Innlent

Forsetinn hefur verið 229 daga erlendis síðan í ágúst 2012

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm
Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur varið samtals 149 dögum í embættisferðum erlendis á tímabilinu 1. ágúst 2012 til loka árs 2014. Hann hefur verið 80 daga erlendis vegna ferða sem farnar hafa verið í einkaerindum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn frá Svandísi Svavarsdóttur, þingkonu Vinstri grænna, um ferðir forseta Íslands. Í svarinu er birt yfirlit yfir allar ferðir forsetans á tímabilinu auk samantektar á greiðslu dagpeninga til hans, eiginkonu hans og embættismanna vegna ferðanna.

Í svarinu kemur fram að Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars, hefur ekki þegið dagpeninga á ferðum sínum með forsetanum erlendis. Kostnaður forsetaembættisins vegna ferða hennar hefur numið 1,9 milljónum króna frá 1. ágúst 2012 til síðust áramóta.

Upplýst er í svarinu að laun handhafa forsetavalds á meðan forsetinn hefur verið erlendis hafi numið samtals 20,9 milljónum króna á tímabilinu sem spurt var um.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×