Allt vitlaust á Alþingi í dag vegna virkjana Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2015 18:45 Umhverfisráðherra er sáttur við að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir með nýtingu í huga en gert var ráð fyrir í þingsályktun fyrrverandi ráðherra. Stjórnarandstaðan segir það hins vegar lögbrot að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn um nýtingu og verndun landsvæða hefur samþykkt. Það varð allt vitlaust á Alþingi í nóvember í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði til að átta virkjanakostir yrðu skoðaðir með nýtingu í huga. Og í dag endurtók leikurinn sig eftir að meirihluti atvinnuveganefndar lagði til að skoðað yrði að fjórir nýir virkjanakostir sem eru í biðflokki verði settir í nýtingarflokk. Dagskrá Alþingis raskaðist vegna umræðna utan dagskrár um þessi mál í dag. Meirihluti atvinnuveganefndar undir formennsku Jóns Gunnarssonar leggur til að þrír virkjanakostir í neðri hluta Þjórsár verði skoðaðir ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu.Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/DaníelStjórnarandstaðan er einhuga um að það stríði gegn lögum um nýtingu og verndun landssvæða, eða rammaáætlun, að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn áætlunarinnar hefur mælt með. En það er Hvammsvirkjun sem einnig var í upprunalegri þingsályktun Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi umhverfisráðherra. Þingmönnum var heitt í hamsi og þurfti Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis að slá oft og mikið í bjölluna, meðal annars í hátt í mínútu undir ræðu Helga Hjörvar þingflokksformanns Samfylkingarinnar þegar hann fór langt yfir ræðutíma sinn. „Virðulegur forseti, mér heyrist að reglur hér í þinginu séu ekki almennt í gildi. Svo ég bið háttvirtan forseta um að lemja jafn oft í þessa bjöllu og hann hefur lamið í Jón Gunnarsson á þessum morgni. Það eru allir þingmenn hér á einu máli um að það er auðvitað algerlega óboðlegt að afgreiða mál með þessum hætti án þess að það sé sett á dagskrá fundarins,“ sagði Helgi undir háværum bjölluslætti forseta sem kallaði að honum í föðurlegum skipunartón „að þingmaðurinn hefði lokið máli sínu.“Einar úrskurðaði að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál.VÍSIR/GVAEftir fund forseta með þingflokksformönnum úrskurðaði forsetinn að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál. „Það er eindregin skoðun þess forseta að auðvitað geti hann ekki gripið inn í þessa málsmeðferð og þar með takmarkað rétt þingmanna,“ sagði Einar. Sigrún Magnúsdóttir nýr umhverfisráðherra tekur undir með forseta Alþingis og setur sig ekki upp á móti því að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir og segist jákvæð gagnvart virkjanakostum í neðrihluta Þjórsár.En er það ekki einhvern veginn að byrja á öfugum enda? „Þingið hefur.... við erum alla daga hér að breyta þingsályktunartillögum og frumvörpum. Við gerum ekki annað. Nefndir þingsins eru mjög mikils virði og þar fer kannski fram helsta starf Alþingis,“ segir Sigrún. En boðaði jafnframt að ný þingsályktunartillaga kæmi eftir um ár þegar verkefnisstjórnin, sem væri ráðherra til ráðgjafar, hefði skoðað fleiri virkjanakosti. En sú vinna væri hafin og væri mun viðameiri en sú vinna sem væri að baki núverandi þingsályktunartillögu. Alþingi Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Innlent Fleiri fréttir „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Sjá meira
Umhverfisráðherra er sáttur við að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir með nýtingu í huga en gert var ráð fyrir í þingsályktun fyrrverandi ráðherra. Stjórnarandstaðan segir það hins vegar lögbrot að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn um nýtingu og verndun landsvæða hefur samþykkt. Það varð allt vitlaust á Alþingi í nóvember í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði til að átta virkjanakostir yrðu skoðaðir með nýtingu í huga. Og í dag endurtók leikurinn sig eftir að meirihluti atvinnuveganefndar lagði til að skoðað yrði að fjórir nýir virkjanakostir sem eru í biðflokki verði settir í nýtingarflokk. Dagskrá Alþingis raskaðist vegna umræðna utan dagskrár um þessi mál í dag. Meirihluti atvinnuveganefndar undir formennsku Jóns Gunnarssonar leggur til að þrír virkjanakostir í neðri hluta Þjórsár verði skoðaðir ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu.Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/DaníelStjórnarandstaðan er einhuga um að það stríði gegn lögum um nýtingu og verndun landssvæða, eða rammaáætlun, að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn áætlunarinnar hefur mælt með. En það er Hvammsvirkjun sem einnig var í upprunalegri þingsályktun Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi umhverfisráðherra. Þingmönnum var heitt í hamsi og þurfti Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis að slá oft og mikið í bjölluna, meðal annars í hátt í mínútu undir ræðu Helga Hjörvar þingflokksformanns Samfylkingarinnar þegar hann fór langt yfir ræðutíma sinn. „Virðulegur forseti, mér heyrist að reglur hér í þinginu séu ekki almennt í gildi. Svo ég bið háttvirtan forseta um að lemja jafn oft í þessa bjöllu og hann hefur lamið í Jón Gunnarsson á þessum morgni. Það eru allir þingmenn hér á einu máli um að það er auðvitað algerlega óboðlegt að afgreiða mál með þessum hætti án þess að það sé sett á dagskrá fundarins,“ sagði Helgi undir háværum bjölluslætti forseta sem kallaði að honum í föðurlegum skipunartón „að þingmaðurinn hefði lokið máli sínu.“Einar úrskurðaði að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál.VÍSIR/GVAEftir fund forseta með þingflokksformönnum úrskurðaði forsetinn að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál. „Það er eindregin skoðun þess forseta að auðvitað geti hann ekki gripið inn í þessa málsmeðferð og þar með takmarkað rétt þingmanna,“ sagði Einar. Sigrún Magnúsdóttir nýr umhverfisráðherra tekur undir með forseta Alþingis og setur sig ekki upp á móti því að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir og segist jákvæð gagnvart virkjanakostum í neðrihluta Þjórsár.En er það ekki einhvern veginn að byrja á öfugum enda? „Þingið hefur.... við erum alla daga hér að breyta þingsályktunartillögum og frumvörpum. Við gerum ekki annað. Nefndir þingsins eru mjög mikils virði og þar fer kannski fram helsta starf Alþingis,“ segir Sigrún. En boðaði jafnframt að ný þingsályktunartillaga kæmi eftir um ár þegar verkefnisstjórnin, sem væri ráðherra til ráðgjafar, hefði skoðað fleiri virkjanakosti. En sú vinna væri hafin og væri mun viðameiri en sú vinna sem væri að baki núverandi þingsályktunartillögu.
Alþingi Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Innlent Fleiri fréttir „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Sjá meira