigenda að tryggja að brimgarðar á vegum Faxaflóahafna standist hamfarir.“ Svona var ástandið á hringtorginu við JL húsið í morgun. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir tilviljun hafa ráðið því að Björgunarsveitin Ársæll hafi komið eigendum til aðstoðar í nótt. Þeir hafi verið á rúntinum og getað aðstoðað eigendur við að loka rýmum eins og hægt var. „Við lokuðum rýmum með timbri og öðru drasli sem við fundum. Hér inni hjá mér er allt mölbrotið, þang og sandur á gólfinu sem er eins og sjávarbotn. Ég myndi giska á að þetta tjón hér í húsinu öllu hlaupi á milljarði króna.“ Eigendur nýttu timbur til þess að loka húsnæði sínu til bráðabirgða í nótt. Vísir/Anton Brink Aldrei séð annað eins Nastasia Czechowska skrifstofustjóri True North sem er til húsa að Fiskislóð segir skrifstofuhúsnæði kvikmyndafyrirtækisins mikið skemmt eftir nóttina. Hún segir veðrið hafa verið mun verra í nótt en á föstudag. „Það er unnið að hreinsun húsnæðisins núna. Hér hrundi bara brimgarðurinn svo það flæddi inn og hér er sjávarlykt yfir öllu,“ segir Nastasia. Hún segir að sem betur fer sé helsti búnaður fyrirtækisins geymdur annars staðar, þannig að einungis skrifstofuhúsgögn hafi eyðilagst. Nastasia segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast. „Ég hef aldrei séð annað eins. Svo veit maður í raun ekkert hvort þessu sé lokið því það gæti komið annað óveður. Við þurftum að hreinsa hér til á föstudag og aftur í dag og vitum ekki hvort það verði aftur, þetta er í þriðja skiptið sem það flæðir inn hjá okkur.“ Vísir hefur leitað viðbragða hjá Faxaflóahöfnum vegna málsins og verður fréttin uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar þau berast. Sjór flæddi langa leið inn í land í óveðrinu í nótt.Vísir/Anton Brink
Náttúruhamfarir Reykjavík Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira