Steingrímur útilokar ný kvótalög á vorþingi Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2015 12:15 Sjávarútvegsráðherra segir „ólíka hagsmuni“ stjórnmálaflokkanna standa í vegi þess að hann leggi fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Sjávarútvegsráðherra segir ágreing milli stjórnmálaflokkanna helstu ástæðu þess að boðað frumvarp hans um stjórn fiskveiða hafi ekki litið dagsins ljós á Alþingi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir sterk hagsmunaöfl berjast gegn öllum breytingum og það sé útilokað að ný fiskveiðilög verði samþykkt á vorþingi. Eitt af þeim stóru málum sem bíða ríkisstjórnarinnar er frumvarp um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í svari við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata á Alþingi í gær að hann væri að vinna að frumvarpi sem byggði á þremur stoðum sem sáttanefnd frá árinu 2010 ræddi um sem vísað væri til í stjórnarsáttmála. Sigurður Ingi sagði að ágætlega hafi tekist að ná samráðsskilningi meðal hagsmunaaðila og verkalýðshreyfingar um þá þrjá þætti að þjóðin væri eigandi auðlindarinnar, útgerðin búi við fyrirsjáanleika og stöðugleika og veiðigjöldin verði hluti af fiskveiðistjórnuninni. En þau hafa verið ákveðin frá ári til árs frá því þau voru fyrst lögð á. „Það er hins vegar engin launung á því að innan stjórnmálaflokkanna, og það kom berlega í ljós þegar ég var að kynna þetta fyrir stjórnarandstöðunni og auðvitað samstarfsflokknum, að þar eru ólíkir hagsmunir,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og sjávarútvegasráðherra síðustu ríkisstjórnar segir ekki við stjórnarandstöðuna að sakast í þessum efnum. „Nei, ég held að það sé náttúrlega alveg á hreinu að ráðherrann og ríkisstjórnin geta ekki gert stjórnarandstöðuna ábyrga fyrir sínu eigin heimilisböli. Það er ósköp einfaldlega ljóst virðist vera að frumvarpið er strand og stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman,“ segir Steingrímur. Stjórnarandstaðan hafi eðlilega fyrirvara á málum sem hún hafi ekki einu sinn séð og aðeins fengið munnlega kynningu á frá ráðherra. „Og ætli veruleikinn sé ekki sá og gamalkunnur að það eru náttúrlega voldug öfl sem vilja engar breytingar gera á þessu kerfi. Nema þá helst þær að lækka enn veiðigjöldin,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir þau ánægjulegu tíðindi að það stefni væntanlega í enn eitt metárið í íslenskum sjávarútvegi, sérstaklega hjá stóru útgerðarfyrirtækjunum í uppsjávartegundum. Steingrímur segir boltann algerlega hjá stjórnarflokkunum. Framsóknarflokkurinn hefur opnað fyrir að öll kvótaviðskipti fari fram á markaði og segir Steingrímur flokkinn jafnframt vera opnari fyrir því en Sjálfstæðisflokkinn að tillit verði tekið til byggðanna í kerfinu. Steingrímur segir útilokað að ný fiskveiðistjórnunarlög líti dagsins ljós á vorþingi og þar með áður en næsta fiskveiðiár hefst hinn 1. september. Breytingar sem þessar þurfi lengri tíma og vandaða umfjöllun. „Í ljósi reynslunnar. Við lentum auðvitað líka í þessu sem ríkisstjórn að vera að reyna að leggja fram frumvörp á útmánuðum og þau féllu á tíma. Þannig að ég tel að þessi vetur sé búinn hjá stjórninni og síðasta tilraun hennar til að gera eitthvað væri þá næsta haust,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir ágreing milli stjórnmálaflokkanna helstu ástæðu þess að boðað frumvarp hans um stjórn fiskveiða hafi ekki litið dagsins ljós á Alþingi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir sterk hagsmunaöfl berjast gegn öllum breytingum og það sé útilokað að ný fiskveiðilög verði samþykkt á vorþingi. Eitt af þeim stóru málum sem bíða ríkisstjórnarinnar er frumvarp um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í svari við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata á Alþingi í gær að hann væri að vinna að frumvarpi sem byggði á þremur stoðum sem sáttanefnd frá árinu 2010 ræddi um sem vísað væri til í stjórnarsáttmála. Sigurður Ingi sagði að ágætlega hafi tekist að ná samráðsskilningi meðal hagsmunaaðila og verkalýðshreyfingar um þá þrjá þætti að þjóðin væri eigandi auðlindarinnar, útgerðin búi við fyrirsjáanleika og stöðugleika og veiðigjöldin verði hluti af fiskveiðistjórnuninni. En þau hafa verið ákveðin frá ári til árs frá því þau voru fyrst lögð á. „Það er hins vegar engin launung á því að innan stjórnmálaflokkanna, og það kom berlega í ljós þegar ég var að kynna þetta fyrir stjórnarandstöðunni og auðvitað samstarfsflokknum, að þar eru ólíkir hagsmunir,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og sjávarútvegasráðherra síðustu ríkisstjórnar segir ekki við stjórnarandstöðuna að sakast í þessum efnum. „Nei, ég held að það sé náttúrlega alveg á hreinu að ráðherrann og ríkisstjórnin geta ekki gert stjórnarandstöðuna ábyrga fyrir sínu eigin heimilisböli. Það er ósköp einfaldlega ljóst virðist vera að frumvarpið er strand og stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman,“ segir Steingrímur. Stjórnarandstaðan hafi eðlilega fyrirvara á málum sem hún hafi ekki einu sinn séð og aðeins fengið munnlega kynningu á frá ráðherra. „Og ætli veruleikinn sé ekki sá og gamalkunnur að það eru náttúrlega voldug öfl sem vilja engar breytingar gera á þessu kerfi. Nema þá helst þær að lækka enn veiðigjöldin,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir þau ánægjulegu tíðindi að það stefni væntanlega í enn eitt metárið í íslenskum sjávarútvegi, sérstaklega hjá stóru útgerðarfyrirtækjunum í uppsjávartegundum. Steingrímur segir boltann algerlega hjá stjórnarflokkunum. Framsóknarflokkurinn hefur opnað fyrir að öll kvótaviðskipti fari fram á markaði og segir Steingrímur flokkinn jafnframt vera opnari fyrir því en Sjálfstæðisflokkinn að tillit verði tekið til byggðanna í kerfinu. Steingrímur segir útilokað að ný fiskveiðistjórnunarlög líti dagsins ljós á vorþingi og þar með áður en næsta fiskveiðiár hefst hinn 1. september. Breytingar sem þessar þurfi lengri tíma og vandaða umfjöllun. „Í ljósi reynslunnar. Við lentum auðvitað líka í þessu sem ríkisstjórn að vera að reyna að leggja fram frumvörp á útmánuðum og þau féllu á tíma. Þannig að ég tel að þessi vetur sé búinn hjá stjórninni og síðasta tilraun hennar til að gera eitthvað væri þá næsta haust,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira