Innlent

Sigmundur Davíð segir að þjóðareign á sjávarútvegsauðlindinni verði tryggð í stjórnarskrá

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Forsætisráðherra segir að það sé megináhersla sjávarútvegsráðherra að tryggja þjóðareign á auðlindinni í stjórnarskrá.
Forsætisráðherra segir að það sé megináhersla sjávarútvegsráðherra að tryggja þjóðareign á auðlindinni í stjórnarskrá. VÍSIR/GVA
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ákvæði sem tryggi að sjávarútvegsauðlindin verði í þjóðareigu verði sett í stjórnarskrá. Þetta sagði hann í svari við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, á þingi í dag.



„Það er mikilvægt að leysa úr þeirri stöðu sem uppi er í sjávarútvegsmálum, og hefur verið í mörg ár, með því að tryggja í stjórnarskrá þjóðareign á auðlindinni. Það verður megináhersla hjá hæstvirtum sjávarútvegsráðherra,“ sagði hann.



Tekist hefur verið á um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á milli stjórnarflokkanna á þingi. Átökin hafa orðið til þess að Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra leggur ekki fram frumvarp um kerfið á yfirstandandi þingi.



Árni Páll fagnaði þessari afstöðu Sigmundar, að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá, og sagði að Framsóknarflokkurinn þyrfti ekki að treysta á sutðning Sjálfstæðisflokks í málinu - stjórnarandstaðan myndi styðja það mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×