Óþekkjanleg í hlutverki Hildar Lífar í Skaupinu 3. janúar 2012 11:00 Anna Gunndís Guðmundsdóttir sló í gegn sem Hildur Líf í Áramótaskaupinu. Fréttablaðið/Stefán „Ég tók smá tíma í að æfa þetta," segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir, eða Dunda, sem sló í gegn sem glamúrgellan Hildur Líf í Áramótaskaupinu. Spurð hvernig hún hafi sett sig í karakter segist hún aðallega hafa stuðst við viðtal sem Nilli tók við Hildi Líf í sjónvarpsþættinum Týnda kynslóðin. „Það var eina tengingin sem ég var með og svo bara ljósmyndir. Síðan var ég að vinna með frábærum leikstjóra og búningahönnuði og meistara Rögnu Fossberg, þannig að ég fékk gott gervi," segir Dunda, sem var með einar sokkabuxur undir hvoru brjóstinu til að ná útliti Hildar Lífar betur. Dunda er í eðli sínu dökkhærð en var með aflitað hár í Skaupinu. „Það var aflitað fyrir sýningu í Salsburg í Austurríki í sumar. Eftir það fór ég að leika hjá Leikfélagi Akureyrar í haust og þau vildu endilega halda þessu," segir hún og á við leikritið Svarta kómedían. „Svo hoppaði ég inn í Hildi Líf og núna er ég orðin dökkhærð fyrir næsta verkefni." Það er kvikmyndin Frost í leikstjórn Reynis Lyngdal og hefjast tökur 9. janúar á Langjökli. Aðspurð segist Dunda hafa fengið góð viðbrögð við frammistöðu sinni í Skaupinu. „Mamma reyndar þekkti mig ekki og ekki heldur margir af mínum nánustu vinum. Ég ákvað að segja engum frá þessu, þannig að þetta kom fullt af fólki á óvart." Sjálf segist hún ekkert þekkja Hildi Líf og getur því ekki borið saman persónuleika þeirra beggja. „Ég er ekki alveg dómbær á það." Dunda, sem útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands 2010, kveðst alveg vera til í að leika aftur í Skaupinu. „Ég myndi hiklaust gera það. Það var æðislegt að fá að taka þátt í þessu." freyr@frettabladid.is Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira
„Ég tók smá tíma í að æfa þetta," segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir, eða Dunda, sem sló í gegn sem glamúrgellan Hildur Líf í Áramótaskaupinu. Spurð hvernig hún hafi sett sig í karakter segist hún aðallega hafa stuðst við viðtal sem Nilli tók við Hildi Líf í sjónvarpsþættinum Týnda kynslóðin. „Það var eina tengingin sem ég var með og svo bara ljósmyndir. Síðan var ég að vinna með frábærum leikstjóra og búningahönnuði og meistara Rögnu Fossberg, þannig að ég fékk gott gervi," segir Dunda, sem var með einar sokkabuxur undir hvoru brjóstinu til að ná útliti Hildar Lífar betur. Dunda er í eðli sínu dökkhærð en var með aflitað hár í Skaupinu. „Það var aflitað fyrir sýningu í Salsburg í Austurríki í sumar. Eftir það fór ég að leika hjá Leikfélagi Akureyrar í haust og þau vildu endilega halda þessu," segir hún og á við leikritið Svarta kómedían. „Svo hoppaði ég inn í Hildi Líf og núna er ég orðin dökkhærð fyrir næsta verkefni." Það er kvikmyndin Frost í leikstjórn Reynis Lyngdal og hefjast tökur 9. janúar á Langjökli. Aðspurð segist Dunda hafa fengið góð viðbrögð við frammistöðu sinni í Skaupinu. „Mamma reyndar þekkti mig ekki og ekki heldur margir af mínum nánustu vinum. Ég ákvað að segja engum frá þessu, þannig að þetta kom fullt af fólki á óvart." Sjálf segist hún ekkert þekkja Hildi Líf og getur því ekki borið saman persónuleika þeirra beggja. „Ég er ekki alveg dómbær á það." Dunda, sem útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands 2010, kveðst alveg vera til í að leika aftur í Skaupinu. „Ég myndi hiklaust gera það. Það var æðislegt að fá að taka þátt í þessu." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira