Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. mars 2025 21:43 Flugvöllurinn á Ísafirði. Vísir/Einar Icelandair hyggst hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan er sérstaða flugvallarins sem leiðir til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. „Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandir. Nýju flugvélarnar, Q400, sem nýttar verði í flug til Grænlands geti ekki lent á Ísafjarðarflugvelli, bæði vegna lengdar flugbrautarinnar og aðstæðna þar. Það er talið mjög erfitt að lenda á flugvellinum sem er staðsettur inni í firðinum. „Þá er í rauninni bara einn áfangastaður sem við erum að nota fyrir þessar vélar, Ísafjörður, og svona staður getur ekki staðið undir rekstri slíkra véla,“ segir Bogi. Samtalið við starfsfólk og samstarfsaðila Icelandair hafi hafist í dag. „Auðvitað bregður fólki við þetta þegar við segjum frá þessum brotnum forsendum og við þurfum að bregðast við því. En við veðrum að taka á þessu með yfirvegun og væntanlega vinna að einhverri lausn.“ Bogi hafi ekki rætt við neina stjórnmálamenn um málið. Flug til einhverra áfangastaða, svo sem Vestmannaeyja, hafa verið boðin út af Vegagerðinni til að halda úti lágmarks þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þessi flug hafa verið boðin út til ýmissa áfangastaði hérna á undanförnum árum og ég sé alveg fram á það við myndum taka þátt í slíku útboði ef það færi fram þarna. En það sem hefur kannski stundum truflað okkar þátttöku er að svona útboð eru oft hugsuð til mjög skamms tíma og það þarf oft talsverða fjárfestingu til að bjóða í,“ segir hann. „Að sjálfsögðu myndum við vilja bjóða í en það verður að koma í ljós hvernig þetta verður,“ segir Bogi. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Súðavíkurhreppur Bolungarvík Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
„Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandir. Nýju flugvélarnar, Q400, sem nýttar verði í flug til Grænlands geti ekki lent á Ísafjarðarflugvelli, bæði vegna lengdar flugbrautarinnar og aðstæðna þar. Það er talið mjög erfitt að lenda á flugvellinum sem er staðsettur inni í firðinum. „Þá er í rauninni bara einn áfangastaður sem við erum að nota fyrir þessar vélar, Ísafjörður, og svona staður getur ekki staðið undir rekstri slíkra véla,“ segir Bogi. Samtalið við starfsfólk og samstarfsaðila Icelandair hafi hafist í dag. „Auðvitað bregður fólki við þetta þegar við segjum frá þessum brotnum forsendum og við þurfum að bregðast við því. En við veðrum að taka á þessu með yfirvegun og væntanlega vinna að einhverri lausn.“ Bogi hafi ekki rætt við neina stjórnmálamenn um málið. Flug til einhverra áfangastaða, svo sem Vestmannaeyja, hafa verið boðin út af Vegagerðinni til að halda úti lágmarks þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þessi flug hafa verið boðin út til ýmissa áfangastaði hérna á undanförnum árum og ég sé alveg fram á það við myndum taka þátt í slíku útboði ef það færi fram þarna. En það sem hefur kannski stundum truflað okkar þátttöku er að svona útboð eru oft hugsuð til mjög skamms tíma og það þarf oft talsverða fjárfestingu til að bjóða í,“ segir hann. „Að sjálfsögðu myndum við vilja bjóða í en það verður að koma í ljós hvernig þetta verður,“ segir Bogi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Súðavíkurhreppur Bolungarvík Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira