Hildur Líf stöðvaði vopnað rán með hlýju og kærleika Kjartan Atli Kjartansson og Sveinn Arnarsson skrifa 23. desember 2014 07:15 Hilldur segist aðeins hafa hlustað og sýnt konunni kærleika og þannig náð að róa hana niður. Fréttablaðið/Auðunn/Einkasafn 21 árs gömul kona ógnaði starfsfólki Make Up Gallery á Glerártorgi í gær með hnífi og seildist eftir peningum í versluninni. Hnífinn hafði hún tekið ófrjálsri hendi í versluninni Nettó. Sérsveit lögreglunnar var kölluð út en það var starfsmaður verslunarinnar, förðunarfræðingurinn Hildur Líf Higgins, sem stöðvaði ránið. Hildur ræddi við konuna, róaði hana og fékk hana til þess að setjast niður. „Ég sýndi bara manneskjunni hlýju og kærleika og við það róaðist hún. Það er oft þannig að kærleikurinn getur gert mikið og í þessu tilviki heppnaðist það," segir Hildur í samtali við fréttastofu.Gréta Baldursdóttir verslunarstjóriHrósar Hildi Gréta Baldursdóttir, verslunarstjóri Make Up Gallery, segir viðbrögð Hildar henni til sóma. „Það er alveg frábært að geta nýtt sér reynslu og með þessum hætti að sýna svona fádæma yfirvegun í erfiðum aðstæðum. Margir einstaklingar hefðu líklega ekki sýnt svona yfirvegun. Ég held að hún megi vera afar stolt af viðbrögðum sínum.“ Ragnar Kristjánsson, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir konuna hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Konan tók hnífinn ófrjálsri hendi í versluninni Nettó, sem einnig er á Glerártorgi. „Konan á við nokkra vanheilsu að stríða, hún ógnar þarna starfsfólki með eggvopni og biður það um peninga. Verslunarmiðstöðin var full af fólki á þessum tíma svo viðbúnaður okkar er mikill þegar við fáum tilkynninu um vopnað rán. Sérsveit lögreglunnar er kölluð út sem og sjúkrabíll til taks. Við erum hæstánægðir með að enginn slasaðist þarna,“ segir Ragnar.Hér má sjá Hildi Líf og eiginmann hennar, en þau giftu sig þann 14. september í ár.Áberandi í fjölmiðlum Hildur Líf hefur verið þekkt hér á landi í nokkur ár, en hún vakti fyrst athygli sem fyrirsæta. Hildur Líf vakti svo mikla athygli að Anna Gunndís Guðmundsdóttir var fengin til að leika Hildi Líf í áramótaskaupinu árið 2011. Í maí sagði Vísir frá því að Hildur Líf hefði fundið ástina. Hildur sagði þá frá kynnum sínum við bandaríska lögfræðinemann Albert Higgins. Í september sagði Vísir frá því að parið hefði gift sig. Hildur sagði þá frá því að Albert hefði hannað hennar hring sjálfur. „Hann er yndislegur maður sem getur allt," sagði Hildur þá um eiginmann sinn. Jólafréttir Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
21 árs gömul kona ógnaði starfsfólki Make Up Gallery á Glerártorgi í gær með hnífi og seildist eftir peningum í versluninni. Hnífinn hafði hún tekið ófrjálsri hendi í versluninni Nettó. Sérsveit lögreglunnar var kölluð út en það var starfsmaður verslunarinnar, förðunarfræðingurinn Hildur Líf Higgins, sem stöðvaði ránið. Hildur ræddi við konuna, róaði hana og fékk hana til þess að setjast niður. „Ég sýndi bara manneskjunni hlýju og kærleika og við það róaðist hún. Það er oft þannig að kærleikurinn getur gert mikið og í þessu tilviki heppnaðist það," segir Hildur í samtali við fréttastofu.Gréta Baldursdóttir verslunarstjóriHrósar Hildi Gréta Baldursdóttir, verslunarstjóri Make Up Gallery, segir viðbrögð Hildar henni til sóma. „Það er alveg frábært að geta nýtt sér reynslu og með þessum hætti að sýna svona fádæma yfirvegun í erfiðum aðstæðum. Margir einstaklingar hefðu líklega ekki sýnt svona yfirvegun. Ég held að hún megi vera afar stolt af viðbrögðum sínum.“ Ragnar Kristjánsson, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir konuna hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Konan tók hnífinn ófrjálsri hendi í versluninni Nettó, sem einnig er á Glerártorgi. „Konan á við nokkra vanheilsu að stríða, hún ógnar þarna starfsfólki með eggvopni og biður það um peninga. Verslunarmiðstöðin var full af fólki á þessum tíma svo viðbúnaður okkar er mikill þegar við fáum tilkynninu um vopnað rán. Sérsveit lögreglunnar er kölluð út sem og sjúkrabíll til taks. Við erum hæstánægðir með að enginn slasaðist þarna,“ segir Ragnar.Hér má sjá Hildi Líf og eiginmann hennar, en þau giftu sig þann 14. september í ár.Áberandi í fjölmiðlum Hildur Líf hefur verið þekkt hér á landi í nokkur ár, en hún vakti fyrst athygli sem fyrirsæta. Hildur Líf vakti svo mikla athygli að Anna Gunndís Guðmundsdóttir var fengin til að leika Hildi Líf í áramótaskaupinu árið 2011. Í maí sagði Vísir frá því að Hildur Líf hefði fundið ástina. Hildur sagði þá frá kynnum sínum við bandaríska lögfræðinemann Albert Higgins. Í september sagði Vísir frá því að parið hefði gift sig. Hildur sagði þá frá því að Albert hefði hannað hennar hring sjálfur. „Hann er yndislegur maður sem getur allt," sagði Hildur þá um eiginmann sinn.
Jólafréttir Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira